Sameiningin - 01.06.1911, Qupperneq 34
126
ncegðr með sjálfan sig, valt aftrúr vagninum og féll til
jarðar einsog moldarköggull. Allir, sem við voru staddir,
ráku upp skellihiátr, er þeir sáu, að hættan var liðin hjá.
Þá svndi það sig, hve frábærlega ósvífinn Rómverjinn
var. Hann losaði um akböndin, sem hann hafði vafið utan-
um sig, slengdi þeim til annarrar hliðar, sté niðrúr vagnin-
um, gekk í kringum úlfaldann, leit á Ben Húr, tók til máls
og beindi orðum sínum að sumu leyti til öldungsins, en að
snmu leyti til konunnar:
„Fyrirgefningar — eg bið ykkr bæði um fyrirgefning.
Fg em Messala“-—sagði hann; „og við jörðina, hina gömlu
móður vora,1, sver eg það, að eg sá ykkr ekki né úlfaldann
ykkar. Að því er snertir þessa góðu menn — þá treysti eg
ei til vill kunnáttu minni um of. Mér var í mun að henda
aö þeim gaman, — en nú henda þeir gaman að mér. Verði
þeim að góðu.“
Góðlyndislega og að því er virtist án þess að kæra sig
um neitt leit hann til þeirra, er við v'oru staddir, og sam-
svaraði augnaráð hans og tilburðir allir vel orðum hans.
Til þess að geta heyrt það, er hann hafði frekar að segja,
höfðu þeir nú hœgt um sig. En er hann þóttist þess vís
orðinn, að hann hefði unnið sigr á þeim, er hann hafði
styggt, gaf hann félaga sínum bending um að fara með
vagninn lengra burt, þarsem honum væri óhætt, sneri sér
síðan að konunni og ávarpaði hana á þessa leið:
„Hinn virðulegi maðr hérna mun þér nákominn; og
hafi mér ekki þegar verið veitt fyrirgefning af hans hálfu,
þá mun eg því fremr kappkosta að fá hana hér eftir. Eg
get mér til, að þú sért dóttir öldungsins."
Hún svaraði engu.
„Fögr ertu — það veit Pallas Aþena sjálf. Varaöu þig
á þv'í, að Apolló kann að villast á þér og ætla, að þú sért
unnusta hans, sú er hann missti. Mér er forvitni á, hvert
land getr talið sér þann heiðr að vera ættjörð þín. Snúðu
ekki á burt. Vopnahlé fyrir hvern mun! Sól Indlands
skín í augum þínum: og í munnvikunum birtast ástar-mörk
þau, sem Egyptaland hefir þar sett. I guðanna bœnum:
hverf ekki, fagra mær! til hans, sem vill vera þræll þinn
þar, fyrr en þú hefir auðsýnt líkn þræli þínum hér. Lát
mig að minnsta kosti heyra, að þú hafir veitt mér fyrir-
gefning."
Þá er hér var komið, tók hún allt í einu fram í fyrir
honum.
„Viltu ekki gjöra svo vel að koma hingað?" — mælti
hún brosandi og laut mildilega höfði að Ben Húr.
„Taktu þennan bikar fyrir mig og fylltu hann“ — sagði
^ hún við hann. „Hann faðir minn er þyrstr.“