Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2005, Side 6

Heima er bezt - 01.11.2005, Side 6
og í góðu skyggni sést allt norður til Kaldbaksvíkur. Að sögn Davíðs var það draumur að jörð sem hann festi kaup á, lægi að sjó. Hér er ijaran við fætuma og fuglalíf margbreytilegt og hægt að vakna við kyrrðina sem er engu lík. Davíð hefur nýlega keypt sér gamlan, traustan jeppa svo færð hindri hann ekki í að komast norður á Strandir þar sem veður geta oft verið válynd að vetrinum. En hvaðan er hann upprunninn og hvað dregur þennan heimsmann úr borginni í fámenna sveit? Uppvaxtarár í Eyjafirði „Ég er fæddur 23. ágúst 1936 í Alþýðuskólanum, eins og hann hét þá að ég held, á Laugum í Reykjadal þar sem foreldrar mínir störfuðu þá og faðir minn var ráðsmaður og kennari en móðir mín ráðskona í mötuneyti skólans. Foreldrar mínir voru Katrín Kristjánsdóttir, Suður- Þingeyingur frá Rauf eða Eyvík á Tjörnesi (1907-2005) og Erlingur Davíðsson frá Stóm-Hámundarstöðum á Árskógsströnd (1912-1990). Hann varð síðar ritstjóri Dags og rithöfundur á Akureyri.1 Við emm fjórir bræð- urnir: Jakob Kristján og Sigfús Karl, tvíburar fæddir árið 1939 og yngstur er Bergur fæddur 1943.2 Fyrstu þrjú ár ævinnar átti ég heima á Laugum en síðan varó ég Eyfírðingur og hef eiginlega verið Eyfirðingur alla tíð síðan. Við fluttum í Klauf og síðan í Brúnalaug í Öngulsstaðahreppi sem nú er í Eyjaljarðarsveit. Þar áttum við heima fram á fermingarár mitt en þá var enn flutt og nú að smágrasbýlinu Melum, sem var upp í brekkunni ofan við þar sem nú er flugvöllurinn á Akureyri. Þetta var hins vegar fyrir daga hans eða árið 1950. Ástæðan fyrir flutningi okkar í Öngulsstaðahrepp var sú að foreldrar mínir ráku almennt bú með kornræktartilraunum að Klauf, síðar tóku þau að sér að reka garðyrkjustöð fyrir Kaupfélag Eyfirðinga í Brúnalaug sem er í sömu sveit.” Lífssögur og sjálfsmyndir fólks „Fyrir 1950 fór faðir minn að starfa sem afgreiðslu- maður og auglýsingastjóri hjá vikublaðinu Degi á Akureyri. Síðar var hann lengi ritstjóri blaðsins. Þar fyrir utan gerðist hann líka rithöfundur, ekki þó af skáldskap mikið en hann var mikilvirkastur sem ritari æviminningaþátta sem hann tók eftir fólki. Bóka- flokkurinn „Aldnir hafa orðið” er fyrirferðamestur af því en ýmislegt fleira skrifaði hann. Þær bækur voru eiginlega uppdráttur lífsmynda byggðar á samtölum við fólk, seni hann vann framan af samtímis því að hann ritstýrði Degi, en blaðið var þá farið að koma út oftar en vikulega. Faðir minn lést frekar ungur maöur rétt rúmlega sjötugur en kenndi nokkru áður heilsubrests, hætti ritstjórn en hélt þó áfram að skrifa bækur.“ Davíð segist aðspuröur hafa líkt og faðir hans áhuga á fólki en þó meö öðrum hætti. „Hann leit á þetta sem sagnfræði, hann var að bjarga hlutum þannig að þeir glötuðust ekki, ég hef þá sömu 1 Æviskrár MA-stúdenta 1990, s. 60-61. 2 Samtíðarmenn 1993, s. 578. Frumrannsókn heims að hejjast: reita grös og rísa upp. Myndin er tekin á Jyrsta œviárimi 1937. hugsjón líka. Hann endurvarpaði lífssögum sem voru sjálfsmyndir fólksins, eins og það hafði komið þeim til skila til hans, en dálítið stílaóar upp en hann var að ég held, afskaplega heiðarlegur. Hann breytti ekki mynd- unum, sjálfsmyndin var frá viðmælandanum en ef til vill orðin meira við alþýðuskap." Skólanum skipt milli inn- og útsveitar Hefur þú einhvern tíma haft raunverulegan kennara? Kennara sem leit á þig sem dýrmætan efnivið, gimstein sem mætti slípa til með visku svo að hann skini. Efþú ert svo heppinn að hafa ratað til slíks kennara þá muntu fmna leiðina til hans afturf „Ekki veit ég hvort þetta getur átt við mig en það var prýðilegt að alast upp í Öngulsstaðahreppi. Það var fjörugt líf í litla barnaskólanum á Munkaþverá. Þarna var dálítill hópur nemenda, á milli 10 og 20 krakkar. Fyrstu árin sem ég var í bamaskóla var svona farandskipulag á þessu, þá var skólanum skipt milli inn- og útsveitar og sérstakur farkennari sá um kennsluna. Síðan var byggður barnaskóli að Laugalandi og þar var ég síðustu vetur barnaskólanáms. Eftirminnilegasti kennari minn þar var Árni Rögnvaldsson frá Dæli í Skíðadal. Hann lést síðastliöið haust á Akureyri. Hann var mér eftirminnilegur fyrir margra hluta sakir og sambandið við hann slitnaði 3 Albom, Mitch 2000, s. 189. 438 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.