Heima er bezt - 01.11.2005, Qupperneq 11
við háskólann í Uppsölum og í því
háskólasamfélagi dvaldi ég um fimm
ára skeið eða til ársins 1973 sem var
mjög lærdómsríkt. Uppsalaháskóli
leggur áherslu á öll norræn mál og
þama voru kennarar í norsku og dönsku
líka. Þetta var á þeim árum sem sænska
ríkisstjórnin var að hamast við að
reyna að drepa háskólann í einskonar
hagkvæmdar mót, eilítið líkt og íslenska
ríkisstjómin hefur verið að reyna að gera
hér undanfarin ár. Ég var í raun og veru
í burtu frá heimalandinu frá árinu 1966
til 1982. Síðustu árin af utanlandsvist
minni var ég adjunkt og síðan lektor
við Kaupmannahafnarháskóla, átengd-
ur þeirri stofnun sem við köllum
Árnastofnun í Kaupmannahöfn. Þetta
breytti starfsvettvangi mínum því þarna
var ég hættur að fást við mikið af beinni
kennslu en mikið af starfinu var fólgið
í því að starfa á einn eða annan veg að
textaútgáfu sem var og er aðalhlutverk
þeirrar stofnunar. Mér líkaði eiginlega
mjög vel bæði í Svíþjóð og Danmörku
en heimalandið togaði í mig. Ég kom
síðan alkominn heim 1982 og var
fyrsta árið styrkþegi hjá Árnastofnun
hér heima og síðan líka stundakennari
við Háskóla íslands, en þegar árið var
liðið var ég orðinn lektor og síðan
dósent við háskólann og hef verið þar
síðan. Þetta er á þeim ámm þegar ýmis
kerfi fara að þróast við háskólann og
framgangskerfíð verðurtil; lektorsstöður
eru tímabundnar og menn skyldu annað
hvort flytjast fram og verða dósentar
eða þeir hættu eins og heiðarlegir menn en svo eiga menn
sér framgangsmöguleika úr dósentsstöðu. Ég hef ekki nýtt
mér það því mig hefur einhvem veginn hryllt meira og
meira við þessu framgangskerfi sem kemur í veg fyrir að
menn lifi almennilegu akademísku lífi við þessa stofnun
þar sem kerlið fer eftir metnum verðleikum og gerist
eftir umsókn manns sjálfs. Menn þurfa alltaf að vera að
skrifa sjálfsframtöl og skipuleggja tilveru sína þannig að
þeim nýtist verkin og viðvikin, greinarnar og bækurnar, í
framganginum.“
Einn maður eitt hugarfar
„Ég hafði í raun og vem aldrei hugsað það til enda á
neinum fyrri tímamótum hvort ég vildi verða kennari eða
ekki að öðm leyti en því að ég hafði áhuga á viðfangsefninu
sem ég var að fást við og það leiddi mig út í kennslu. Mér
þótti kennsla alltaf erftð því hún er þess eðlis að hún
gleypir mann allan. Ef kennsla er tekin á þann hátt sem
eiginlegur háskólakennari hlýtur að taka kennslu sem hluta
af sinni eigin leit að sannleikanum, þá
hertekur hún mann. Þá er sama hvort
hann hefur tvo tíma á viku eða fleiri,
tíminn er alltaf notaður upp til agna í
þágu viðfangsefnisins, óháð því hvað
kennslustundimar eru margar, vegna
þess að þetta leggur hugarfarið undir sig.
Einn maður á ekki til í eigu sinni nema
eitt hugarfar - og eina starfsævi - sem
hann verður að hafa allt í. Það fór nú á
endanum svo að mér líkaði ágætlega.
Þetta gerði mér fært að lifa því lífi sem
margir mundu kalla ónytjungslíf þess
sem aldrei fann í sjálfum sér stundir
til að hagnýta „kerfíð“ að verulegu
marki.“
Úr borginni til ystu stranda
Eins og fyrr hefur komið fram
festi Davíð nýlega kaup á jörðinni
Broddadalsá 1 í Broddaneshreppi á
Ströndum. Davíð ætlar að nýta jörðina
til að skemmta sér við fróðlegar tilraunir
eins og að rækta bygg og koma til
æðarvarpi.
„Þegar ég vissi það einhvem síðasta
daginn í nóvember fyrir rúmu ári, að
ég yrði að hætta kennslu af heilsu-
farsástæðum, kont það ekki illa við
mig.
Jarðaráhugi hefur alltaf vaknað annað
slagið, þar með líka ræktaráhuga. Áhugi á
ræktun er líklega seintilkomið hugarsmit
frá vissum aðilum í upprunanum eins
og til dæmis Ingólft föðurbróður mínum
sent var grasafræðingur og föðurafa,
Davíð Sigurðssyni frá Reistará og Stóru-
Hámundarstöðum. Hann var jurta-, plöntu- og eggjasafnari
og átti egg nánast allra villtra fugla í landinu. Hann lifði
meðan ég var barn og er mér minnisstæður.
Ég er kannski eins og hver annar misheppnaður einstak-
lingur í þessum heimi að hafa haft tilhneigingu til þess
að láta mig langa til vissra hluta sem ég hef ekki alltaf átt
kost á. Þetta var eiginlega gamall draumur að eignast jörð.
Það spillir ekki heldur til að ég má til að hafa nóg bjástur,
annars yrði ég sennilega skammlífur. Og mér leiðist ekki
að lifa.”
Byggtilraunir og perúsk lamadýr
Davíð segist aðspurður hafa valið Strandir þar sem hann
vildi sjá til sjávar, þykir sjórinn merkilegur og þá sérstaklega
íjaran.
„Ég ætla mér allt mögulegt héma, ég get vel hugsað
mér að nýta þessa jörð til ýmissa tilrauna en er að vísu
skuldbundinn til að hafa ekki sauðfé næstu tvö árin. Meðan
Kolhirinn hvíti. Davíð útskrifaðist frá
Menntaskólanum á Akureyri vorið
1956.
Háskólamaður í heimsókn tir
útlöndum um 1970. Hjá foreldrum
sínum í Lögbergsgötu á Akureyri.
Heima er bezt 443