Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2005, Qupperneq 14

Heima er bezt - 01.11.2005, Qupperneq 14
allra þeirra sjálfboðaliða sem með þeim starfa. En það þarf að gera meira og það er ekkert vafamál að eftir því sem fleiri vita um ABC barnahjálpina og hvemig hún er byggð upp og rekin, eiga eftir að bætast í hópinn fjöldi inanna og kvenna um land allt. A skrifstofunni í Síðumúla 29 er allt þaulskipulagt og þar vinnur eini maðurinn sem er á launum, Auðunn Snævar Olafsson. Auðunn Snævar fór nýverið til Bretlands til þess að kynna starfið og vinna að undirbúningi þess að Bretar taki þátt í ABC bamahjálpinni. HVERNIC BYRJAÐI PETTA ALLT? Konan, sem hefur borðið þung- an af starfmu, heitir Guðrún Marg- rét. Hún er fædd og uppalin í Reykjavík, gekk í Isaksskóla, síðan í Æfingardeild Kennaraskólans, Hlíða- skóla, Vörðuskóla, MH og nam í hjúkrunarfræði í HI. Hvað kemur til að kona frá Islandi fær slíkan brennandi áhuga á að hjálpa nauðstöddum bömum út í heimi? „Ævintýrið byrjaði með því að ég fór ein í hnattferð árið 1985 - 1986. Það var áður en við Hannes hittumst. Ég hafði ekki annað markmið með ferðinni en að breyta til og sjá mig um í heiminum. í ferðinni sá ég mikla fátækt og eymd og við mér blasti hvað mikið er til af ólæsu fólki í veröldinni. Ég fór heim til íslands með þá ákvörðun að safna peningum og vera eins stutt heima og ég gæti. Fara síðan til E1 Salvador, Nicaragua og kenna fólki þar að lesa og þá sérstaklega börnunum. Að vera ólæs er eins og ákveðin fötlun og þeir sem þannig eru staddir eiga sér litla von. Ég var ekki búin aö vera nema viku á íslandi eftir ferðina, þegar ég kynntist manninum mínum. Það virtist strax liggja í loftinu að það yrði eitthvað úr þessu og þaó setti svo sannarlega strik í reikninginn. Ég hélt að mér væri ætlað að vera úti og vinna þar að hjálparstörfum. Ég gat ekki með neinu móti ráðið í það hvað ég ætti að gera. Ég bað Guð um að hjálpa mér Heimalningar á eftirlitsferð. að fá svar við spumingu minni. Ég tók þrjá tíkalla og þrjár krónur og sagði að ef fiskurinn kæmi upp þá færi ég út. Ég lokaði augunum og hristi alla peningana og lét þá falla á borðið, enginn fiskur kom upp. Þá vissi ég að ég ætti að starfa hér heima. Ég vissi bara ekki hvernig ég ætti að bera mig að. Svo gifti ég mig og við eigum fjögur yndisleg börn í dag . En ég var alltaf að hugsa um örbirgðina og ólæsið í heiminum. Ég vissi ekki hvað ég gat gert á Islandi með þessa hugsjón, sem varla yfirgaf mig neinn dag. Svo var það einu sinni að bróðir minn Halldór, og Georg OlafurTryggvarson, fengu þá hugmynd að gefa út disk með kristilegri tónlist til styrktar hjálparstarfi. Ég var spurð hvort ég væri til í að vera með í þessu. Ég hélt það nú. Við kölluðum fleiri til og mynduðum stjórn, tókum til starfa og með það var framtíð mín ráðin varðandi starf. Starfið var byggt upp sem sjálfboðaliðastarf og ég hef alla tíð verið í sjálfboðavinnu við það. Ég er sú eina sem er eftir af hópnum sem stofnuðum fyrstu stjómina.” Guðrún segir að það hafi ekki gengið eins vel með diskinn og vonast var eftir og þess vegna ekki gefnir út fleiri. Það voru farnar aðrar leiðir til þess að ijármagna starfið og byrjað á að gera kennsluverkefni fyrir fullorðna í Mexikó og síðan á Fílabeinsströndinni. A þeim stöðum er mikið ólæsi fullorðinna. Þar á eftir var farið að styrkja fyrstu börnin til náms. Næst var farið af stað með söfnun á kristilegri útvarpsstöð og selt konfekt. Fyrir þá peninga var byggt fyrsta heimilið fyrir munaðarlaus böm í Kambódíu. Söfnunin, Börn hjálpa bömum, hefur verið árlegt verkefni í samvinnu við grunnskólana. Nemendur hafa gengið með bauka í hús og safnað fé. Einnig hafa nemendur í tónlistaskólum gengist fyrir tónleikahaldi. Það hefur safnaðist drjúgur peningur í gegnum þessar safnanir og hefur féð verið notað til þess að byggja heimili og skóla fyrir munaðarlaus og fátæk böm á Indlandi og í Uganda. 446 Heima er bezt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.