Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2005, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.11.2005, Blaðsíða 17
Auðunn Snævar skrifstofustjóri. búa nú 2000 börn og á E1 Shaddai barnaheimilinu eru tæplega 200 börn. Forstöðumaður á Heimili litlu ljósanna er Samuel Motupalli. Á því heimili starfar með honum bæði gott og fært fólk, sem hefur tilfinningu fyrir þörfum allra á heimilinu. Núna er verið að vinna að því að koma upp meira starti í Pakistan. Þórunn Helgadóttir, stjórnarmaður og kynningarfulltrúi hjá ABC, sem var þar í sumar, segir að þar ríki mikil örvænting. ABC barnahjálp hefur einnig byggt barnaheimili í Kambódíu, byggt skólahús fyrir forskóla, barnaskóla og hluta af unglingaskóla í Uganda, stofnað heimili fyrir götubörn í Chennai á Indlandi, auk mikillar uppbyggingar á heimili litlu ljósanna. Gaman er að geta þess að tvö hundruð elstu börnin af Heimili litli ljósanna eru nú komin í vinnu eða á samning hjá meistara. Þeir sem starfa við ABC barna-hjálpina vita að þeir geta ekki hjálpað öllum heiminum en gleðjast yjir hverjum og einum sem hœgt er að fœra aðstoð. Bandaríska einkaleyfsskrifstofan. Einkaleyfi á eilífðarvél Margir menn hafa á ýmsum tímum glímt við það viðfangsefni að smíða eilífðarvél - tæki sem gengur eða snýst óslitið án þess að fá til þess orku utan frá. Nú er raunar ljóst orðið að slíkt tól samrýmist ekki náttúruöflunum eins og við þykjumst þekkja þau. Einkaleyfaskrifstofur ýmissa landa hafa hafnað fjölda umsókna sem fela í sér slíka eilífðarorkuframleiðslu. Árið 1911 virðist hafa verið óvenjufrjótt ár fyrir eilífðarvélahönnuði, í það minnsta sá Bandaríska einkaleyfaskrifstofan (US Patent Office) það ár ástæðu til að tilkynna að ekki þýddi að sækja um skráningu uppfinninga á þessu sviði nema að baki væri maskína sem hefði gengið í heilt ár. Ekki eru allir samt af baki dottnir, því svo seint sem 1990 féll dómur - einkaleyfaskrifstofunni í hag - í máli uppfmningamannsins Joe Newman, eftir að stofan hafði hafnað umsókn hans um einkaleyfi á eilífðarvél. Enn síðar, eða 1. nóvember sl., samþykkti skrifstofan einkaleyfi (númerið er 6.960.975, ef einhver vildi kynna sér málið nánar) fyrir vél til að knýja geimfar með hjálp ofurleióandi hlífar sem breyta á sveigju tímarúmsins hið næsta farinu og vinna með því gegn áhrifum þyngdarkraftsins. Höfundur uppfinn- ingarinnar og leyfishafi er Boris Volfson frá Huntington í Indiana. Hann styðst við kenningu rússnesks eðlisfræðings, Eugene Podkletnov, í þá veru að hægt sé að hemja þyngdarkraftinn með ofurleiðurum, sem NASA sýndi um skeið áhuga en ekki lengur. Allt væri þetta gott og blessað ef fræðimenn hefðu ekki bent á að þetta tæki, ef starfhæft væri, hlyti að teljast eilífðarvél. Telja sumir, að starfsmenn patentskrifstofunnar hafi orðið sér verulega til skammar, en aðrir telja þeim til vorkunnar að vegir kennilegrar eðlisfræði séu stundum hálir og von að einhverjum verði þar fótaskortur. Auk þess er bent á, að einkaleyfið muni reynast ónothæft, og sé því enginn skaði skeður. Órnótfur Thorhcius tóksaman eftir pistli í Nature 10. nóv. 2005. hls. 139: „Antigravity craft slips past patent offtcers ", eftir Philip Balt. Heima er bezt 449
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.