Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2005, Side 18

Heima er bezt - 01.11.2005, Side 18
Auðunn Bragi Sveinsson * ~ f- A. Éil Minnisstæð GONGUFERÐ 1934 Faðir minn hafði kvatt okkur á hafskipabryggjunni á Skaga- strönd og var farinn um borö í skipiö, sem flytja skyldi hann til Reykjavíkur. En rétt í þann mund, að hann er kominn um borð í skipið, kemur hann auga á eld mikinn í landi og fékk ekki betur séð en að kviknað væri í húsinu Móum, sem við bjuggum í. Hann tekur sér far með síðasta uppskipunarbátnum í land, því að hafnargerð, sem unnió var að áður, var ekki enn lokið. Þegar hann kom í land, var eldur orðinn magnaður í húsinu, sem við bjuggum í. Tók hann þá til, ásamt mörgum, aö bjarga því, sem bjargað varð. Nú var ekki um það að ræða að fá sér annað húsnæði á staðnum. Heldur var takmarkaður áhugi á slíku. Liðu nú nokkrir dagar. Við héldum til hjá kunningjafólki í þorpinu, og undirbúin var brottför. För föður míns til Reykjavíkur hafði aðeins tafist. Nú var lagt af staó gangandi fram Skagaströnd. Bruninn var 9. nóvember, og var nú kominn miður sá mánuöur, er viö lögðum af stað. Skammdegi komið og allra veðra von. Við áttum ekki langa dagleið fyrst, eða að Hafursstöðum (Hafsstöðum). Þar báðumst við gistingar hjá hjónunum Eysteini Bjömssyni og Guörúnu Gestsdóttur. Börn þeirra vom þá öll heima, en þau voru allmörg. Aður en haldið var í háttinn, renndum við okkur á sleðum niður brekkumar þama. Hanstið 1934 róó faðir minnför frú Skagaströnd til Reykjavíkur. Aðalerindið var að koma út Ijóðabók eftir sig á komandi vetri. Hann Imgðist skilja okkur systkinin tvö eftir í öruggum höndum móður okkar um óákveðinn tíma. Hann þóttist vita, að hún mundi spjara sig með heimi/iö, þó að vandséð sé, á hverju við hefðum átt að lifa allan veturinn, því að ekki var gert ráðfyrir að húnynni neitt utan heimilis, enda ekki um neina atvinnu að rœða, að því er best verður séð. Smávegis snjór var kominn. Ekki spillti, að tunglsskin var á. Þetta var heilmikið ævintýri fyrir okkur. Foreldrar mínir þekktu þessi hjón mæta vel. Við Gestur, sonur hjónanna (síðar lögfræðingur), renndum okkur á sama sleðanum. Við vorum sem sagt aö heíja nokkra för. Akveðið var, áður en haldið var að heiman frá Skagaströnd, að systur minni, Þóru Kristínu, 8 ára, yrði komið fyrir næsta vetur að Björnólfsstöðum í Langadal, en ég fylgdi hins vegar móöur minni norður að Lambanesi í Fljótum, þar sem Anna Guðmundsdóttir, móðursystir mín, bjó ásamt manni sínum, Gunnlaugi Kristjánssyni. Næstu nótt gistum við á bænum Svangrund á Bökkum, skammt frá Blönduósi. Þar bjuggu þá hjónin, Valdimar Kristjánsson og Magnúsína Magnúsdóttir. Höfðu áður búið á Kirkjuskarði á Laxárdal í fáein ár, nágrannar okkar, þegar við bjuggum á bænum Sneis. Vorum því vel kunnug. Magnúsína vaggaöi ungri dóttur þeirra hjóna. Hún giftist Guðlaugi Gíslasyni frá Skagaströnd. Er sonur þeirra Magnús Valdimar, myndlistannaður eða grafiskur hönnuður. Honum kenndi ég í Lýðháskólanum Skálholti, veturinn 1972-73. Næsta dag fylgdum við föður okkar til skips á Blönduósi, sem 450 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.