Heima er bezt - 01.11.2005, Blaðsíða 38
ástand hans. Auk þess var hesturinn blindur á hægra auga
og vætlaði vökvi úr tóftinni og þeim leifum af auganu,
sem eftir var. Reyndi hann af veikum mætti að verja sig
íyrir manninum, þegar komið var þegjandi að blindu
hliðinni og seilst í hökuskeggið. Brá hann þá eins hart
við og kraftar leyfðu, til að slá með báðum afturfótum,
lét annars duga vinstri afturfót ef hitt heppnaðist ekki.
Þegar tókst að komast að honum án þess að fá högg í
þessu ástandi, þurfti að slá mélinu á beislinu upp í hann,
svo fast beit hann tönnunum saman. Þrátt fyrir þetta
allt komst Jarpur alla leið og má segja að það hafi verið
þrekvirki af hans hálfu.
Ekki var mögulegt að ætla klámum að vera á útigangi
um veturinn, eins og ástand hans var. Hann var því
fljótlega tekinn á hús og reynt að koma á hann holdum,
sem tókst. Vom reiðhestar okkar feðga hafðir með honum.
Lengi vel hélt hann uppteknum hætti með að verja sig
fyrir manninum, ef komið var í námunda við hann, þó
ekki væri reynt að ná honum eða beisla. Var sami háttur
hafður á við Jarp og aðrar skepnur á heimilinu, að tala við
þær með nafni. Það hafði þau áhrif að smám saman lagði
hann það af að verja sig með höggi íyrir heimilisfólkinu,
svo óhætt var að koma að blindu hliðinni, óhikað, og
beisla hann. Hann hætti líka að bíta tönnum saman af
slíku afli sem hann gerði áður, þó af veikum mætti væri.
En varasamur var hann alla tíð gagnvart ókunnugum. Þá
vora gamlir taktar í algleymingi, en betri aðstæður til að
nota þá.
Ekki hafði Jarpur mikla krafta til að státa af, eftir þær
hörmungar sem fyrr er líst og hlífði sér fremur við drátt,
þar sem aðstæður voru erfiðar. En þegar fram í sótti fór
hann að þjóna húsbændum sínum af meiri krafti. Þegar
erfiðast var, var honum hjálpað eftir föngum, ýmist
með því að ýta á eða toga í með honum. Eftir slík átök
titraði hann allur og skalf eins og strá í vindi. Fékk hann
þá jafnan að stoppa og jafna sig aðeins, þó ekki væri
hann spenntur frá ækinu. Var þá oft stungið upp í hann
einhverju matarkyns, sem hann kunni greinilega vel að
meta. Eftir svona stopp fór Jarpur ævinlega sjálfur af
stað, því ekki voru stoppin of löng hjá honum.
Er frá leið og hann komst í meira jafnvægi, kom það
æði oft fyrir að hann lagði hausinn eða vangann á öxl
þess, sem var að ná í hann til brúkunar, og lygndi þá heila
auganu aftur.
Þó að við feðgar hefðum vissar grunsemdir uppi um
það, hvernig á þessu ástandi Jarps var háttað í upphafí,
var það látið liggja óbætt hjá garði, af okkar hálfu.
Að lokum skal þess getið, að þegar Jarpur var felldur,
þá orðinn lúinn, enda um 14-16 vetra, en tvö síðustu
árin fékk hann að ráða sér að mestu sjálfur, var honum
tekin gröf á hóli einum í túninu á Krossi, við hlið tveggja
reiðhesta föður míns.
Leikendur sitja í hring og spyr hver maður sessunaut
sinn til hægri: „Til hvers er ég best hæfur?“ En sessunaut
sinn til vinstri spyr hann: „Hvers vegna?“ Báðir hvísla
svörunum í eyru honum, án þess aðrir heyri. Þegar allir
hafa skipst á spurningum og svörum, birtir hver einstakur
svör þau er hann hefur fengið, og geta þau hittst meira og
minna einkennilega á.
Einn segir ef til vill: „Eg er best hæfur til að vera
ráðherra, - af því að ég er svo latur.“ Annar: „Ég get
helst verið bílstjóri, - af því að ég er litblindur.“ Þriðji:
„Ég væri ágætur forstjóri, - vegna þess að ég er svo
guðhæddur.“ Fjórði: „Ég er bestur í lögregluþjónsstöðu,
- vegna þess að mér þykir skolli gott í staupinu,“ o. s. frv.,
o. s. frv.
Á ferðalagi
Leikendurnir sitja í hring. Stjómandinn rís upp og
vekur athygli manna á því að þau séu nú öll að leggja
af stað til Reykjavíkur, Akureyrar eða einhvers annars
staðar. Hann biður nú hvem einstakan að nefna einhvem
einn hlut, lifandi eða dauðan, sem hann hafi meðferðis á
ferðalagi þessu. Verða þeir, sem spurðir eru, að leysa úr
því samstundis.
Því næst spyr stjórnandinn þann fyrsta: „Hvað ætlar
þú að gera með þetta í Reykjavík?“ Hinn á að svara með
heilli setningu og nefna í henni það sem hann ætlar sér
að hafa meðferðis. Allir hinir verða síðan, um leið og þeir
eru spurðir, að endurtaka þessa sömu setningu, en skjóta
þó sínum hlut inn í.
Dæmi 1:
Sá fyrsti ætlar að hafa bílinn sinn, annar sparibuxumar
sínar, þriðji tengdamóður sína. Sá fyrsti svarar auðvitað:
„Ég ætla að aka bílnum mínum.“ Annar: „Ég ætla að
aka sparibuxunum mínum.“ Þriðji: „Ég ætla að aka
tengdamóður minni.“
Dæmi 2:
A ætlar að hafa með sér peninga og segir: „Ég ætla að
leggja peningana mína inn í banka í Reykjavík.“ B: „Ég
ætla að leggja hundinn minn inn í banka í Reykjavík.“
C: „Ég ætla að leggja kærustuna mína inn í banka í
Reykjavík,“ o. s. frv.
Til þess aó leikurinn geti orðið skemmtilegur, verða
470 Heimaerbezt