Heima er bezt - 01.11.2005, Page 46
• •
Ollum ber saman um að það hafi verið Jón Arason
síðar biskup á Hólum, sem átti frumkvæðið að
því að fá hingað til lands prentsmiðju og lærðan
prentara. Jón Arason fæddist á Grýtu í Eyjafírði árið
1484. Lærði klerkleg fræði í klaustrinu á Munkaþverá.
Var prestur bæði austur í Þingeyjarsýslu og Hrafnagili í
Eyjafirði. Fluttist í Hóla í Hjaltadal árið 1520 og tók fyrst
við umsjá Hólastóls og síðar biskup um 1525.
Það mun hafa verið Sigurður, sonur Jóns biskups, sem
sá um að útvega fyrstu prenstmiðjuna til landsins og flutti
hana til Hóla að frumkvæði Jóns kringum 1530.
Jón Ólafsson Grunnvíkingur telur að prentsmiðjan hafi
komið hingað fyrst árið 1523, en á öðrum stað segir hann
það hafa verið á árunum 1530-1532.
Jón Arason átti og frumkvæðið að því, eins og fyrr
greinir, að fá hingað til lands lærðan prentara. Nefndist
hann Jón Matthíasson og var frá Svíþjóð og var eitthvað
lærður í prentiðn. Almennt er talið að hann hafi komið
hingað um 1534 og verið á Hólum fyrst í stað. Þar er
talið að fyrsta bókin hafi verið prentuð sem vitað er um
með vissu. Nefndist hún Brefearium Hóllense, sem mun
hafa verið prentuð eftir bók sem nefndist Brevearium
Nidoriense. Þessi bók er talin hafa lcomið út 1. Maí, 1534.
Öllum ber saman um, að það sé eina bókin sem prentuð
var hér á landi fyrir siðaskipti.
Fljótlega mun Jón biskup hafa veitt Jóni Matthíassyni
sem var prestlærður, Breiðabólsstað í Vesturhópi, en
ártalið er ekki öruggt. Það þótti eitt af bestu prestaköllum
Norðanlands á þeim tíma. Talið er að Jón hafi verið
prestur þar til dauðadags árið 1567 og haft prentsmiðjuna
þangað með sér frá Hólum og hún hafi verið eign hans
sjálfs fyrst í stað. Ekki er mér kunnugt um að bækur hafi
verið prentaðar á Breiðabólsstað, fyrr en eftir að Ólafur
Hjaltason var orðinn biskup á Hólum. Hann varð sem
kunnugt er, fyrsti lúterski biskupinn Norðanlands og tók
við embætti árið 1551. Að hans tilhlutan voru prentaðar
tvær til þrjár bækur. Nefndist hin fyrsta Passio Antónius
Corvinus, talin prentuð árið 1559. Þá konr Cathecismus
og þriðja bókin mun hafa verið Guðspjallabók eftir Ólaf
Hjaltason biskup prentuð árið 1562.
Skömmu áóur en Jón Matthíasson lést, mun sonur hans
Jón hafa tekið við prentverkinu á Breiðabólsstað af föður
sínum. Hann var lærður í prentiðn, annað hvort hér heima
eða erlendis. Jón yngri var á Breiðabólsstað til ársins
1572, en fluttist þá í Hóla með prentsmiðjuna og hóf að
prenta bækur þar. Þá var Guðbrandur Þorláksson orðinn
biskup á Hólum, sem kunnugt er, en áður var hann prestur
á Breiðabólsstað, eftir að Jón Matthíasson lést. Um 1587
átti Guðbrandur biskup prentsmiðjuna einn og kostaði
hann að mestu prentun bóka sinna upp frá því.
Eins og flestum mun kunnugt, þá stóð Guðbrandur
biskup fyrir miklu prentverki og bókaútgáfu um sína
daga. Nokkurn styrk félck hann frá konungi til þessa, og
5. marz 1578 gaf konungur út tilskipun um að Jón Jónson
prentari fengi til ábúðar afgjaldalaust konungsjörðina
Núpufell innarlega í Eyjafirði. Það skilyrði var sett af
hálfu konungs að Jón prentaði á Núpufelli þær bækur,
sem biskup óskaði. Var Núpufell lengi síðan ábýlisjörð
prentara Hólabiskups og samkvæmt konungsbréfí 22.
apríl 1635 var þessi afgjaldalausa ábúð á Núpufelli enn
endurnýjuð. Eins og fyrr segir var prentsmiðjan flutt í
Hóla árið 1572 og þar var hún til ársins 1589, en það ár
mun hún hafa verið flutt í Núpufell í fyrsta skipti, enda
þótt konungur heimilaði prentaranum að búa þar löngu
fyrr. Sannanlegt er að, prentsmiðjan var á Hólum í
ársbyrjun árið 1589, því þá var Sálmabókin prentuð þar,
en síðar á árinu var hún flutt til Núpufells. Fyrsta bókin
var prentuð á Núpufelli árið 1589 og nefnist Summaria
yfir Nýja-Testamenti eftir einhvern Theodorus.
Arngrímur lærði kemst að þeirri niðurstöðu að
prentsmiðjan hafí verið á Núpufelli frá árinu 1589 til
1593 eða 94. Jón Jónsson bjó þar á þessum árum eins og
fyrr segir og sannaðist prentun bóka þar. Arið 1594 var
prentverkið aftur flutt í Hóla og mun Guðbrandur biskup
hafa keypt hlut Jóns í því. Eftir það mun það aldrei aftur
hafa verið flutt til Núpufells.
Flestum ber saman um, að aldrei hafí verið prentaðar
nema þrjár til fjórar bækur á Núpufelli í allt. Búið er að
nefna Summriu yfír Nýja-Testamentið er var prentuð árið
1589, en tveimur árum síðar var prentuð Summariia yfír
Gamla-Testamenti. Talið er líklegt að tvær aðrar bækur
hafí verið prentaðar á Núpufelli á þessum árum, önnur
bókin mun hafa verið Lögbók, en hin nefndist Apologi,
lítill bæklingur, og er Guðbrandur biskup sagður vera
höfundur hans. Telja verður ólíklegt að fleiri bækur hafí
verið prentaðar á Núpufelli.
Jón Jónsson var þessi ár að mestu leyti á Núpufelli, en
jafnvel er talið að nær daglegar feróir hafí verið inilli Hóla
og Núpufells með letur og prófarkir á meðan verið var
að prenta þessar bækur. Erfítt er að geta sér til um, hvers
vegna prentsmiðjunni var valinn staður um tíma svo langt
frá biskupssetrinu, þar sem höfuðstöðvar prentverksins og
bókaútgáfunnar var um mörg ár.
Sumir telja reyndar að prentsmiðjurnar hafí verið tvær,
á sínum hvorum staðnum. Þetta er þó erfítt að sannreyna,
og verður að telja fremur ólíklegt. Benda má á, að ekki
er sjáanlegur neinn munur á letri á þeim bókum er
sannanlegt er að voru prentaðar á Hólum og Núpufelli á
þessum árum. Niðurstaðan verður því sú, að prentsmiðjan
hafí verið ein og flutt í Núpufell frá Hólum og verið þar í
mjög skamman tíma.
Núpufell í Eyjafírði kemur því harla lítið við sögu á
fyrstu áratugum prentaldar hér á Islandi, og þessi bær
kemur ekki inn í prentsöguna fýrr en mörgum áratugum
eftir að fyrst var farið að prenta bækur hér á landi.
478 Heimaerbezt