Heima er bezt - 01.11.2005, Síða 52

Heima er bezt - 01.11.2005, Síða 52
Halldóra Bjarnadóttir. ég aura til að kaupa mér eitthvað af þeim dásemdum sem bakaríð hafði á boðstólum, en það var ekki daglegur viðburður. Fyrir helgarnar fór faðir minn og gerði innkaupin eða amma pantaði í gegnum síma og fékk sent heim. Þegar ég man fyrst eftir var ekki sími í húsinu en hann kom fljótlega. Bróðir minn Ingólfur, sem var nokkrum árum eldri en ég kom stundum í heimsókn. Faðir minn átti hann með konu sem heitir Jóhanna Friðriksdóttir og býr á Isafirði. Það var alltaf kært með okkur Ingólfi en hann lést langt um aldur fram árið 1997. Börn hans eru öll mjög mannvænlegt fólk og ég hef talsvert samband vió þau og Ingibjörgu Ottósdóttur mákonu mína. Það var mikill samgangur við frændfólk mitt. Pabbi átti eina systur, sem bjó í Keflavík. Hún hét Valgeróur og til hennar kom ég oft. Tvær systur hans bjuggu í Reykjavík og gefur auga leið að minni samgangur var við þær. Hann átti líka nokkra bræður og einn þeirra, Grímur, fór til Kanada. Hann giftist þar og átti nokkur börn. Tvær frænkur átti ég í Keflavík, Sigríði og Ölmu Sigurðardætur en Sigurður var sonur ömmu og bróðir pabba. Sigga og Alma voru talsvert eldri, en ég hafði af þeim mikinn stuðning og hélst vinskapur með okkur á meðan þær voru á lífi. Eg hafði meira samband við Siggu en hún ólst mikið upp hjá ömmu okkar. Alma og Magnús, maður hennar, keyptu þann endann á húsinu Aðalgötu 23, sem pabbi hafði leigt út.“ Gréta og Halldóra. Hvaða leikir vorit vinsœlastir hjá þér? Halldóra vann lengi við hjúkrun. Halldóra á námsárum í Kaupmannahöfn. fengust ekki á íslandi. Ég átt líka dágott safn af dúkkulísum, sem áttu mikið af glæsifatnaöi úr bréfi. Ég dundaði mér mikið með dúkkulísumar mínar og geymdi þær í pappakassa undir rúminu mínu.“ „Við krakkarnir fómm í ýmsa leiki eins og hornabolta, eyjuleik og eitt par fram fyrir ekkjumann og svo mætti lengi telja. Einnig fórum við mikið í boltaleiki og ég gat t.d. kastað þremur boltum í einu. Ég átti mikið af dóti og fékk mikið I jóla- og afmælisgjafir. Það má kannski segja að uppistaðan í dótinu hafi verið dúkkur, sem flestar voru með tuskubúk. Ég lék mér mikið með dúkkurnar og átti handa þeim rúm og rauðan trévagn með rósum á hliðunum. Ein stelpan í vinahópnum fékk vagn sem var eins og bamavagn, bara minni. Þessi vagn vakti verðskuldaóa athygli og viö stelpurnar vildlim allar eiga eins vagn. Hann var keyptur í útlöndum, svona gersemar Sumariö, þegar ég varð níu ára „Þetta sumar var viðburóaríkt í líti mínu. Það byrjaói þannig að amma varð lasin, fékk miklar blóðnasir sem erfítt var að stoppa. Þá fór hún að finna fyrir vanmætti og treysti sér ekki til að hafa mig lengur hjá sér. Um mitt sumar komu tvær systur Kjartans afa I Leirunni, þær Halldóra og Agústa. Þannig stóð á ferðum þeirra að Alþýðuflokkurinn hafði farið I rútuferðalag um Suðurnes. í þá daga þótti það heilmikið ferðalag. Ágústa bjó á þessum tíma vestur á Suðureyri við Súgandatjörð. Maður hennar var Guðjón Jóhannsson skó- og bátasmiður. Ágústa hafði komið til Reykjavíkur að leita sér lækninga 484 Heima er bezt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.