Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2005, Qupperneq 54

Heima er bezt - 01.11.2005, Qupperneq 54
Líóur að kvöldi. Agústa systir Halldóru og maður hennar Guðjón Jóhannsson skó - og bátasmiður. Myndin tekin á heimili þeirra, Sœbóli í Fossvogi. með kolakyntum þvottapotti, lítil geymsla, herbergi fyrir hænsnin og út úr því var lúga svo að hænsnin komust út í girðinguna sína þegar gott var veóur. Einnig var lítil kompa fyrir útungunarvél og geymsla, þar sem fóðurtunnurnar voru geymdar. Lítil kompa var fyrir kartöflur og aöra garóávexti. Eg man að hænurnar voru sjötíu, kýmar þrjár og tveir kálfar. I fremsta herberginu á hæðinni var Elalldóra með verslun. Þar fengust tilbúin barnaföt, talsvert af álnavöru og flest til sauma. Einnig garn, band og prjónar. Þessi litla verslun þjónaði hverfisbúum, þannig að ekki þurfti alltaf að hendast í bæinn eftir öllu sem þurfti til sauma. Fyrir sunnan húsið var blómagarður með mikið af íjölærum blómum og á vorin voru settar niður stjúpur og morgunfrúr. Þar var einnig stór matjurtagarður. Þar ræktaði llalldóra kartöflur, rófur, radísur, gulrætur og margar tegundir af káli. A haustin var uppskeran seld, nema þaó sem þurfti fyrir heimilið. Það var heilmikil vinna aö setja niður kartöflurnar á vorin og sá fyrir grænmetinu. Þaö var líka mikil og leiðinleg vinna að reita arfann á sumrin, svo að hann kæfði ekki matjurtirnar. Seinnipart vetrar var sáö í vermireiti og síðan var plöntum plantað í garðinn aö vori. Þegar ég kom til Halldóru voru braggabyggingar víða í kring, þó að allir hermenn væru famir. Skammt frá var Shelbykampur og annar kampur norðar, sem ég man elcki hvað hét. Búið var að rífa nokkra bragga, sem höfðu staðið stutt frá húsinu okkar og við krakkarnir lékum okkur mikið á grunninum, sem var steyptur. Margt ágætt fólk bjó í bröggunum en þar var líka misjafn sauður í mörgu fé. I sumum þeirra var óskapleg óregla. Ekki langt frá Sogabletti 9 var lítið hús eða kofí. Þangað var okkur krökkunum harðbannað að fara og vegna þess var það spennandi. I kofanum bjó fræg ógæfukona, afar drykkfeld og safnaðist að henni alls konar lýður. Hún gat verið mjög ill og vandaði okkur krökkunum ekki kveðjurnar. Það kom fyrir að hún kom út úr kofanum lítið klædd og stundum var hún ekki í neinni spjör. Eldri og kjarkmeiri krakkar í hverfínu áttu það til að henda grjóti í kofann. Þegar ég kom á Sogablett 9, var búió að negla fyrir alla glugga á kofanum hennar.“ Hvar var heyjaó handa kúnum? „Það voru tún alla leið inn í Blesugróf. Eitt og eitt hús var á stangli á þessum túnum. Þarna var heyjað. Ég held að Halldóra hafí fengið mann til þess að slá, en hún rakaði og þurrkaði heyið sjálf. Ég var svolítið að snúa heyinu með henni. Nálægt þessum túnum var beitiland fyrir kýrnar. Á þessum tíma var dálítil byggð í Blesugróf, mest kofar. Það hefur orðið mikil breyting á. Á Hjalla við Sogaveg bjó Helga Larsen. Hún var með mikið hænsnabú og garðrækt. Helga byggði sér síðan nýbýli á Engi, nokkru fyrir ofan bæinn Grafarholt. Hún var ekkja og óvenjulega dugleg og mikil hestakona. Sonur hennar er Iistamaóurinn Ketill Larsen og svo átti hún líka dóttur, sem heitir Ingibjörg. Ég held að systkinin séu mjög dugleg eins og móðir þeirra. Ég fór oft í heimsókn til þeirra með Halldóru. Ofarlega við Tunguveg var býli sem hét Bjarnastaðir, þar bjó Björn Blöndal, maðurinn sem var frægur fyrir að leita aó bruggi hjá landsmönnum. Hann var oft að heiman en kona hans, Jóhanna, hugsaði um börn og bú. Þau áttu nokkra hesta. Úti í Réttarholti var fjölskyldan sem áttu mörgu dæturnar, þá var ekki búið að byggja verslunarhúsnæðið þar sem matvöruverslunin Réttarholt var lengi og síðan sælgætisverslunin Kúlan. í hinum enda hússins er núna Islandsbanki en þar var áður verslunin Burstafell.“ Hvar verslaði Halldóra matvöru, sem hún framleiddi ekki sjálf í sínu búi? „Það var lítil verslun á Sogabletti 14, ég man ekki hvort hún hét eitthvað. En hjónin sem áttu hana hétu Ólafur og Sigríður. Það var líka búð við Borgargerði með matvöru.“ 486 Heima er bezt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.