Heima er bezt - 01.11.2005, Síða 62

Heima er bezt - 01.11.2005, Síða 62
birtist í ritinu „Útvarpstíðindi“ og varð því mörgum kunnur. Alfreð Andrésson varð ekki gamall maður. Hann dó af slysförum á aðfangadag jóla 1955, aðeins 47 ára að aldri, en var búinn að gera sig ódauðlegan löngu fyrir þann tíma. Ómar Ragnarsson Lengi hefur Omar Þorfinnur Ragnarsson verið einn kunnasti skemmtikraftur þjóðarinnar. Eg hef kynnst Omari smávegis. Hann tók að skemmta innan við tvítugt, og nú er hann 64 ára. Hann hefur sem sagt skemmt í 45 ár. í seinni tíð er Ómar meira kunnur sem fréttamaður. Mér er minnistætt, hvar ég sá Ómar fyrst á sviði. Þaö var á móti Framsóknarmanna í Rangárvallasýslu, að Hvolsvelli. Þetta var í ágústmánuði 1963, og margt fólk var saman komið, í hinu rúmgóóa félagsheimili Hvoli, er tekið var í notkun sumarió 1960. Fljótlega bar á því, að ölvun var orðin mikil meðal fólksins, sem fengið hafói sér heldur betur í staupinu. Varð háreysti fljótlega yfirþyrmandi. Ræðumenn, sumir þjóðkunnir, fengu ekki hljóð vegna hávaðans. A þá var einfaldlega ekki hlustað. Sama gilti um þjóðkunna söngvara. I þeim heyrðist sama og ekkert vegna drykkjulátanna. Allt í einu var tilkynnt að maður að nafni Ómar Ragnarsson skemmti lýðnum. Hann birtist á sviðinu burstaklipptur, rauðhærður. Með því móti hugðist Ómar hamla myndun skallans, sem þá var þegar kontinn vel á veg. Það var auðséð í byrjun aó Ómar kunni á hljóðnemana. Hann beygði þá tvo saman, svo að þeir næmu betur hljóðið. Það var sýnilegt, að Ómar var enginn viðvaningur í skemmtanaiðnaðinum. Hann stóð rétt að þessu, drengurinn. Og loks kom að því, að Ómar hæfí upp raust sína. Fólk beið í ofvæni. Allir vildu heyra þennan unga mann, sem þá var tæplega 23 ára að aldri, og hafði kynnt sig rækilega gegnum útvarpið að undanfömu. Þá var enn nokkuð í að sjónvarpið tæki til starfa. Skyldi verða sami hávaðinn í fylliröftunum og meðan aðrir komu fram á þessum ágæta stað? Við því mátti svo sem vel búast, því að drykkjufólki virðist fátt vera heilagt. Nú kom Ómar fram á sviðið, albúinn að leggja í slaginn, og með undirleikara meira að segja. Hann söng meðal annars brag, sem hann hafði ort og íjallaði um Sigríði Jónsdóttur (Hesta-Siggu) og hestamennsku hennar. Nýlega hafði hún týnst uppi á há-öræfum og fundist loks eftir langa leit. Og nú gerðist það stórmerkilega, fyllibytturnar létu ekkert í sér heyra, en hlýddu stórhrifnar, líkt og aðrir, sem ófullir voru. Já, þetta gat enginn afrekað nema Ómar Ragnarsson. Hann söng um hestinn hennar Siggu, sem hún nefndi Ljóma, og gerði gömlu fjallakonunni upp orðin: Ég kýs með Ljóma að vera í krapahríð og snjó, en karlmenn vil ég ekki sjá, því Ljómi er mér nóg. Já, þetta var dálítið, sem hugurinn gleymir ekki svo glatt. Ómar er einstakur skemmtikraftur. Eitt sinn skemmti ég undirritaður á sama stað og Ómar, í Félagsheimili Fóstbræðra við Langholtsveg í Reykjavík. Var það á árshátíð starfsfólks Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins og gesta þess. Margt fólk var þarna saman komið. Ómar söng og hafði góðan undirleikara. Og kraftur var í karli. Mikla orku þarf til að koma fram opinberlega með svo afdrifaríkum hætti og þarna birtist. Meðal annars sem Ómar sýndi þama um leið og hann söng, var að gera grein fyrir því hvernig karlmenn hinna ýmsu þjóðema fara að því að biðja sér konu. Var kátlegt að sjá þá tilburði alla. Einn, sem Ómar líkti eftir, sveigði sig það aftur á bak, að óttast mátti, að hann steyptist aftur yfir sig þá og þegar. Einn hneigói sig það djúpt, að höfuð hans nálgaðist mjög jörðina. Og hljóðin, sem þessir menn áttu að gefa frá sér, verkuðu framandi á landann, sem þarna var að skemmta sér og naut dýrra veiga á sanngjörnum kjörum. Undirritaður söng frumortar vísur eða erindi, sem mælst var til, að ortar væru um leiðandi persónur hjá fyrirtækinu. Þarna hlaut forstjórinn, Höskuldur Jónsson, sinn skerf í formi tveggja stuttra erinda: Og höfðingjann okkar við hyllum í kvöld, hann Höskidd, sem Bakkusar eykur mjög völd. Og hygginn er drengur; það hefi égfrétt; í hannyrðaverslun, var áfengið sett. Annars var ekki ætlunin að telja upp allt það, sent ég gerói þarna. Muninum á þessum tveimur skemmtikröftum, mér og Ómari, verður best lýst með því að greina frá mun á launum þeim, er við hlutum fyrir framlag okkar. Ómar hlaut 8 stig, ég 1! Jón B. Gunnlaugsson Um skeið skemmti maður einn, sem ég kenndi í grunnskóla á Ólafsfirði á sínum tíma, þá nýútskrifaður kennari. Hann er látinn fyrir allmörgum árum, og varð aðeins 55 ára. Hann hét Jón Björgvin Gunnlaugsson og var einstaklega snjöll eftirherma. Man ég vel, er hann hermdi eftir Guðmundi Jónssyni, óperusöngvara, séra 494 Heima er bezt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.