Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2005, Page 71

Heima er bezt - 01.11.2005, Page 71
Teikning af Reykhólabœnum, gerð af Samúel Eggertssyni, en greinarhöfundur hélt i málbandið á móti honum, þegar hann mældi bæinn 1940. Þessi salernisaðstaða var eitt af þrennu sem gerði okkur lífið svo ömurlegt í Reykhólabænum, hin atriðin voru að sjálfsögðu kuldinn og myrkrið. Loftræsting Öll loftræsting var í sjálfu sér óþörf. Það voru innbyggðar aðstæður í bænum að hafa nægan trekk og oftast nóg af slíku. Allar hurðir lágu óþéttar að stöfum, eins og sagt er. Einangrun í framþiljum var engin eða lítilsháttar marhálmur, sem fyrir löngu var orðinn gagnslaus. Allir gluggar með einföldu gleri. Þeir gáfu okkur fagrar frostrósir á vetrum, sem uppbót á hið andsvala loft innanhúss. Uppi á svefnlofti var stokkur, senr stóð upp úr risinu og var hægt að opna hann með því að taka vöndul sem í hann var troðið. En í hlóðaeldhúsinu var vindskjól á reykstrompunum tveimur, sem hægt var að færa til eftir vindátt, svo að reyk trekkti betur upp úr strompi en slægi síður niður og legði inn um allan bæ. Svefnstaður Við sváfum í miðhluta bæjarins, dyraloftinu, auk þess voru tveir kvistir til hliðar, tengdir næstu rishæðum. Rúm stóðu beggja vegna undir portbyggðri súðinni. I öðrum kvistinum var einungis hægt að hafa flatsæng. Rúmstæðin voru það breið að tveir gátu sofið saman. Mjög algengt var að tvö börn eða unglingar svæfu saman. Rúmin voru styttri en nú er, ekki meir en 1.70 m á lengd. Blessaðar dúnsængumar voru vænar og ómetanlega hlýjar. I hveija sæng var sett a.m.k. 1 kg af æðardúni. Fiður var hatt í koddum, svæflum og undirdýnum, en neðst í rúmum var þurrt hey í strigaumbúðum. Þakleki I haustrigningum gat lekið úr þaksúðinni ofan í flest rúmstæðin. Þá lögðum við gæruskinn yflr sængina og Tómas Sigurgeirsson og Steimmn Hjálmarsdóttir, ábúendur á Reykhólum frá 1939, þar sem þau höfðu búsetu til œviloka. létum bleytuna renna fram á gólfið. Þar fyrir utan var svo kuldinn að vetrinum, sem allir urðu að þola, því upphitun að nóttu til var engin. Þilið á milli eldhússins og svefnloftsins var opnað, þannig að ein fjölin var ijarlægð, og við vorum þakklát fyrir hitann sem þaðan kom úr eldhúsinu á daginn. Frostaveturinn 1918 komst frostið þarna á svefnloftinu mest í 18 stig. Þá voru frosthörkurnar það miklar að manngengur ís náði alla leið út í Flatey á Breiðafírði. Klæðnaður Framan af æskuárum var ullarfatnaður fyrst og tremst, almennir vinnugallar sem nefndust samfestingar, en hlífðarfatnaður í regni voru helst olíukápur. Á stríðsárunum breyttist þetta, þegar gæruúlpurnar komu á markaðinn og vinnugallar, sem voru með hettu yfir höfuðið. Skóíatnaður var næstum eingöngu gúmmískór og vaðstígvél. Fá ár voru liðin frá því við vorum daglega á skinnskóm. Almennt var notað selskinn, nema leitaskórnir sem notaðir voru í haustleitirnar, þeir voru gerðir úr nauts- eða kýrleðri. Sauðskinnsskór voru mest Heima er bezt 503

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.