Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2005, Page 77

Heima er bezt - 01.11.2005, Page 77
Ég hyggst að þessu sinni birta ljóðið „Ég ann þér“, eftir Valdimar Hólm Hallstað, við lag eftir Oskar J. Cortes. Þetta var danslag kvöldsins á gamlárskvöld 1941. Man ég, hversu þetta lag og ljóð hreif mig, þá ungling í heimahúsum. Fer það hér á eftir. Eg ann þér. Þú kemur, vina mín, í kvöld er máninn skín. Við þrœðum þekkta slóð, þú ert svo góð. Eg ungur unni þér, þín ást er helgust mér, hún vefur sumri og söng um síðkvöld löng. Við hlýðum klökk og sátt á kvöldsins andardrátt, er húmið hylur grund. Það er heilög stund. Nú veistu, ástin mín, hve oft ég minnist þín. Nú einan áttu mig. Eg elska þig. Útvarpið breytti þjóðlífinu mjög, er það hóf göngu sína. Því tókst að fá í sína þjónustu marga sína best menntuðu og máli förnu karla og konur, sem miðluðu landslýð af andlegum auði sínum. Þegar Útvarpið varð 7 ára, 20. desember 1937, orti Ragnar Jóhannesson afmælisrevíu um útvarpið, og birtist hún í Útvarpstíðindum. Þar er vikið að nokkrum þekktum útvarpsmönnum, og skulu nokkur erindi um þá, með viðlagi, birt hér. Þar segir þetta um Harald Björnsson: Þótt oft ég skipti um skilning ogflokk, er skoðun mín nú eins og fyrst, að Haraldur Björnsson sé hreinasta þing og hósti af stökustu list. Viðlag: Og Utvarpsins sómi hann er, og Utvarpsins sómi hann var og hann er og hann verða mun, hœ, hopp, sa, sa. Og Utvarpsins sómi hann er. Þorsteinn Ö. Stephensen hlaut að fá sinn skerf vel út látinn: Og þá er líka hann Þorsteinn Ö, þulur og leikari I senn. Hann les og þylur og leikur á víxl; mikið lof eiga svoleiðis menn. Og Útvarpsins sómi hann er, o. s. frv. Brynjólfur Jóhannesson var mjög vinsæll leikari og kom oft fram í leikritum Útvarpsins. Ragnar lætur hann fá þetta: Bœði sem hetja og bulla og flón er Brynjólfur hreinasta hnoss. I hverju stykki hann kemur fram og kotroskinn hlær fyrir oss. Og Útvarpsins sómi hann er. o. s. frv. Þegar minnst er á Brynjólf, fer ekki hjá því, að Gunnþórunn Halldórsdóttir berist í tal: Og gamla konan hún Gunnþórunn er gersemi hvar sem er. Þar heyrum við dýrðlegri sálmasöng en i sjálfri kirkjunni hér. Og Utvarpsins sómi hún er, o. s. frv. Árið 1996 sendi ég frá mér bókina SÖNGLJÓÐ, þar sem ég birti ljóð við vinsæl og þekkt lög. 1 lokin ætla ég að velja eitt ljóð úr þessari bók handa ykkur, lesendur mínir, og bið ég ykkur afsökunar, ef ég ota mínum tota um of í þessum þáttum. En ljóðið er ort er ég var um tvítugt, þá nemandi á Reykjaskóla í Hrútafirði. Þarna er vikið að því að skapa sér vor í hjarta, þó að vetur sé hið ytra. Sungu nemendur og kennarar skólans ljóð þetta í svartasta skammdeginu, undir fögrum og fjörugum lagboða. Vona ég að þetta gleðji ykkur og létti ykkur veturinn. Nú er vetur, en vorsó/ í hjarta, skal því vaka og dansa um stund, skapa gleðina blíða og bjarta, þó að þyldi sér hríðar um grund. Hverfur dofi itr sálu og sinni, söngur hljómar og gleðin er ný. Bjarta vorið, það eigum við inni, þar sem ekkert er sjáanlegt ský. Eins og Ijósálfar léttir um strœti öll við lifum sem hugurinn kýs. Skólaœskan, svo iðandi af kœti, hún er árroðinn bjarti, sem rís! Þátturinn verður ekki lengri en þetta að sinni. Koma tímar, koma ráð. Svo óska ég ykkur gleðilegs vetrar. Hver árstíð á sína fegurð og ijölbreytni. Lifið heil. Auðunn Bragi Sveinsson, Hjarðarhaga 28, 107 Reykjavík. Heima er bezt 509

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.