Heima er bezt - 01.11.2005, Síða 80
drengsins og skipaði Vilhjálmi
aö skjóta. Hinn aðþrengdi faðir
hikaói við, en greip því næst
bogann og tvær örvar úr örvamæli
sínum. Annarri örinni stakk hann
undir belti sitt, en lagói hina á
streng, miðaði vandlega og skaut.
Örin þaut gegnum loftið og hæfði
eplið í miðju, án þess að drenginn
sakaói hið minnsta. Mikill
mannfjöldi hafði safnast saman
til að fylgjast með þessum atburði
og lustu nú allir upp fagnaðarópi
og klöppuðu Vilhjálmi óspart lof
í lófa.
Gessler hrósaði Vilhjálmi fyrir
skotfímina, en spuröi síðan hvaó
hann hefði ætlaó að gera nteð
örina sem hann stakk í belti sitt.
Vilhjálmur dró svarið við sig, en
fógetinn gekk á hann og lofaði
hátíðlega að hann skyldi fá að
halda lífi hver sem sannleikurinn
væri. Jæja þá, sagði Vilhjálmur,
úr því að þú vilt endilega fá
að heyra það, þá ætlaði ég hana á þig, ef ég yrði svo
óheppinn að skaða son ininn. Og ég fullyrði, ef svo
slysalega hefði tekist til, að þá hefði ég ekki misst marks.
Vió þetta varð Gessler ævareiður, en kvaðst þó mundu
standa við orð sín um aö Vilhjálmur fengi að halda lífi.
Lét hann síðan fjötra hann og kvaðst mundu geyma hann
á stað þar sem hann hvorki sæi til sólar né tungls.
Því næst skipaði hann mönnum sínum að
flytja fangann meö sér á báti yfir Vierwaldstattervatnið
og sagðist ætla að loka hann þar inni í rammgerðum
kastala. En ekki var báturinn langt kominn þegar hvessa
tók og öldur að rísa. Jókst stormurinn brátt svo mjög að
áhöfnin óttaðist um líf sitt og sögðu menn Gessler að
það eina sem orðið gæti til bjargar væri að fá Vilhjálmi
skipstjórnina í hendur, því hann væri annálaður kappi í
slíkum mannraunum. Fógetinn lét þá leysa bandingjann
og skipaði honum undir stýri. Vilhjálmur sigldi því næst
svo nærri landi sem kostur var til að verja bátinn fyrir
áfollum og gekk þá allt betur en áöur. En í þann mund
sem þeir voru úr allri hættu og um leið og báturinn
straukst fram hjá kletti einum greip Vilhjálmur boga sinn
og örvamæli og stökk í land og áður en skipverjar höfðu
áttaö sig var hann hortlnn í skógivaxinni fjalIshIíðinni.
Klöppin sem fanginn stökk upp á er alltaf síöan viö hann
kennd og heitir þar Tellsklettur til þessa dags.
Gessler og menn hans náðu um síðir yfir vatnið.
En þegar þeir voru aó ganga skógarstíginn upp til
kastalans kom skyndilega ör þjótandi út úr iaufþykkninu
og hæföi fógetann í hjartastað. Hann féll við og í
andaslitrunum hrópaði hann að þessi sending kæmi frá
Vilhjálmi Tell og krafðist
hefnda. En með dauða
Gesslers árið 1307 hófst mikil
uppreisn í landinu og breiddist
hún út til sífellt fleiri héraða.
Fógetar og liðsmenn þeirra
voru víða hraktir á braut og
kastalar þeirra og virki brotin
niður og jöfnuð við jöróu.
En greifarnir af Habsborg
voru samt ekki á því að
gefast upp og sendu sífellt
nýja herflokka til landsins
til að berja á hinum fræknu
fjallabúum. Stóð þannig
yfir margvíslegur hemaður í
landinu um mikinn hluta 14.
aldar. En eftir stórorrustu við
bæinn Luzern áriö 1386, sem
lauk með sigri heimamanna,
má segja að baráttunni væri
lokið, því að óvinirnir létu
þá undan síga og héldu brott.
Hinir duglegu liðsmenn
í her uppreisnarmanna
frelsuðu síðan hvert héraðið af öðru og gátu sér svo
mikið frægðarorð að sóst var eftir þeim sem málalióum
í styrjöldum víða um lönd. Til dæmis hafa svissneskir
hermenn skipað lífvarðarsveit páfans í Róm í aldaraðirog
alla götu til þessa dags.
Upp úr þessum átökum og frelsun landsins
undan erlendri valdstjórn varð svissneska sambandsríkið
smám saman til, þótt ekki væri sjálfstæði þess formlega
vióurkennt fyrr í lok 30 ára stríósins 1648. Og í fyllingu
tímans reis þarna á legg fyrirmyndarþjóófélag, þar sem
hvert hérað eða kantóna, nýtur mikils sjálfsforræðis,
en síðan mynda allar byggðirnar órofa heild án tillits
til mismunandi þjóðernis, tungu, trúarbragða og sögu.
Hefur þetta svissneska lýöveldi staðið um langan aldur
sem lýsandi dæmi um að fólk af ólíkum uppruna og með
mismunandi viðhorf á mörgum sviðum getur lifað saman
í sátt og samlyndi, ef gætt er gagnkvæmrar viróingar,
umburöarlyndis og jafnréttis.
Svisslendingar þekkja vel sögu sína og sagnir af
frelsishetjum þeirra eru snar þáttur í þjóðarvitund þeirra.
Frægasti fullhuginn í þessum arfsögnum er þó alltaf
Vilhjálmur Tell. Og frægð þessarar ævitýrahetju nær
líka langt út fyrir landamæri Sviss, því að þessi skotfimi
kappi hefur orðið viðfangsefni listamanna víöa um lönd.
Til dæmis samdi þýska skáldið Schiller um hann víðfrægt
leikrit og ítalska tónskáldið Rossini gerói um hann
áhrifamikla óperu, svo að eitthvað sé nefnt. Sagan af
Vilhjálmi Tell er því ekki aðeins bundin viö Sviss, heldur
hefur hún orðið sameign allra þjóða.
512 Heimaerbezt