Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2005, Blaðsíða 87

Heima er bezt - 01.11.2005, Blaðsíða 87
dvelur á heimilinu. Sverrir tekur þegar á sig náðir, feginn svefni og hvíld. Að morgni hefur hann nýtt starf á þessum framandi stað. Og nóttin færist yfir með frið í skauti. *** Morgunnsólin skín glatt inn um gluggana á Snjólfsverslun. Kaupmaðurinn er snemma mættur þangað ásamt hinum nýja innanbúðarþjóni sínum. Hann þarf að sýna piltinum þetta völundarhús, búðina, vörulagerinn og allt annað tilheyrandi og koma honum inn í starfíð, áður en hann opnar verslunina fyrir viðskipti dagsins. Þetta gengur allt greiðlega. Sverrir er fljótur að tileinka sér fræðslu kaupmannsins, það fer strax vel á með þeim. Tími höndlunar er runninn upp. Snjólfur opnar sjálfur búðina en hverfur svo til skrifstofu sinnar þar sem hann vinnur að bókhaldi verslunarinnar. Ymis verkefni því viðkomandi hafa hlaðist upp hjá honum undanförnu sökum manneklu, en nú hefur vel ræst úr þeim vanda. Sverrir býður rólegur innan við afgreiðsluborðið eftir fyrstu viðskiptavinum dagsins. Hann virðir fyrir sér þennan starfsvettvang gamalla gilda. Brátt kemur kona inn í búðina til innkaupa og síðan hver af annarri. Um stund myndast smá biðröð. Sverrir er fljótur og lipur að afgreiða og finnur sig strax vel í þessu þjónustuhlutverki. Og dagurinn líður við töluvert annríki. Snjólfur kemur fram úr skrifstofu sinni og lokar búðinni sjálfur á venjulegum tíma, það er gamall vani hjá honum. Síðan gengur hann að ijárhirslunni og telur upp úr henni, ánægjubros leikur um andlit kaupmannsins yfir afrakstri dagsins. Útkoman hefur ekki um langt skeið verið eins góð og á þessu kvöldi. Snjólfur ætlar að vinna ögn lengur á skrifstofunni en Sverrir heldur heim á leið. Hann gengur hægt og virðir umhvertið rólega fyrir sér. Hér er náttúra landsins í algerri mótsögn við æskusveitina hans. Beggja megin Lónsijarðar; há, hrikaleg fjöll, undirlendi fremur lítið. Allmörg hús, flest lágreist, mynda dálítinn byggðakjarna innst við Lónið. Bæir eru á víð og dreif út nieð firðinum beggja megin. En hatið, óendanlegt í sínum ijölbreytilegu myndum, er meginþátturinn í þessu sjónarspili. Hér er fátt sem minnir Sverrir á heimaslóðir hans. Tignarleg ijöll í hæfilegum fjarska, gróðursæl víðlendi, blómskreyttar hlíðar, háa niðandi fossa, iðgrænan, angandi hvamm, bjarteyga stúlku á fráneygum fáki. Nei, þetta nýja umhverfi er svo gjörólíkt sveitinni hans að það ætti varla að vekja stöðugt upp hjá honum þær endurminningar að heiman, sem hann er að flýja Ef til vill nær fjarlægðin frá æskubyggðinni kæru, ásamt tímans tönn, að deyfa sárasta sviðann í vonsviknu hjarta hans og gefa honum örlitla fróandi veig af bikar gleymskunnar, hugsar Sverrir um leið og hann gengur inn í hús kaupmannshjónanna. En getur hann nokkurn tíma gleymt Sigrúnu í Nesi. Tíminn líður. Sverri vegnar vel í starfi. Snjólfsverslun hefur ekki áður verið jafn blómleg og nú. Kaupmannshjónin dá Sverri mjög, ekki aðeins fyrir frábær störf heldur einnig framkomu hans alla. - Hann var nú meiri himnasendingin þessi blessaður piltur, segir Alfheiður oft við mann sinn og Snjólfur tekur heils hugar undir það. En hjónunum dylst ekki að þessi frábæri, ungi maður hefur orðið fyrir sorg eða mótlæti í einhverri mynd og þær ekki gróið um heilt. Morgunnösin í Snjólfsverslun er gengin yfir. Sverrir er einn í búðinni. En það varir ekki lengi. Brátt opnast dyrnar hægt og hljóðlega, lítill drengur kemur inn. Hann er svo lágvaxinn að hann nær rétt með höndina upp á búðarborðið. I lófa drengsins er samanbrotinn miði og innan í honum peningaseðill. Á miðann er skrifað hvað sendillinn á að kaupa. Drengurinn réttir afgreiðslumanninum það sem fólgið er í lófa hans og horfir eilítið undrandi á þennan ókunnuga búðarþjón. Sverrir tekur við því sem litli sendillinn réttir honum og les á miðann. En drengurinn kemur honum eitthvað svo kunnuglega fyrir sjónir og dregur að sér athygli hans. - Hvað heitir þú litli vinur, spyr hann drenginn þýðum rómi. - Eg heiti Sverrir, svarar drengurinn að bragði. - Svo þú ert þá nafni minn. Sverrir brosir þýtt til drengsins, - Hvers son ertu? - Eg er Þórarinsson. - Þú ert skýr og duglegur drengur. Sverrir fínnur í flýti það sem beðið er um á miðanum, pakkar því inn ásamt afgangi greiðsluseðilsins og réttir viðskiptavininum. - Gjörðu svo vel nafni minn, segir hann vingjarnlega og klappar á glóhærðan koll drengsins. - Þakka þér fyrir, svarar drengurinn hæverskur í bragði og hraðar sér út úr versluninni. Þessu barni hafa auðsjáanlega verið kenndir mannasiðir, hugsar Sverrir Karlsson, hann færir sig að búðarglugganum og horfír á eftir nafna sínum uns hann hverfur honum úr augsýn. - Þetta er yndislegur drengur, segir Sverrir stundarhátt. Hvar hefur hann getað séð þennan dreng áður. Það er honum hulin ráðgáta. Nýr viðskiptavinur kemur nú inn í búðina, afgreiðsluþjónninn gengur þegar til móts við hann. *** Sverrir litli Þórarinsson kemur á mikilli ferð inn til móður sinnar og afhendir henni pakkann út búðinni. Honum er óvenju mikið niðri fyrir. - Mamma, það er kominn stór og fallegur maður í búðina hjá honum Snjólfi, - og hann heitir Sverrir eins og ég. Sigrún brosir að ákafanum í drengnum. - Jæja elskan mín, það fylgir því nafni að vera fallegur og góður, svarar hún og kyssir Sverri litla blíðlega en Heima er bezt 519
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.