Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2005, Qupperneq 91

Heima er bezt - 01.11.2005, Qupperneq 91
- Jú, er það ekki tilvalið, svarar Sverrir. - Nú er sveitin mín að afklæðast vetrarhýðinu og ágætt að komast heim í vorannimar. - En við munum sakna þín lengi Sverrir, segir frú Alfheiður og rís frá borðuin. - Eg fer líka með góðar minningar héðan frá heimili ykkar hjónanna, svarar Sverrir, þakkar fyrir matinn og hverfur til herbergis síns. Hann er feginn því að þessi uppsögn hans er komin á hreint. *** Sólfagur vormorgunn baðar Lónsijörð gullnum geislum frá heiðbláum himni, sem glitra um lognkyrran sæ og iðgræna angandi jörð. Allur snjór er horfinn úr fjöllum er gnæfa í tign sinni og hrikaleik yfír vaknandi byggð. Sigrún er löngu gengin á vit hins nýja dags og tekin til starfa. Sverrir litli er árrisull eins og móðir hans en hann hefúr ekki enn haldið til fúndar við leikfélaga sína. Sigrúnu verður skyndilega ljóst að hana bráðvantar smá hlut, sem fæst ekki nema í Snjólfsverslun. - Æ, Sverrir minn, segir hún blíðlega, - viltu vera svo góður að hlaupa fyrir mömmu þína niður í Snjólfs..., hún nær ekki að ljúka máli sínu, drengur grípur þegar fram í fyrir henni: - Já, já, mamma mín, ég skal hlaupa strax. Sigrún skrifar á miða það sem hana vantar og afhendir syni sínum ásamt greiðsluseðli. Og hann hleypur þegar, glaður í hjarta út í bjartan vormorguninn til fundar við nafna sinn íbúðinni. Sverrir litli er fljótur í förum og brátt skundar hann inn að afgreiðsluborðinu í Snjólfsverslun. En hvað er þetta! Nafni hans er ekki á sínum stað. Innan við búðarborðið stendur maður sem hann hefur einhvern tíma séð áður í Snjólfsverslun, en veit ekki hvað heitir. Gleðin deyr út í hjarta drengsins. - Hvar er hann nafni minn, spyr hann áður en búðarþjónninn nær að ávarpa hann. - Nafni þinn! Ég veit ekki hvað þú heitir, svarar maðurinn þýðlega. - Ég heiti auðvitað Sverrir. - Já, þú meinar þá þennan sem hefur afgreitt hér að undanförnu. Hann er inni á skrifstofu hjá Snjólli. En ætlar þú að kaupa eitthvað drengur litli! Sverrir réttir afgreiðslumanninum pöntunarmiða móður sinnar. Búðarþjónninn er snöggur að finna vöruna sem um er beðið, en á meðan hann lýkur við að vefja hana í umbúðapappír og gefa drengnum til baka af afgreiðslupeningunum, opnast skrifstofudymar hjá Snjólfi og Sverrir Karlsson kemur fram í búðina. - Ja, nú ber vel í veiði, verður honum að orði glöðum rómi. Hann heilsar Sverri litla brosandi og fær það endurgoldið. Drengurinn þakkar afgreiðslumanninum hæversklega fyrir viðskiptin. Og þeir nafnarnir tveir ganga saman, í fyrsta og síðasta sinn, út úr Snjólfsverslun. Sverrir litli kemur hlaupandi inn til móður sinnar. Hann heldur á þessu lítilræði sem hann átti að kaupa ásamt stóru umslagi og honum er mikið niðri fyrir. - Hérna mamma er þetta, sem ég átti að kaupa fyrir þig, segir hann í miklum flýti og réttir henni búðarvarninginn og hún tekur þegar við honum. - En sjáðu svo hvað hann nafni minn í búðinni gaf mér, heldur drengurinn áfram og réttir móður sinni umslagið. Sigrún veitir því viðtöku og opnar það. Umslagið hefúr að geyma sparisjóðsbók á nafni Sverris Þórarinssonar með eittþúsund króna inneign í Sparisjóði Lónsfjarðar. - Hvað sagði nafni þinn um leið og hann gaf þér þetta, spyr Sigrún undrandi yfir þessari stóru gjöf. - Hann sagði að ég ætti að eiga þetta til minningar um nafna minn í búðinni. Svo kom hann með lítinn, skrýtinn kassa og bað mig að standa kyrran í smástund fyrir utan Snjólfsverslun, hann sagðist ætla að taka mynd af mér. Nafni minn tók mig svo í fangið, kvaddi mig og var ijarska góður við mig. Hann er að fara með skipinu núna á eftir. Sorg og söknuður speglast í augum drengsins. - Jæja, svo hann er þá farinn héðan. Sigrún lætur umslagið með sparsjóðsbókinni niður í kommóðuskúffu. - Þetta skal mamma geyma fyrir drenginn sinn þangað til hann þarf að nota sjóðinn frá nafna sínum, segir hún og þrýstir heitum kossi á vanga Sverris litla en hann vefur örmunum blíðlega um háls henni. Þau eiga þó alltaf hvort annað. Brátt heyrir drengurinn að leiksystkini hans eru komin fýrir utan húsið og hleypur þegar til fúndar við þau. Sigrún lítur öðru hvoru út um eldhúsgluggann og fylgist með strandferðaskipi sem liggur við festar úti á höfninni. Innan stundar blæs skipið til brottfarar. Hún færir stól út að glugganum og tekur sér þar sæti. Augu hennar fylgja fleyinu sem siglir út lognkyrran fjörðinn. Sverrir Karlsson er þar einn á meðal farþega. Skyldi hún aldrei sjá hann framar? Djúp sorg nístir hjarta Sigrúnar, samfara ástljúfri þrá eftir honum sem skipið ber óðfluga burt frá henni, þrá sem á sér engan tilverurétt lengur. - Guð og gæfan fylgi þér, góði, göfugi æskuvinur. Aldrei skal tímans sigð geta máð mynd þína úr hjarta mér, segir hún stundarhátt. Augu hennar fyllast tárum og strandferðaskipið hverfur fyrir móðu þeirra. Sverrir Karlsson er farinn. Sigrún rís á fætur og snýr frá glugganum. Hversdagsannir kalla hana til þrotlausrar þjónustu og nýrra fórna. Drungalegur sunnudagsmorgunn grúfir yfír sveitinni. Sverrir er löngu vaknaður en hvílir enn í rekkju sinni og les fræðibók. Þorgerði er farið að lengja eftir syni sínum í morgunkaffið, hún reiknar fastlega með því að hann sé vaknaður, sennilega að lesa eða skrifa pantanir fyrir nágrannana, hugsar hún, hann virðist vera orðin þeirra önnur hönd. Oralangt er síðan hún hefur fengið tækifæri til að færa drengnum sínum morgunkaffi í rúmið, nú ætlar hún að grípa tækifærið og veita sér þá ánægju. Þorgerður raðar drykkjarföngum á bakka og hraðar sér með hann upp í svefnherbergi Sverris. Hún býður syni sínum Heima er bezt 523
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.