Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.2005, Blaðsíða 92

Heima er bezt - 01.11.2005, Blaðsíða 92
glaðlega góðan dag og lætur kaffibakkann á náttborðið hjá honum. Sverrir leggur frá sér bókina. - Góðan dag mamma mín, segir hann þýðlega, - þetta var óþarfa fyrirhöfn að færa mér kaffi í rúmið. - O nei, ljúfurinn minn, mín var ánægjan, segir Þorgerður og tyllir sér á auðan stól sem stendur við rekkjuna. Sverrir dreypir á kaffibollanum en athygli Þorgerðar beinist að ljósmynd af litlum dreng, sem stendur á náttborði sonar hennar. - Hver á þennan fallega dreng, spyr hún, tekur myndina og virðir hana nánar fyrir sér. Sverrir brosir dapurlega. - Ég á hann. - Þú! Átt þú dreng? Þorgerður horfír undrandi á son sinn. - Ja, víst á ég hann að nokkru leyti, þótt gæfan væri mér ekki svo hliðholl að ég yrði faðir að honum. Sigrún frá Nesi er móðir þessa drengs og hann ber nafn mitt. - Bar fundum ykkar Sigrúnar þá saman á meðan þú dvaldir að heiman? spyr Þorgerður lágt. Já, hún er búsett í Lóni þar sem ég var innanbúðarþjónn. Þorgerður vill ekki ýfa upp illa gróin sár og spyr einskis frekar. En Sverrir segir móður sinni ótilkvaddur allt um samfundi þeirra Sigrúnar og kynnum sínum af litla drengnum hennar. Þorgerður hlustar döpur á frásögn sonar síns. - Ég vildi að þessi litli, fallegi drengur ætti eftir að koma hingað til smádvalar hjá okkur. Ekkert er yndislegra en saklaust barn. Hún lætur myndina aftur á náttborðið. Sverrir tekur myndina milli handa sinna og horfír sorgblíðum augum á nafna sinn. Ég ber sjálfsagt aldrei gæfu til þess að sjá þennan dreng á heimili mínu, svarar hann og sársaukinn í rödd hans snertir móðurhjartað djúpt. - Vegir Guðs eru órannsakanlegir Sverrir minn, segir Þorgerður hughreystandi. - Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti. I sama mund og Þorgerður sleppir orðinu, brýst bjartur geisli fram úr skýjaþykkninu sem byrgt hefur sólarsýn það sem af er þessa árdegis og fellur á myndina sem Sverrir er enn að handleika. Móðir og sonur líta hver á annað. Var þessi sólargeisli sendur sem vísbending varðandi ráðgátur framtíðarinnar! Sverrir þakkar fyrir kaffið. Þorgerður rís úr sæti, tekur bakkann og gengur fram úr herbergi sonar síns. Sumarið lýður. Sverrir afkastar miklu heima á óðali feðra sinna og sveitin öll nýtur lærdóms hans og snilli. En á hljóðum síðkvöldum söðlar hann tíðum gæðing sinn og hverfur inn í þagnarheim íslenskra óbyggða, þar endurlifir hann ljúfustu minningar æskuáranna, þær getur enginn frá honum tekið. Á slíkum ferðum fylgir honum ætíð hvítur, fallegur gæðingur, sem fyrrum var fákur Sigrúnar í Nesi. Örlögin slá sinn margræða vef. Brosmild haustsólin stafar geislum sínum inn um gluggann á skrifstofu Karls hreppstjóra. Hann situr við skrifborðið sitt og Sverrir við hlið hans. Þeir yfirfara sameiginlega skjöl og reikninga sveitarinnar. En brátt saknar Karl hreppsstjóri mikilsvarðandi bréfs frá sýslumanni, sem átti að fylgja skjölum og reikningum yfirstandandi árs en hefur eitthvað ruglast til. Hann dregur hverja skúffuna af annarri fram úr skrifborði sínu og kannar innihald þeirra til botns en árangurslaust. Loks er hann kominn að neðstu skúffunni, hana opnar hann sárasjaldan enda geymir hann þar aldrei nein áríðandi bréf eða skjöl. En nú dregur hann hana einnig fram og leitar í henni. Sverrir fylgist grannt með leit foður síns að þessu dýrmæta gagni frá sýslumanninum og nú er það leyndardómur neðstu skúffunnar sem blasir við augum. Athygli Sverris beinist skyndilega að óopnuðu bréfí sem liggur neðst í botni skúffunnar. Þetta bréf þekkir hann. Sverrir skiptir litum. Hann þrífur bréfið upp af skúffubotninum og hönd hans titrar lítið eitt. Karl hreppstjóri hættir að leita og lítur undrandi á son sinn. - Því er þetta bréf hér niðurkomið? spyr Sverrir annarlegri röddu og sýnir föður sínum framhlið bréfsins. Póstafgreiðslumaðurinn rennir augunum yfir bréfið og kannast þegar við það. - Bréf þetta kom hér í pósti sumarið eftir að þau fluttu frá Nesi, Bjöm gamli og Sigrún. Ég vissi ekki heimilisfang þeirra þarna fyrir vestan en ætlaði alltaf að spyrja hjónin í Nesi um það, ég bjóst við því að þau vissu þetta helst. En það fórst fyrir og bréfið gleymdist með öllu, því miður, svarar hann afsakandi. - Þekktir þú ekki skriftina utan á bréfinu? spyr Sverrir. - Jú, ég þekkti þína rithönd á umslaginu en það skiptir ekki máli í þessu tilviki og tafði í engu fyrir því að bréfið kæmist á leiðarenda. Þú ert frjáls að skrifa hverjum og hverri sem þér þóknast mín vegna, svarar Karl hreppsstjóri og andvarpar þunglega. Honum þykir það mjög leitt að hafa gleymt sendibréfi sonar síns og ekki komið því til skila. Sverrir heldur áfram: - Komu þá ekki fleiri bréf hingað til Sigrúnar með minni rithönd meðan ég dvaldi í Svíþjóð? spyr hann. - Jú, eitt bréf kom frá þér til hennar löngu áður og það sendi ég út að Nesi. - Það bréf komst aldrei til Sigrúnar. - Hvernig veistu það? - Hún sagði mér það sjálf. Ég hitti hana vestur í Lóni . Svipur Karls hreppstjóra þyngist við þessa óvæntu frétt og hann setur hljóðan. En Sverrir ætlar sér að knýja fram allan sannleikann í þessu máli og spyr að bragði: - Með hverjum sendir þú bréfið út að Nesi? Þú hlýtur að muna það pabbi. Karl hreppstjóri hugsar sig um nokkur andartök, hann rekur minni til þess að Björg á Fossá kom í heimsókn að Hamraendum til að hitta Kristján son sinn, um svipað leyti og bréfið barst þangað. Hún tók það vel innpakkað ásamt ýmsum blaðapósti út að Nesi. Og hann svarar loks: - Ég sendi bréfið með konu hérna úr sveitinni. - Hver var hún, ég vil fá að vita það, segir Sverrir ein- beittum rómi. Framhald í næsta blaði. 524 Heima er bezt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.