Heima er bezt - 01.02.2006, Qupperneq 6
Gamli bœrinn á Páfastöðum.
Sólveig, fædd 8.2.1961. Myndhöggvari og myndlistakennari,
búsett í Reykjavík. Fráskilin.
Sigurður, fæddur29. 7. 1963. Búfræðingur frá
Hvanneyri og bóndi á Páfastöðum. Kvæntur
Kristínu Jóhannesdóttur frá Hofsósi og eiga
þau þrjá drengi.
Við vorum aðeins tvö alsystkini og
Hilmar bróðir sjö árum eldri en ég,
fæddur 1923. Fjölskylduhagir voru
nokkuð sérstæðir í æsku minni því að
þótt móðir mín væri gift kona bjó hún ekki
með manni sínum heldur hjá foreldrum
sínum á Páfastöðum. Pabbi var ekki á
landinu þegar ég fæddist, en hann kom þó
á Alþingishátíðina síðarum sumarið. Hann
var aldrei við búskap en fór út til söngnáms
ungur maður. Ég var alin upp hjá mömmu minni
og Albert afa Kristjánssyni á Páfastöðum, en Guðmn
Olafsdóttir amma mín dó þegar ég var eins árs. Þarna var
mamma með okkur böm sín og tók við heimilinu innanstokks
með afa. Hún var hjartasjúklingur frá því ég man eftir og
treysti sér ekki til að fara út til pabba.
Ég man lítið eftir atvikum úr bemsku minni. Þó man ég
eftir að pabbi kom heim þegar ég var 6 eða 7 ára og ég man
þetta vegna þess hvað ég var hrædd við hann. Þetta var svo
flottur maður í klæðnaði, stór og fallegur. Fötin svo gjörólík
því sem maður þekkti. Reyndar man ég aðeins eftir pabba
í tvö skipti, þangað til hann kom loks alfluttur til landsins
1948 og kynntist honum ekkert fyrr en ég fór að læra hjá
honum að syngja.
Ég var eini krakkinn á heimilinu með fullorðnu fólki og
þegar ég stækkaði lentu snúningarnir á mér. Hilmar bróðir
var 7 ámm eldri en ég, fermdur 1937, sama árið og húsið var
byggt, og strax upp úr því fór hann suður í Ingimarsskólann
svokallaða. Eftir það var hann ekkert heima nema á sumrin.
Honum leiddist allur búskapur.
Frá því ég fyrst man eftir var tvíbýli heima. Steingrímur
Oskarsson var giftur Guðrúnu Pétursdóttur sem var uppeldisdóttir
Edda 20 ára að syngja í Kabarett í Gúttó.
Lovísa IngibjörgAlbertsdóttir, móðir Eddu.
Guómundur Stefánsson og Ingibjörg Stefánsdóttir.
Alberts afa og Guðrúnar ömmu. Þess vegna bjuggu þau allan
þennan tíma á Páfastöðum, allt til 1952, að þau fluttu út að
Stóru-Gröf, en síðan norður að Sökku í Svarfaðardal til Olgu
dóttur sinnar sem fædd var 1937.
Mig vantaði auðvitað mikið að hafa ekki pabba eins og
54 Heima er bezt