Heima er bezt - 01.02.2006, Síða 13
Edda Skagfield og Baldur Hólm á Páfastöðum.
Ljósm.: Ljósmyndaþjónustnan/Stefán Pedersen.
Edda við orgelið heima hjá sér.
Hawaiikvartettinn
Við byrjuðum að syngja saman stelpur í skólanum. Fyrsta
sinn sem ég söng einsöng var með skólakómum, 16 ára gömul.
Svo var Hilmar bróðir mikið í músík, spilaði á píanó hjá
Weischappel en langaði alltaf í Hawaiigítar. Hann smíðaði
sjálfur fyrsta gítarinn sinn niðri í Landsmiðju. Þeir hjálpuðu
honum þar því hann hafði þá engin efni á að panta sér hann.
Hawaiigítar er frábrugðinn venjulegum gítar. Maður hefur
hann á hnjánum og er með málmstykki sem rennt er eftir
gítarhálsinum og klær á fingrum. Ég lærði á þennan gítar líka
og einnig venjulegan gítar, fór samt aldrei í tónlistarskóla
en komst á kvöldnámskeið hjá ýmsum.
Hilmar byrjaði með sína hljómsveit veturinn 1947-1948
og hét hún Hawaiikvartettinn. Þar lék Hallur Símonarson á
kontrabassa, mjög góður kontrabassaleikari, Olafur Maríusson
sem átti PÓ-búðina, lék á gítar. Svo var Eyþór Þorláksson á
sólógítar og loks Hilmar með Hawaiigítarinn. Þennan kvartett
var hann með þangað til hann fór til Bandaríkjanna.
Öskubuskur og Stallsystur
Þegar ég kom suður var ég auðvitað eins og hver önnur
sveitastelpa, sem gekk eins og hún væri að hlaupa í þúfum.
Þær sögðu mér það seinna stelpurnar en þær voru svo góðar
við mig og reyndu að leiðbeina mér. Og það bjargaði mér.
Síðan þykir mér alltaf vænt um Reykjavík þótt ég mundi
ekki kæra mig um að búa þar núna.
Veturinn 1945-1946 fóru fjórar skólasystur mínar úr
Ingimarsskólanum að æfa saman og syngja opinberlega. Þær
hétu: Sigrún Jónsdóttir, Svava Vilbergsdóttir, Sólveig Jónsdóttir
og Margrét Björnsdóttir og kölluðu sig Öskubuskur. Allar voru
þær skólasystur úr Ingimarsskólanum, bekkjarsystur mínar
og jafngamlar. En þær störfuðu bara tvö ár sem sönghópur,
hættu 1947. Þá giftist Sigrún og fór að eiga börn, fluttist
svo fáum árum síðar til Noregs. Svava, ein stúlknanna úr
Öskubuskum, gekk síðan í annan kvartett sem stofnaður var
haustið 1947. Þar komu til liðs Asta Bjamadóttir, sem giftist
síðar Guðmundi Þorsteinssyni presti frá Steinnesi, skólasystir
mín, og ég og síðan Guðrún Isleifsdóttir frá Hellu. Hún var
sú eina sem ekki hafði verið í skólanum. Við kölluðum okkur
Stallsystur og byrjuðum að æfa með Hawaiikvartettinum,
sem Hilmar var þá nýbúinn að stofna. Við vorum þannig
arfleifð frá Öskubuskum og tókum við af þeim, sungum dálítið
óvenjulega raddað með suðuramerískum stæl. Eftir einn vetur
hætti Asta en í stað hennar kom Erla Ólafsdóttir.
Margrét og Sigrún héldu hins vegar áfram að syngja jafnframt
okkur Stallsystrum og kölluðu sig Öskubuskur og voru gefnar
út plötur með söng þeirra. En Öskubuskur vom góðar, veit
svosem ekki hvort þær voru betri en við Stallsystur, við
notuðum sömu útsetningartækni.
Þetta var heilmikil vinna. Við æfðum alltaf niðri í Landsmiðju,
oftast þrjú kvöld í viku, sungum um helgar og oftar. Tvo
mánuði samfleytt sungum við í Tívolí, tvisvar í viku. Þá
vorum við með amerísku slagarana, mjög lítið af íslenskum
því það þótti hallærislegt. Svo sungum við úti um land, t.d.
á Akranesi, austur á Hellu og víðar. Smávegis fengum við
borgað en það var ekki einu sinni fyrir sokkum. Við þurftum
að kosta nokkm til í klæðaburði, vomm t.d. allar í eins kjólum.
En við gerðum þetta fyrst og fremst til gamans. Svo leystist
kvartettinn upp þegar Svava fluttist til útlanda. Eftir það söng
ég ein með ýmsum hljómsveitum, t.d. talsvert með Hauki
Mortens. Ég man að við Haukur tókum upp nokkur lög, sum
gullfalleg. Þar má nefna: Kom þú til mín kæra í nótt, eftir
óþekktan höfund og Lárus Jónsson og það fluttum við með
danshljómsveit Carl Billich (rangt sem sendur í textaskrá
að það sé með hljómsveit Bjarna Böðvarssonar), Because
of you eftir Wilkinson og Hammerstein, og Hvar sem ég
um haf og hauður fer.
Tekin voru upp mörg lög á lakkplötur með okkur Stallsystmm
en engar gefnar út. Það var hrein tilviljun að þessar plötur
fundust. Svavar Gests var fyrir allmörgum árum með þætti
í útvarpinu, fór þá að minnast á Stallsystur og bað einhvern
að upplýsa sig um hverjar þær hefðu verið. Hann hafði þá
fundið lítinn kassa í kjallara útvarpshússins með plötum sem
merktar voru Stallsystrum. Svava hringdi strax í hann og svo
hringdi Svavar í mig. Það var síðan mest hans verk að þessar
plötur komust í hreinsun og voru teknar upp á hljóðdiska. I
einum þátta sinna átti Svavar svo viðtal við Svövu. Þetta á
allt að vera til í útvarpinu.
Heima er bezt 61