Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.2006, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.02.2006, Blaðsíða 14
Við Stallsystur sungum ekki saman nema til 1951. Svava fór þá til Kanada og gifti sig þar en ég söng áfram með ýmsum þangað til ég fór norður vorið 1953. Sumarið 1950 fluttist Hilmar til Bandaríkjanna, kominn með konu og barn. Kristín Guðmundsdóttir kona hans er frá Anabrekku á Mýrum, óhemju dugleg manneskja. Þau búa í Tallahasse í Flórída, eiga þrjú börn og ijölskyldufyrirtæki sem er með skrifstofur í Kaliforníu og New York og víðar. Hilmar var búinn að vinna við endurskoðun hér heima, var gjaldkeri hjá Landsmiðjunni og fór upphaflega til að læra enska endurskoðun en ílengdist svo. Hann hafði mikinn áhuga á tölum og var mesti reikningshaus hann Hilmar. Hljómsveitin datt niður þegar Hilmar fór en ég hélt áfram að syngja út um hvippinn og hvappinn á árunum 1951-1953, þangað til ég fór alfarin norður. Það kom þó fyrir að ég söng ein með einhverjum hljómsveitum meðan ég var enn með Stallsystram. Arið 1951 söng ég í kabarett hjá Jan Moravek í Gúttó og þá var það alltaf um helgar. Þar var prógramm með klassískri músík. Þá var ég með þrjú lög í prógrammi. Þarna var leiksýning og ýmislegt fleira. Stundum kom þó fyrir að maður söng á eftir með hljómsveitinni en það var ekki líkt því alltaf. Hann var algjör snillingur hann Jan. Hann var Tékki og sígauni. Hann giftist Svanhvíti Egilsdóttur söngkonu. Hún giftist honum til að bjarga honum upp til Islands. Þau skildu seinna og hún fór til Austurríkis en Jan Moravek giftist Solveigu, einni stúlkunni úr Öskubuskum. Hann var yndislegur maður hann Moravek, spilaði á öll hljóðfæri og kunni allt utanað. Óskaplega góður maður. Þau þekktust vel pabbi og Svanhvít. Hún kenndi mér ítalskan texta við lagið Siri, biri, bimm. Svo söng ég þetta lag í fyrsta skipti í kabarett í Gúttó. Þá vora þau þar í salnum pabbi og Svanhvít. Svo syng ég lagið og sé í lokin að þau pabbi og Svanhvít lúta yfír kaffíbollana við borð sitt og hristast af hlátri. Eg hugsa með mér að varla séu þau að gráta af hrifningu. Þá hafði ég gleymt textanum og bjó til einhverja vitleysu, en Svanhvít dáðist mikið að því hvernig ég hefði reddað mér án þess að hiksta í söngnum en vonaðist til að enginn hefði skilið ítölsku í salnum. Það getur margt komið fyrir í svona bransa. Á árunum 1951-1953 var ég alltaf að syngja eitthvað, oft ein með hinum og þessum hljómsveitum, t.d. Carl Billich. Hljómsveitir vora þá allt öðru vísi. Þetta voru mikið fullorðnari menn en nú og það var ekki drykkjuskapur á hljómsveitarmönnum. Haukur Morthens var t.d algjör bindindismaður en það var mikið um reykingar. Þá var Pétur Pétursson þulur búinn að stofna FIH. Pétur var góður vinur minn og hann hringdi oft í mig ef vantaði einhvers staðar söngkonu. Eg stökk þá inn í þetta hjá hinum og þessum. Þá fékk ég nú eitthvað borgað. Þetta komst upp í vana. Maður þekkti þá sem voru í þessu og kunni inn á þetta, þurfti ekki að æfa svo mikið með þeim og var fljót að læra texta. Þetta var eins og vera alltaf að þvo upp aftur og aftur, bara í nýju og nýju eldhúsi. Páfastaðir II, sem Edda og Baldur reistu sér 1990. Söngnámið Pabbi kom alkominn heim 1948 og var mikið við söngkennslu eftir það. Hann var fantagóður kennari og hafði mikið að gera í því. Um tíma var hann með óperaskóla við þjóðleikhúsið, gaf út tímaritið Listdómarann og ritaði dóma um tónlist um nokkurt skeið. Einnig fór hann vestur á ísatjörð og var með Sunnukórinn eða þjálfaði hann. Þeir Ragnar H. Ragnars vora miklir kunningjar. Eg fór að læra söng hjá pabba þegar hann kom og ég var 18 ára. Það er raunar mitt fyrsta og eina söngnám. Eg var alltaf eitthvað hjá honum þessa vetur sem ég var fyrir sunnan en það var stopult. En við pabbi sungum inn á lakkplötur fjórar óperuaríur. Þessar upptökur era til en voru aldrei gefnar út á plötu. Ég efast um að nokkum tímann hafi feðgin sungið saman óperuaríu hér á landi. Ég man ekki eftir því. Ég hafði ekkert kynnst pabba íýrr en á þessum Reykjavíkuráram 1948- 1953. Við urðum samt aldrei nákomin og náðum aldrei vel saman. Hann var í eðli sínu hlýr og sérstaklega gjafmildur en ákaflega ör og bráðlyndur. Maður skildi þá ekki hvað hann var búinn að ganga í gegnum. Það er útilokað að nokkur komi heill úr því sem hann lenti í. Inga Hagen kom nokkru á eftir pabba til Islands. Hún var óperusöngkona og leiddist hér mikið, hafði ekkert við að vera. Þau pabbi höfðu kynnst úti, sungu saman við óperuna og voru sjálfsagt búin að vera saman í mörg ár áður en Sigga fæddist. Kannski hefði hann aldrei farið fram á skilnað við mömmu hefði hún ekki komið til. En þannig var að Sigrid fékk ekki að bera nafn hans nema þau væra gift. Nina var ákaflega yndisleg manneskja, vildi fá mig út til sín og ætlaði að kenna mér. Svo komu vordagamir 1953. Afi hafði gert Páfastaði að ættaróðali árið 1950 og þá keypti ég jörðina án þess að vita nokkuð hvað ég var að gera. Þetta vor varð ég að taka ákvörðun um framtíðina. Það var voðaleg togstreita í sálinni þá. Ég vildi ekki þurfa að leggja á nokkurn það sálarstríð sem ég átti þá í. Afí var búinn að liggja lamaður í mörg ár og mamma heilsulítil. Steingrímur Óskarsson var fluttur út í Stóru-Gröf og jörðin var að leggjast í eyði. En samkvæmt óðalslögunum 62 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.