Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.2006, Page 18

Heima er bezt - 01.02.2006, Page 18
fullt af rusli og óhreinindum. Óhrein börn, þ. á. m. lítil stúlka í síðum, grútskítugum kjól, söfnuðu rusli. Lítill drengur fann leifar afbrauði í nestispakka sem einhver lystarlaus túristi hafði kastað frá sér. Gömul kona með slæðu, haldandi á gulum plastpoka, hrifsaði brauðið af stráksa, gaf honum smábita en stakk því sem eftir var í poka sinn. Kona sat á hækjum sínum og hellti úr fúllri rusladollu út í síkið. Geysilega litríkt mannlíf var á götum Kaíró. Margir voru vel klæddir, bæði á vestræna og austræna vísu. Börn og unglingar í skólabúningum, karlar og litlir strákar í kjólum, langflestar konur með slæður og eina sá ég alveg svartklædda frá hvirfli til ilja og aðeins sá í augun. Ekki var óalgengt að karlmenn væru í vestrænum klæðum en leiddu sér við hlið konur með slæður í allavega litum, síðum kjólum og voru slæðumar í litum í samræmi við liti kjólanna. Allstaðar var verslun í gangi þótt sunnudagur væri. Brauð var selt á pöllum og fólk bar þetta heim til sín óinnpakkað, sumir heilu staflana. Nokkurs konar kökulag var á brauðinu, allra líkast þykkum hveitikökum. Við ókum gegnum fátækrahverfi þar sem vom sóðalegar blokkir og markaður í gangi framan við. Fullir vagnar af káli og öðm grænmeti, sem mér virtist líta út eins og úrgangur frá öðrum og betri markaði. Hreykinn karl ók hjá í asnakerru, sem hlaðin var pappakössum og spýtnadrasli og innan um það sátu tvö börn. Eg ímyndaði mér að hann væri þarna rígmontinn með góðan feng sem hann myndi nota til að klastra upp á fátæklegar vistarverur ijölskyldunnar. Við sáum tvo stóra geitahópa sem verið var að reka þama inni í miðri borg og á graseyju innan um dundandi umferðina stóð karl í ljósum kjól og beitti þartveim geitum í bandi. Víða í borginni vom flottar og myndarlegar byggingar, ýmsir skólar, þ. á. m. háskólinn, nýtt óperuhús, sjúkrahús og minnismerki Sadats, rústir af kastala Sala al - Dihn og höll þar hjá. En nú var kominn tími til að aka burt úr borginni. Víða voru fallegar plantekrur þar sem vatni var veitt en í baksýn blöstu við sandijöllin miklu. Hannah sagði okkur frá sandstormunum, sem stundum geisa og hvemig eftir þá fer mikið verk í að hreinsa burtu sandinn af lóðum og jafnvel innan úr húsum. Hannah var hláturmild og létt í lund og gerði óspart grín að bílstjóranum og forstjóra ferðaskrifstofunnar, sem var með okkur í bílnum. Einnig fannst mér ilmvatnssalamir léttir í lund og grínaktugir. Mér fannst þessir tiltölulega fáu Egyptar sem ég sá hafa einkennilega kúpt augu, hvernig sem á því stendur. A bakaleiðinni skall myrkrið yfír eins og hendi væri veifað. Eldrautt fullt tungl skein yfir sandinn og pálmalundina. Hvarvetna meðfram veginum voru söluskálar með ávöxtum, svaladrykkjum, kaffísölu og einnig bílaverkstæði. A einum stað sá ég íjölda kjötskrokka hanga fast við veginn. Allstaðar var fólk á ferli þó að dagur væri af lofti. Einn og einn kjólklæddur karl á gangi meðfram veginum, konur berandi plastbrúsa með vatni, krakkar ríðandi á ösnum. Dauf ljós sáust í húsum og kofum en moskumar vom ríkmannlega lýstar grænum Ijósum. I Port - Said voru ungar stúlkur og konur saman á gangi en karlar sátu á kaffihúsum. Þegar við gengum flotbryggjuna að skipinu heyrðist hávært bænakall úr næstu mosku. 66 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.