Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.2006, Qupperneq 19

Heima er bezt - 01.02.2006, Qupperneq 19
V-~J I Freyja Jónsdóttir: Kirkjan á Hvalsnesi Talið er að Hallgrímur Pétursson hafí verið fæddur á Hólum í Hjaltadal, frekar en á einhverjum bæ þar í nágrenninu, árið 1614. Faðir hans var Pétur Guðmundsson, hringjari á Hólum. Pétur var sonur vel efnaðs bónda í Gröf á Höfðaströnd. Pétur og biskupinn á Hólum, Guðbrandur Þorláksson, voru bræðrasynir. Hallgrímur, bróðir Péturs, tók við búð í Gröf eftir föður þeirra. Föður Hallríms er lýst sem atkvæðalitlum manni, sem hafi fengið hringjarastarfið á Hólum fyrir frændsemi við biskupinn. Móðir Hallgríms hét Sólveig og er lítið til af heimildum um hana. Hallgrímur var settur til mennta en áður en hann lauk námi fór hann til Danmerkur og mun hafa lagt stund á járnsmíði. Þegar Brynjólfur Sveinsson, biskup, var á ferðalagi í Kaupmannahöfn bar fundum hans saman við Hallgrím Pétursson. Fyrir áeggjan biskupsins fór Hallgrímur í Vor Frue skóla í Kaupmannahöfn. Árið 1636 kom nokkuð af því fólki sem Tyrkir hertóku hér á landi árið 1627, til Kaupmannahafnar. Meðal þeirra var Guðríður Símonardóttir sem Tyrkir rændu í Vestmannaeyjum. Hallgrímur og Guðríður felldu hugi saman og vorið eftir segir sagan að Hallgrímur hafi hætt í skóla til þess að fara með Guðríði heim til íslands. Þau komu með kaupfari og settust að á Rosmhvalanesi á Folafæti, sem var lítið hjáleigukot frá Ytri-Njarðvík. Þeim var fálega tekið af Suðurnesjamönnum. Guðríður var gift kona þegar mannræningjarnir náðu henni og fluttu nauðuga suður til Alsír þar sem hún var ambátt. Hún var hart dæmd fyrir að vera komin í kynni við annan mann án þess að vita hvort maður hennar væri lífs eða liðinn. Það virtist litlu breyta þegar það var uppvíst að Guðríður hafði verið ekkja í nokkur ár. Auk þess sem að framan greinir, var baráttan við fátæktina erfið. Hallgrímur vann erfíðisvinnu með búhokrinu. Ekki er vitað af hverju Hallgrímur og Guðríður völdu að búa á Rosmhvalanesi. En ætla má að áhrif á búsetuval hafi tengst því að frændur Hallgríms, kennimennirnir Einar Hallgrímsson og Bergsveinn sonur Einars, höfðu verið prestar á Utskálum. Árið 1642 vísiteraði Brynjólfur Sveinsson, biskup í Skálholti, um Suðurnes. Telja má víst að þá hati fundum þeirra biskups og Hallgríms borið saman, en tveimur árum síðar var Hallgrímur vígður að Hvalsnesprestakalli. Vel er hægt að ímynda sér að þá hafi Guðríður og Hallgrímur talið að allir erfiðleikar væru að baki en svo var þó ekki. Þrátt fyrir að Hallgrímur Pétursson væri orðinn þjónandi prestur hélt spottið áfram og var hæðst að klæðaburði hans. Hallgrímur átti ekki þau skartklæði sem sumum efnamönnum þótti tilhlýðilegt að prestur bæri. Talið var að Torfí sýslumaður hafi verið þar fremstur í flokki. Nokkrum árum síðar var Torfi þessi dæmdur frá æru og missti embættið. Háðið um klæðaburð prestsins var þó lítið í samanburði við þá miklu sorg þegar Guðríður og Hallgrímur misstu Steinunni dóttur sína nokkurra ára gamla. Steinunn hvílir í Hvalsneskirkjugarði, en ekki er lengur vitað hvar leiði hennar er í garðinum. Steinn, sem var á leiði hennar, er nú geymdur í kór kirkjunnar á Hvalsnes, en hann fannst í stéttinni fyrir framan kirkjuna. Talið er að Hallgrímur hafí sjálfur höggvið nafn dóttur sinnar í steininn. Talsverð leit hafði verið gerð að bautasteini Steinunnar en án árangurs þartil kirkjustéttin var endurbyggð 1964, að steinninn fannst í gömlu stéttinni. Utfarasálminn, ,Allt eins og blómstrið eina“, sem enn er sunginn við jarðafarir, orti Hallgrímur vegna fráfalls Steinunnar. A Hvalsnesi hóf Hallgrímur Pétursson prestskap sinn. Hvalsnes er á Reykjanesskaga, sunnar á strandlengjunni en Sandgerði. Eftir heimildum var jyrst byggð kirkja á Hvalsnesi árið 1370. Þá átti kirkjan sjö kvígildi, Jjórðung í heimalandi og jörð á Norður-Nesjum. Líklegt er að á sextándu öld hqfi sújörð lagst í eyði vegna uppblásturs. Heima er bezt 67

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.