Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.2006, Qupperneq 23

Heima er bezt - 01.02.2006, Qupperneq 23
árgerð 1931. Harry Ferguson og Henry Ford á fiundi sínum þar sem þeir gerðu handabands-samkomulagið sitt. láta síga með einu handfangi við hlið ekilsins. Um miðjan þriðja áratuginn var hann farinn að framleiða traktor sem byggður var á David Brown grind, með áföstum plógi. Stóð sú framleiðsla í tvö ár. Árið 1938 sýndi Harry Ferguson Henry Ford einn af David Brown traktorunum. Upp úr því gerðu þeir félagar svokallað „handabands-samkomulag.“ Ford verksmiðjurnar hönnuðu og kynntu svo Ford 9N traktorinn árið 1939. Það var Fordinn með Ferguson útbúnaðinum, eða Ford Ferguson traktorinn. Á stríðsárunum var framleidd útgáfa af honum með jámhjólum, sem sett var á markað árið 1942, undir númerinu 2N. Traktorinn var málaður í gráum lit, líkt og orrustuskipin. Ferguson hafði viljað hafa traktorinn svartan á litinn, en starfsfólk hans sannfærði hann um að grái liturinn væri heppilegri. Þegar Henry Ford II tók við Ford verksmiðjunum þá dró hann fyrirtækið út úr hinu svokallaða „handabands-samkomulagi“ og hóf að framleiða traktor undir númerinu 8N, árið 1948. Jafnframt hætti Ford að greiða prósentur af sölu til Fergusons. Af því urðu mikil málaferli, þar sem Ford var dæmdur til að greiða hæðstu bætur sem um gat í sögu Ford fyrirtækisins á þeim tíma. Meðan á þessu stóð hafði Ferguson hafið að framleiða traktor í Englandi, fyrir stríðshrjáða bændur Evrópu. Sá Massey-Harris 3, árgerð 1923. traktor, Ferguson TE-20 var með Continental Z-120 vél, sem byggð var í Bandaríkjunum. Var hún notuð þar til Standard Motors verksmiðjurnar í Englandi voru tilbúnar með vél til þessara nota. Fergusoninum íylgdu margvísleg hjálpartæki, svo sem lyftanlegur plógur, diskaherfí, sláttuvélargreiða, vökvalyfta, staurabor, steypuhrærivél, o.s.frv. Einum Ferguson var breytt þannig að hægt var að setja gúmmíbelti á milli hjólanna og var honum ekið á suðurpólinn. Heima er bezt 71

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.