Heima er bezt - 01.02.2006, Síða 25
Asmundur Uni Gudmundsson: l' 1*7
Grimm hríð
að norðan
Þessi pistill greinir frá veðurfari
í einn sólarhring, og húsaskipan á
Krossi í Haukadal. Því miður get ég
ekki ársett þetta nákvæmlega en vitna
til skipsins Playing Enterprize, sem lenti
í hrakningum undan Irlandsströndum
í þessu sama veðri. A því var danskur
skipstjóri. A þessum tíma átti ég heima
hjá foreldrum mínum, þeim Guðmundi
Pálma Asmundssyni (1890-1981) og konu
hans, Málmfríði Jóhannsdóttur (1887-
1964), þá ábúendum á þriðju eignarjörð
sinni, Krossi, sem fór í eyði 1964. H inar
jarðir þeirra voru Oddstaðir í Miðdölum,
þar bjuggu þau í 1 ár, og Þormóðsdalur
í Mosfellssveit, 10 ár. Árið 1944 kaupir
faðir minn Krossinn og leigir hann í 1
ár, flytur ekki frá Þormóðsdal íyrr en í
fardögum árið 1945, og að hluta til ég
sjálfur, þar sem ég var þá kominn með
fjölskyldu.
í Haukadal getur verið slík veðurblíða
svo dögum og jafnvel vikum skiptir,
að erlendar sólarstrendur blikna í
samanburðinum. Ástæðan er einföld: há
fjöll og þröngur dalur, þar sem hitapottar
myndast mjög fljótt. Þá er hætt við að
svokallaðar fjallaskúrir (hitaskúrir) hellist
niður líkt og hellt sé úr fötu, en hætti
svo jafn skyndilega og þær byrjuðu, auk
allra annarra útgáfa af góðu veðri. Á
hinn kantinn gat svo orðið snarvitlaust
veður, sem menn hröktust undan, ef út
þurftu að fara og byggingar héngu sem
á þræði væru. Þá er hver sæll og heppin
að hafa skjól.
Sá hluti Haukadals sem hér um ræðir,
er fyrir framan (austan) Hlaup, sem er
stutt gljúfur. Sú sögn er til að einhverju
sinni til foma, hafi maður hlaupið yfir
gljúfrið og að þannig sé nafnið tilkomið.
Þetta ömefni er á móts við Kirkjufellsrétt,
sem reist var 1961. Þama sveigist
dalurinn og liggur nálægt því að vera
frá norðvestri í suðaustur, og sveigir að
lokum í undirhlíðum Snjóljalla, vestan við
Snjóljallakamb, á móts við Hvassárdal
upp af Fomahvammi.
I túninu á Krossi eru 7 hólar misháir
og eins að umfangi. Standa leifamar af
bæjarhúsunum á lægsta hólnum og þeim
breiðasta. Svona 10-12 metrum vestur
af honum er bæjarhóllin. Upp á honum
era rústir af einhverri byggingu. Lengra
frá er nokkuð hár hóll og fremur lítill
að umfangi, og heitir hann Topphóll.
Austur af honum er lægri og breiðari
hóll, nafnlaus. Hann var notaður fyrir
graífeit hrossa, sem þjónað höfðu
heimilinu um langa hríð. Skáhallt á
móti honum í áttina að Skarði, er enn
einn hóllinn, álíka hár og nafnlaus líka,
en hann fékk nafnið Tjaldhóll eftir að
reist var fánastöng á honum 1946. Á
milli þessara síðast töldu hóla var og er,
heimreiðin, uppgróin núna. 1 framhaldi
af Tjaldhóli í áttina að bænum Skarði,
var svæði sem spratt fremur illa og var
framhald af örnefni sem heitir Lengja,
og sem gaf ekki heldur mikið gras af sér.
Þetta ömefni liggur frá bæjarhúsum og í
þann hól sem fjárhúsin og fjárhúshlaðan
standa á. Meðfram þessari Lengju var
og er, hátt barð og undir því djúpur
vélgrafmn skurður. I framhaldinu af
Tjaldhóli var grafið fyrir íbúðarhúsi fyrir
mig, haustið 1962, og sökkull steyptur,
sem stendur enn sumarið 2005, þó farinn
sé að láta á sjá. Ofan á þennan sökkul
átti að konia einingahús vorið eftir, frá
Snorra Halldórssyni frá Magnússkógum,
en hann stofnaði Húsasmiðjuna forðum.
Af þessum kaupum varð ekki, vegna þess
að fjölskylda mín hafði stækkað nokkuð
ört og vandséð varð um skólagöngu
bamanna er fram í sótti. Einnig spilaði
inn í fjárhagsafkoma mín og minna, á
afdalajörð, þar sem vegasamgöngur voru
stopular að vetri til.
Eftir að þunnu moldarlagi hafði verið ýtt
ofan af grunninum, kom í ljós glerharður
jökulruðningur og bútur af garðlagi eða
vegg. Við hliðina á þessum vegg, eða hvað
sem það nú var, fannst herðablað, sem
hvað lögun varðaði, gat verið úr manni,
og nú er hægt að leika sér svolitið. Sagan
segir að Kolbeinn ungi hafi riðið suður
um Haukadalsskarð og setið hafí verið
fyrirhonum í láginni á milli Réttarhóla
og Þröngaskarðs undir Klambrafelli og
þar barist. Víst er um það að þar era
4-5 misfellur í landinu, sem gætu bent
til þess að þar hafi menn verið urðaðir.
Gera mætti að því skóna að einhverjum
hafi tekist að forða sér frá þessum fundi
og flúið í burtu og verið náð þama undir
garðlæginu. Þetta bein fékk að fara með
öðrum ruðningi fram af barðinu.
Það er engum vafa undir orpið að Kross
er kominn í ábúð á Landnámsöld, því
þrjú stór keröld úr steini eða álíka efni,
era undir steyptri hlandfor frá fjósinu.
Það er vitað að brotið var skarð í eitt
kerið fyrir einu hominu á hlandforinni,
sem var steypt í kringum 1929.
Þá er komið að bæjarhúsunum sjálfúm.
Baðstofan sneri nálægt því í sömu stefnu
og dalurinn. I upphafí var mjög þykkur
torfveggur við austurgafl baðstofunnar,
hann var rifinn 1947. Veggurinn var
Ueimaerbezt 73