Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.2006, Side 28

Heima er bezt - 01.02.2006, Side 28
óstudd; hjálparmenn virðast oft hafa hlaupið með henni og stutt við vængina til að halda tækinu stöðugu. Næsta sumar var ný og stærri sviffluga prófuð, en nokkuð vantaði enn upp á burðarþolið. Lengsta flugið mældist 389 fet, eða tæpir 120 metrar. Bræðmnum var nú ljóst að útreikningar þeirra á burðarþoli eða lyftikrafti vængjanna stóðust ekki. Þeir fóru nú yfir þessa útreikninga og mældu - fyrstir manna - burðarþol og loftviðnám svifflugu í vindgöngum. Að því loknu smíðuð þeir nýja flaug með endurhönnuðum vængjum. Arið 1902 prófuðu þeir nýju sviffluguna með góðum árangri. Þeir gátu í fyrsta sinn flogið talsverðan spöl með fúllri stjóm á fluginu. Var nú komið að lokaáfanganum - að setja hreyfil í tólið. Bræðumir ákváðu að nota léttan bensínhreyfd, en fundu engan sem hentaði á markaði og smíðuðu því á reiðhjólaverkstæði sínu fjögurra strokka hreyfd og settu í vélina. Wrightbræður hönnuðu flugskrúfur og prófuðu í vindgöngunum, þar til heppileg gerð var fengin. Aftan á vængjum flugvélarinnar voru tvær skrúfur, tengdar við hreyfdinn með keðjudrifi. Síðla árs 1903 var nýja flugvélin tilbúin, sem bræðurnir kölluðu einfaldlega Flyer (,,flygildið“). Þegar þeir hugðust prófa gripinn 14. desember á sandsléttum nærri Kitty Hawk köstuðu þeir peningi um það hvor ætti að stýra flygildinu, og Wilbur vann. Flugvélin brotlenti eftir 3 /2 sekúndu. Að lokinni viðgerð var röðin komin að Orville, og hann hafði fulla stjóm á vélinni og lenti farsællega eftir 12 sekúndna flug hinn 17. desember. Lengd þessa fyrsta flugs mældist 120 fet (37 m), sem er um hálf lengd Boeing 747- breiðþotu. Þá um daginn flugu þeir fjórum sinnum, lengst 852 fet (260 m) á 59 sekúndum og upp í um átta til fjórtán feta hæð. Samanlagðurflugtími flygildisins var kringum 100 sekúndur. Að lokinni fjórðu flugferðinni feykti áköf vindhviða Flyer um koll, braut burðargrind og vélarhluta og sleit nokkur stög. Þar með var flugsaga þessarar fyrstu vélknúnu flugvélar sögunnar á enda. En Wrightbræður töldu sér hafa Eftirmynd af„flygildi ‘ 2003.' (Flyer) Wrightbrœðra á flugi Eftirmynd afflugvél Weisskopfs, nr. 21, á flugiyfir Leutershausen. tekist ætlunarverk sitt, að smíða vélknúið flugfar þyngra en loft og hafa á því stjóm í flugtaki, á flugi og í lendingu. Þeir tóku flugvélarbrakið því sundur og pökkuðu hlutunum til geymslu. Heim komnir skráðu bræðumir lýsingu á flugtækinu og unnu áfram að hönnun og smíði flugvéla. Þeir sóttu síðan um einkaleyfí á gerð flugvélar, sem þeir fengu 1906. En frægasta flugvél sögunnar, Flyer, lá að mestu óhreyfð í pörtum í þrettán ár, framan af þeim tíma í geymsluskúr á bak við reiðhjólaverslun bræðranna í Dayton, nema hvað sveifarás og kasthjól voru fengin að láni á flugsýningu í New York 1906 en var aldrei skilað og eru nú glötuð. Árið 1913 flæddi Ohioáin yfir bakka sína og kassinn með flugvélarhlut- unum var á kafi í vatni í nokkrar vikur. Þar kom að Orville reisti nýja skemmu og flutti dótið þangað. Árið 1910 buðu Wrightbræður Smithsonstofnuninni í Washington Flyer sinn frá 1903 að gjöf. Ritari stofnunarinnar afþakkaði boðið en mæltist í þess stað til að fá nýjustu flugvélargerð bræðranna. Þetta vakti grunsemdir þeirra, enda kom brátt í ljós að fyrir ritaranum vakti að bæta hlut fyrirrennara síns, Samuels Langleys, með því að sýna flugvél hans, Aerodrome A, við hlið nýjustu flugvélar bræðranna og láta sem þeir hefðu stuðst við flugvél hans. Grunur Orvilles styrktist árið 1914 (Wilbur lést 1912), þegar Smithsonstofnunin bað flugvélahönnuðinn og uppfmningamanninn Glenn Curtiss (1878-1930) að smíða eftirmynd af Aerodrome A. Þessari bón varð Curtiss fúslega við, enda stóð hann um þessar mundir í málaferlum við Wrightbræður út af einkaleyfi sem hann hafði sótt um fyrir hallastýrisspeldum á vængjum flugvéla, þar sem bræðumir stýrðu halla flugvéla með því að snúa upp á vængina. (Þeir unnu málið, en búnaður Curtiss hefúr síðan verið á öllum flugvélum.) Curtiss smíðaði svo flugvél eftir teikningum Langleys en endurbætti hreyfdinn talsvert, og í ljós kom að hægt var að fljúga þessari flugvél og stýra á fluginu. Endurgerðaderodrowe-vélin var svo sýnd á Smithsonsafninu sem „fyrsta mannbæra flugvél sögunnar“. Orville varð æfúr og ákvað að ná sér niðri á stofnuninni með því að lána Flyer á safn í Lundúnum, og vænti þess að landar hans myndu ekki líða það að fyrsta flugvél heims, smíðuð í Bandaríkjunum og af Bandaríkjamönnum, yrði send úr landi. Fulltrúar Smithsonstofnunarinnar drógu enn lappimar og svo fór að flugvél Wrightbræðra var lánuð Vísindasafninu (Science Museum) og sett upp í Lundúnum í febrúar 1928. Árið 1942 sendu nýir menn í stjóm Smithsonstofnunarinnar frá sér tilkynningu þar sem þeir viðurkenndu frumkvöðulsstarfWrightbræðra og föluðu flugvél þeirra til sýningar. Þá var hún í ömggu byrgi skammt frá Lundúnum vegna loftárásahættu, og að stríðinu loknu féllst Orville á það að Bretamir fengju tíma til að smíða eftirmynd hennar. Flyer var svo skilað til Bandaríkjanna 1948 og flugvélin sett upp á Smithsonsafninu í Washington í sama sýningarsal og Spirit 76 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.