Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.2006, Qupperneq 32

Heima er bezt - 01.02.2006, Qupperneq 32
voru en loftið. Flugvél hans, 14bis, lyftist fyrst frá jörð 7. september það ár. Hinn 23. október komst hún 50 metra spöl, og 12. nóvember var vegalengdin orðin 220 metrar og flughæðin um 6 metrar. ffraðinn í þessari síðustu ferð var mældur, upp á metra, 37 kílómetrar og 358 metrar á klukkustund. Trúlega er Alberto Santos Dumont eini frumkvöðuliinn í sögu flugsins, sem lifði það að ryðja fyrst brautina í gerð loftbelgja, átti síðan þátt í þróun loftskipa sem sigldu í gufuhvolfínu, og varð eftir það umsvifamikill athafnamaður í hönnun og flugi vélknúinna, vængjaðra flugvéla. Santos Dumont smíðaði fleiri flugvélar. Frægust þeirra er tríilega síðasta hönnun hans, Demoiselle, frá árinu 1909, sem telja má fyrirrennara fisflugna nútímans. Allmargar þessara flugvéla voru smíðaðar í nokkrum afbrigðum. Hann hannaði einnig flugvélar sem síðan urðu fyrirmynd að ffönskum herflugvélum í fyrri heims- styrjöld. I heimalandi sínu, Brasilíu, og raunar víðast í rómönsku Ameríku, er Santos Dumont hylltur sem fyrsti flugmaður sögunnar. Sjálfúr viðurkenndi hann brautryðjendastörf Wrightbræðra og var sáttur við að teljast fyrstur hafa flogið flugvél í Evrópu með fullri stjórn. Jafnvel þessi staðhæfmg er umdeild. Danskur úrsmiður og hugvitsmaður, Jacob Christian Hansen Ellehammer (1871-1946), flaug heimasmíðaðri flugvél hinn 12. september 1906. Raunar var þetta fyrsta flug hans ekki nema 42 metra langt, og flughæðin var víst um 40 sentímetrar. Síðar átti Ellehammer efltir að smíða fleiri flugvélar og með betri árangri, og Danir telja hann að sjálfsögðu fyrsta flugmann í Evrópu. Árið 1910 veiktist Santos Dumont, og að honum látnum var veikin greind sem MS-sjúkdómur (heila- og mænusigg). Hann varð upp úr þessu þunglyndur og fluttist síðar til Brasilíu. Ekki bætti úr skák þegar framámenn í brasilískum vísindum hugðust hylla þennan landa sinn með því að taka á móti honum í sjóflugvél, en flugvélin fórst og allir sem í henni voru. Loks varð það enn til að auka á armæðu hans, að flugvélar, sem hannaðar voru eftir hugmyndum hans, voru notaðar í hemaði. Nýsjálenskt frímerki, þar sem braut- ryójandastarfs Richards Pearses í flugmálum er minnst. Alberto Santos Dumont svipti sig lífi í Sao Paolo í Brasilíu 23. júlí 1932. Ef að sé og ef að mundi... Menn velta því stundum fyrir sér hvernig örlögin eiga til að breyta gangi sögunn- ar. Ef Otto Lilienthal hefði ekki farist í flugslysi 1896 má telja líklegt að hann hefði sett vél í flugtæki, eins og hann hugðist gera, og þá hefði hann trúlega orðið á undan Wrightbræðmm að hefja vélknúna flugvél til flugs og stýra henni í flugi og lendingu. Annar forvígismaður, sem einnig endaði ævina eins og Ikaros í goðsögninni, var enskur efnaverkfræðingur, Percy Pilcher (1866-1899). Pilcher hóf tilraunir með svifflugur snemma árs 1895, og síðar á árinu heimsótti hann Lilienthal til Þýskalands, þar sem þeir ræddust við um hvelfda vængi og fleira er varðaði lögmál flugsins. Hiram Maxim áttaði sig á hæfíleikum Pilchers og réð hann árið 1896 til starfa við gufuknúin ferlíki sín. Jafnframt vann Pilcher áfram að gerð eigin svifflugna. Eftir nokkrar fremur mislánaðar tilraunir kom hann fram með gerð, sem hann var sæmilega sáttur við, og kallaði „Haukinrí4 {The Hawk). Árið 1897 skrifaði Pilcher Octave Canute til Bandaríkjanna, og Canute gaf honum ýmis holl ráð. Haustið 1899 þóttist Pilcher þess búinn að setja hreyfíl í flugvél. Hann hannaði í því skyni þríþekju og hugðist setja í hana fjögurra hestafla sprengihreyfíl. Hann var orðinn uppiskroppa með fé og bauð því nokkrum vænlegum fjárfestum til sín hinn 30. september og hugðist sýna þeim nýju vélfluguna. Þegar til kom var hún ekki fullbúin (eða viðraði samkvæmt öðrum heimildum ekki til vélflugs). Til að mennirnir færu ekki fyluferð brá Pilcher sér á loflt í svifflugu, en eitthvað fór úrskeiðis, svifflugan hrapaði með Pilcher og hann lést tveimur dögum síðar. Af því sem hér er skráð má ráða að viðhorf manna til flugsögunnar helgast, ekki síður en til dæmis skoðun manna á því hver hafí „fundið“ Ameríku, af búsetu hvers og eins. Þannig minnast Nýsjálendingar Richards Pearses sem fyrsta flugmanns sögunnar, og Santos Dumont nýtur sömu virðingar á mestöllu meginlandi Ameríku sunnan Bandaríkjanna. Þar hefur hins vegar ein virtasta rannsóknastofnun þjóðarinnar heitið að viðurkenna aldrei neina aðra en Wrightbræður sem hönnuði fyrstu starfhæfú flugvélarinnar. Og fyrrverandi forseti Þýska sambandslýðveldisins sæmdi árið 2004 forstöðumenn Rannsókna- stofnunar Gustavs Weisskopfs í Bæjarlandi heiðursorðu sambandslýðveldisins, Verdienstmedaille des Verdienstordens der Bundesrepublik Deutschlands, sem líta má á sem opinbera viðurkenningu á fnunherjastarfi Weisskopfs. Menn gefa sér ýmsar forsendur til að réttlæta hugmyndir sínar, þar sem stundum er gengið út frá því að gangur sögunnar hefði á einhvern hátt orðið annar en raun er á. Breska ríkisútvarpið fékk nýlega fróða menn til að fara yfir gögn Percys Pilchers og ljúka við smíði vélflugu hans, miðað við þá þekkingu sem hann hefði haft aðgang að. Um þetta var nýlega sýndur fræðsluþáttur (í BBC Prime). Niðurstaðan var sú að allar forsendur hefðu verið til þess að flugvél Pilchers hefði getað orðið betri en Flyer Wrightbræðra, að því tilskildu að hann hefði lagfært ákveðnar veilur í gerð vængjaflatanna á þrívængjunni, fært sér í nyt tækni Hirams Maxims í flugskrúfugerð en lagað skrúfuna að léttari flugvél með meiru. Hér á kannski við gamall hús- gangur: Ef að sé og ef að mundi átján lappir á einum hundi. Ef að mundi og ef að sé átján lappir á einu fé. 80 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.