Heima er bezt - 01.02.2006, Qupperneq 33
Þáttur af Helga malara
Ég var fárra ára gamall, þegar ég man fyrst eftir Helga
frænda. Hann mun þá hafa verið um fertugt.
Mér varð allstarsýnt á hann. Hann var svo ólíkur öllum, sem
ég hafði séð. Höfuðið íyrir ofan augun var ákaflega stórt, en
niðurandlitið við hæfí og fremur frítt. Skegg ljósjarpt, alskegg,
alltaf greitt og vel hirt. Nokkuð var hann rangeygur, augun
blágrá, svipurinn gæðalegur. Feiminn var hann og ódjarflegur;
það var eins og hann væri sífellt að biðjast afsökunar á því
að hafa orðið til. Hann var tæplega meðalmaður á hæð og
sýndist lægri vegna þess, hve hann seig niður, þegar hann
stóð. Hann var svo stirður um hné og mjaðmarliði, að hann
átti mjög erfítt um gang; hann var ákaflega skrefstuttur, og
þýfða jörð gat hann vart gengið, að komast upp á háa þúfu
var honum ofraun, nema með því að skríða. Það var með
ólíkindum, hve langt hann komst yfir daginn, þegar hann var
á ferðalagi. Hann fór ætíð snemma af stað, kom hvergi til
að hvílast eða fá sér hressingu, fyrr en áfanga var náð. Með
þolinmæði og seiglu keppti hann að markinu.
Helgi fékk ungur svæsna beinkröm, höfúðbeinin gengu
í sundur og allir liðir urðu stirðir. Ungur missti hann föður
sinn, gáfaðan bónda, en fátækan. Þá fór ekkjan, gáfuð kona og
skörungur, á sveitina og börnin tvístruðust. Yngsta drenginn
skildi hún aldrei við sig. Helgi lenti á nokkrum hrakningi og
má geta nærri, hvernig ævi hans hefur verið, þegar fátækt
og harðýðgi var almenn og allir urðu að vinna baki brotnu
til þess að sjá lífínu borgið, og skortur, þegar harðnaði í ári.
Baðstofur án upphitunar og lýsingin grútarlampi með reyk
og stybbu, senr því fylgdi.
Er Helgi var fullorðinn, dvaldi hann oft á heimili foreldra
nrinna. Móðir mín var systir hans og sýndi honum mikið
ástríki.
Hversdagslega var Helgi svo búinn að hann var í grárri
prjónapeysu, hnepptri að framan, vesti og brjósthlíf dökk
á lit, buxur gráar úr vormeldúk. Prjónahúfu á höfði með
ofurlitlum skúf í kollinum. Enginn hattur var svo stór að
hann nægði honum. Á ferðalagi hafði hann klæðishúfu með
skyggni og uppbroti, er draga mátti niður fyrir eyrun, þegar
kalt var; var hann þá klæddur jakkafötum úr gráum eða
móleitum vormeldúk. Aldrei sáust á honurn óhreinindi, enda
var hann hverjum manni þrifnari. Hring úr gullblendingi,
sem einhver hafði gefið honum, bar hann ætíð á baugfíngri
hægri handar; var hann alltaf skínandi fágaður. Væri Helgi
spurður hver væri kærastan, var ætíð sama svarið: „Gröfin
og moldin.“
Vandaðri mann hef ég aldrei þekkt. Hann talaði aldrei lastyrði
um nokkum mann og blótsyrði kom aldrei fram yfir varir
hans. En væri honum þungt í skapi, sigu brúnir hans mjög,
og djúpar og margar hrukkur rákuðu hans breiða enni.
Bænrækinn var hann; sofnaði aldrei fyrr en hann hafði þulið
margar bænir og signdi sig, þegar hann fór í hreina skyrtu.
Og ekki var hann fyrr kominn út á morgnana en hann þreif
ofan húfuna og signdi sig og flutti bæn. Aldrei neytti hann
svo matar að hann signdi sig ekki áður og bæði guð að blessa
matinn. Þetta var barnsvani og því fylgdi trúaralvara. Hann
fann til vanmáttar síns frekar en þeir, sem hraustir voru, og
hann lifði í þeirri öruggu trú, að hinum megin grafarinnar
þyrfti hann ekki að dragast með þennan vanburða líkama,
sem gerði honum lífið svo örðugt.
Helgi var mjög barngóður. Ég heyrði hann aldrei tala
styggðaryrði til bama. „Hjartans bam!“ var æði oft ávarpsorð
hans, og gerði hann sig þá mjög blíðan. Öllum bömum var hann
mjög kær, því hann kunni ógrynni af sögum og ævintýrum:
útilegumannasögum, huldufólkssögum og tröllasögum; var
þetta sótt að mestu leyti i Þjóðsögur Jóns Ámasonar. Aldrei
heyrði ég hann segja börnum draugasögur; hann vildi ekki
vekja hjá þeim ótta. Sögumar sagði hann í rökkrinu og á
sunnudögum; mátti enginn fullorðinn vera áheyrandi. Einu
sinni konr faðir minn inn í rökkrinu frá skepnuhirðingu,
og þegar hann heyrði að Helgi var að segja sögu, fór hann
hljóðlega. Þegar ljósið var kveikt og Helgi sá föður minn meðal
áheyrenda, brá honum heldur í brún og hætti ffásögninni.
Málfar hans hafði blæ þjóðsagnanna. Hann sagði sögurnar
ekki í ágripi, heldur eins og þulu eða ljóð, án úrfellingar,
og frásagan niðaði eins og lækur, sem líður fram hjá með
hægum straumi. Mér er ekki Ijóst hvernig hann hefur numið
þessar sögur, hvort hann hefur heyrt þær sagðar eða lesið
þær. Hann var stirðlæs, en næmi hans var gott og minnið
trútt, enda sífelld uppri Ijun sömu sagna.
Gott þótti Helga vín. Faðir minn, sem var mesti hófsmaður
á vín, gaf honum einu sinni, er hann kom úr kaupstað, nærri
axlarfulla hálfflösku af brennivíni. Helgi varð léttbrýnn við,
setti stútinn á munn sér og svalg vínið í löngum teygum,
Fleima er bezt 81