Heima er bezt - 01.02.2006, Page 35
í honum hafði hann hversdagsklæðnað sinn og nærfatnað,
og í rauninni aleiguna.
Helgi var minnugur orða Jobs: „Nakinn kom ég úr móðurlífi
og nakinn mun ég héðan fara, og að lokum verður mér úthlutað
sex feta gröf, og hvers virði væri mér þá veraldarauður.“
Staf hafði Helgi í hendi, vel gerðan, með hnúð á endanum
og broddi að neðan. Auk þess bar hann með sér mannbrodda
á vetrum.
Þegar leið á ævi hans, tók hann mjög að hröma og varð
mjög valtur á fótum; settist hann þá um kyrrt hjá Guðmundi
systursyni sínum og átti þar góða daga, því að kona Guðmundar
var öllum góð. Helgi varð bráðkvaddur um 65 ára gamall.
Hann var greindur að eðlisfari, en þroskaðist lítt og var
alltaf bamalegur. Var það af ýmsum ástæðum. Hann hafði
mjög slæma heyrn, svo að hann naut ekki frétta né viðræðna.
Tæki hann sér bók í hönd, seig hið þunga höfuð hans brátt
niður á bringuna og seig á hann svefnhöfgi, svo að hann
naut lítt bóka.
Lífsstarfíð, mölunin, var ekki vænleg til þroska, og hlédrægni
hans og feimni orkuðu lamandi á sálarlíf hans.
En hann var góður maður og vandaður og ólíkur ýmsum
reikunarmönnum, sem uppi vom um hans daga.
B.M.
MYNDBROT
Att þú í fórum þínum skemmtilega mynd, t.d. af atburði, stað, húsum, dýrum eða fólki, sem gaman
væri að birta í Myndbroti? Ef svo er því ekki að senda okkur hana til birtingar og leyfa lesendum
HEB að njóta hennar líka?
Fastur uppi í tré?
I september á s.L árí, sást j'ólur maður með liræðslusvip,
ríghahla sér í tré, allnokkuð frájörðu, og var svo að sjá
að honum vœri ómögulegt að klifra niður á jöróina aftur
(mynd 1). Ahyggjufulltfólk tók að hringja í neyðarlínuna
til að láta vita afþessu, einnig safnaðist nokkur hópur
fyrir neðan og reyndi að kalla ímanninn og hvetja hann
til þess að klifra niður,
en hann hrást ekki við á
nokkurn hátt. Starfsmaður
neyðarþjónustunnar sagði
að símhringingar vegna
þessa vœru enn að eiga
sér stað til þeirra þegar
komið var fram í októher,
en nágrannarnir virtust
þó hafa áttað sig á því að
þarna vœri fátt hægt að
gera ti! hjálpar. Maðurinn
er nefnilega geróur úr
trejjagleri og er listaverk
eftir konu að nafni Susanna
Hesselberg.
Hún setti annan slíkan
upp í tré í Parísarborg
(mynd 2) og á hann að vera
þar fram íjúní á þessu
ári. Þar mun svipað hafa
átt sér stað, áhyggjufullir
vegfarendur hringdu í
lögregluna, og töldu þeir
að maðurinn væri að reyna
að komast inn um nálægan
glllgga. Heimitd: Expressen, 2005
Heima er bezt 83