Heima er bezt - 01.02.2006, Page 37
Lífs við stjá, er líður hjá,
er líkn aðfá að gleyma,
hversu þrái sárt að sjá
sundin bláu heima.
„Oft er“ hefur stundum verið viðfangsefni vísna hagyrðinga.
Hér fara á eftir þrjár vísur þess kyns eftir Sigurbjöm
Stefánsson:
Oft er kvika í úthöfum,
óvænt hik hjá byrjendum,
fólgin svik í samrœðum,
sólarblik á öldunum.
Oft er Ijós í Ijórunum,
lagður ós á vatnsföllum,
fögur rós í fjallshlíðum,
falin glósa í lofsyrðum.
Oft er freri á útnesjum,
ágœt ber í móunum,
jlúð og sker í jjörðunum,
fœlin meri á afréttum.
Við lát Sveins Hannessonar frá Elivogum (1889-1945) orti
Sigurbjörn þrjár vísur, sem hann nefnir Saknað manns.
Harmur brann við tungutak;
til ég fann, er vini
söngva-anna sá á bak,
- Sveini Hannessyni.
Betur flestum móðurmál
meitlaði, hressti geðið.
Einatt hvessti orðsins stál,
eins og best er kveðið.
Lék að hættum listamanns,
Ijóðamœtti hlaðinn.
Verður œtt og örfum hans
aldrei bættur skaðinn.
Haraldur Zophóníasson á Jaðri við Dalvík var ágætur
hagyrðingur, sem Sigurbjörn minntist, og notar sléttubönd,
eins og lesendur geta sannprófað, með því að lesa vísurnar
aftur á bak sem áfram :
Kættu fljóðin, mæta menn,
mildum óðarb/óma.
Bættu Ijóðin ágæt, enn
- Islands þjóðarsóma.
Syngdu málum gœóa gulls,
- glói stálhreinn sjóður.
Klingdu skálum fræða fulls,
flói sálrœnn óður.
Hljóttu friðinn, gengi góðs,
- gieymist niður kífsins.
Njóttu griða, ástaróðs,
- unaðshliða lífsins.
Og mér finnst fara vel á því að höfundur minnist Skagafjarðar
í lok þessa þáttar.
Meðan líf á leiftursýn,
leitar í gamlar skorður.
Hvergi sólin skærar skín
en Skagafirði norður.
Sjálfur veit ég vel og finn;
í verkum dags og Ijóðum,
starfar hálfur hugur minn
heima á œskuslóðum.
Börnin taka brátt að sjá
blómum þakinn völlinn.
Mannsins vaka í munaþrá
myndir bak við föllin.
I lokin er svo þessi staka, sem felur í sér ósk um hinsta
hvílustaðinn:
Lifir vonin alltaf ein
eftir hrakning jarðar.
Megi hvíla marghrjáð bein
í moldu Skagafarðar.
Vonandi hafið þið eitthvert gagn og gaman af að lesa
þessar vísur eftir Sigurbjöm Stefánsson.
Dægurljóð
Góðir ljóðaunnendur og dægurljóða. Góð skáld, sem svo
eru nefnd, hafa ort dægurljóð. Má meðal annarra nefna
Tómas Guðmundsson. En hann lætur lítið hafa eftir sér á
þeim vettvangi í ljóðasöfnum sínum. Hitt er annað mál, að
samin hafa verið ágæt sönglög við ljóð Tómasar. Gylfi Þ.
Gíslason samdi nokkur sönglög við ljóð Borgarskáldsins.
Það sagði Gylfi mér, en ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi
að kynnast honum dálítið. Gylfi var hlý persóna. Þegar hann
varð áttræður, var honum haldin mikil sönghátíð í Gamla Bíói
eða Operunni. Þar birtist vel, hversu mikið tónskáld Gylfi
var og ljóðrænn með afbrigðum. Sonur skáldsins Þorsteins
Gíslasonar, sem orti hið fallega ljóð „Fyrstu vordægur“,
sem margir kunna utan að, vegna þess léttleika, sem það er
gætt. Mér fínnst fara vel á að helga þennan dægurljóðaþátt
að mestu feðgunum Gylfa og Þorsteini.
Heimaerbezt 85