Heima er bezt - 01.02.2006, Blaðsíða 40
sauðum, geitum og ösnum til þessa, en á norðurslóðum þóttu
kálfskinn henta hvað best til skrifta. Skinn til bókagerðar
voru skafín og hreinsuð vandlega í kalklegi og loks nudduð
eða strokin með vikursteini eða öðru álíka, svo að þau fengju
ljósa og slétta áferð. Pergament hafði yfírburði yfír papýrus
að því leyti að það var ekki eins viðkvæmt og auk þess miklu
endingarbetra. En það var líka margfalt dýrara. I fornöld og
langleiðina út miðaldir voru papýrus og skinn notuð jöfnum
höndum til ritstarfa. I suðlægum löndum voru bækur þó
miklu oftar skrifaðar á papýrus, en skjöl og samningar sem
og aðrir gjörningar er áttu að endast lengi voru oftast ritaðir
á pergament.
Um og upp úr aldamótunum 1000 tók framleiðsla á papýrus
að dragast saman og leið síðan undir lok á næstu öldum.
Virðist svo sem pappír sem búinn var til úr bómull og var
þá nýlega kominn til sögunnar í suðlægum löndum hafí að
mestu útrýmt þessari fornu iðnaðarvöru Egypta. En það
voru Kínverjar sem fundið höfðu upp að búa til pappír um
það bil einni öld fyrir Krist og breiddist þessi tækni hægt
og sígandi út frá þeim á nokkrum öldum. Um aldamótin
600 eftir Krist var til dæmis borgin Samarkand í Mið-Asíu
orðinn helsti framleiðslustaður fýrir pappír af þessari gerð.
Talið er síðan að bæði hráefni og aðferðir til að búa til pappír
hafí borist með Aröbum eins og margt annað til landanna
við austanvert Miðjarðarhaf og tekið að breiðast þar út á
11. og 12. öld. Arabamir endurbættu líka pappírsvinnsluna
með ýmsum hætti og fundu upp að nota lín og léreft og alls
konar tuskur í staðinn fýrir bómull. Upp úr aldamótunum
1400 virðist sem framleiðsla og notkun pappírs hafí aukist
mjög í mörgum löndum Evrópu. Kom þessi aukna útbreiðsla
einkum til af því að meira framboð var þá af hentugu hráefni
til pappirsgerðar, því að þá fyrst var það orðið algengt að fólk
notaði undirföt. Slitinn nærfatnaður úr bómull þótti nefnilega
henta sérlega vel til þessa iðnaðar. A þeim tímum tóku víða
að rísa pappírsverksmiðjur eða pappírsmyllur eins og þær
voru nefndar. Framan af fór þessi starfsemi einkum fram á
Ítalíu og fleiri löndum við Miðjarðarhaf, en ekki leið á löngu
þar til slíkar myllur tækju líka til starfa norðan Alpaljalla.
Svo gerðist það að Gutenberg fann upp prentlistina um 1440
og prentun bóka hófst síðan á seinni hluta 15. aldar. Pappír
var forsenda prenttækninnar og með tilkomu prentlistarinnar
jókst mjög eftirspurn eftir pappír. Varð pappírsnotkun þá brátt
útbreidd og almenn í flestum löndum Norðurálfu. Talið er að
fyrsta pappírsmyllan í Danmörku hafi verið stofnsett árið 1570
og fleiri fylgdu á eftir bæði þar og víðar á Norðurlöndum.
Ekki er kunnugt um hvenær pappír tók að flytjast til Islands,
en hann byrjaði þá brátt að leysa bókfell eða kálfskinn af
hólmi til skrifta og bókagerðar. Vart mun það þó hafa gerst
fyrr en á 15. öld og ekki varð algengt að nota pappír til
ritstarfa fýrr en á 16. öld. En þótt pappír kæmi þetta snemma
í gagnið hér á landi, þá notuðu menn samt bókfellið lengi vel
nokkuð jafnhliða hinu nýja efni og voru þannig pappír og
skinn í gangi nokkuð jöfnum höndum til ritstarfa. En þegar
kom fram á 17. öld verður pappír brátt eina efnið sem menn
notuðu, þegar þeir þurftu að festa einhver orð á blað og hefur
svo verið í sívaxandi mæli alla tíð síðan. _
Steinunn R.
Eyjólfsdóttir:
Víst fer það ekki fram hjá neinum að orð og orðatiltæki
komast í tísku, alveg eins og föt eða bílar til dæmis. Eg
minnist þess að á unglingsárum mínum var fólk eilíflega
„reddí“ (ready), þ. e. tilbúið, ef það var að fara eitthvað. Nú
hefur sem betur fer ekki nokkur maður verið „reddí“ í áratugi.
Það mun þó ekki vera vegna þess að fólk ferðist minna en
áður, heldur hefur þessi leiða sletta fallið í gleymsku - en
því miður aðrar komið í hennar stað.
Ein af vinsælustu tískuslettum þessa dagana er orðið flóra.
í einhverjum dýragarði átti að auka dýraflóruna. í skólum er
vitaskuld námsbókaflóra. Mannanafnaflóran er afar mikilvæg,
eins augljóst hlýtur að vera. Þetta óyndislega orð er hengt
aftan við nánast hvaða nafnorð sem er. Flórutískan er því
undarlegri sem hennar er hvað síst þörf af öllum slettum.
Án þess að ég telji þörf fyrir neitt af þeim. En hvað flóruna
snertir ná önnur orð oft betur að túlka það sem átt er við.
Ríki, úrval, hefð, menning, svo eitthvað sé nefnt. En engu
er líkara en menn vilji sleppa við að hugsa og troði því alls
konar ólíkum hugtökum undir flórunafnið. Vonandi hafa
málvöndunarmenn - sem nú virðast, guði sé lof, vera að
rumska í sínum Þyrnirósarturni - ekki mjög heita ást á þessu
orði.
Því það er nú eitt af því sem stöðugt glymur í eyrum manns,
hversu fólk elskar alla skapaða hluti. Ekki aðeins maka sína,
eins og dugði nú í grárri fomeskju, ekki aðeins (jölskylduna,
jafnvel hundinn og köttinn þegar lengst gekk. Nei, nú er fólk
kærleiksríkara en svo. Það elskar skóna sína og úlpumar,
bílana og reiðhjólin, sápur og ilmvötn, mat og drykk. Eg verð
að játa að mér letti héma um daginn, þegar lítil stúlka tilkynnti
mér að hún elskaði ekki grænar baunir, þó ég hefði heldur
viljað heyra að henni þætti þær ekki góðar. Þessi ofnotkun
ástarjátninga til allskonar drasls er ljóst dæmi þess hvernig
falleg orð geta orðið marklaus og útjöskuð. Hvers vegna getur
matur ekki verið hreint og beint góður eða frábær, bíllinn
einstakur, úlpan ómissandi? Varla þarf maður að úthella ást
sinni yfír þetta allt saman.
88 Heimaerbezt