Heima er bezt - 01.09.2006, Page 6
Lengi var M. R. sigurstranglegur í þessari keppni, sem öll
þjóðin fylgdist með. Hér voru fjölfróðir unglingar á ferð.
Hjónin, Guðmundur Guðmundsson og Anna Friðriksdóttir
ætla að segja okkur frá dvöl sinni í Mósambík, sem varaði á
þriðja ár. En áður en að því kemur, skal nokkur grein gerð
fyrir þessum ágætu hjónum, ætt þeirra og uppruna.
Guðmundur er fæddur í Svíþjóð 8. ágúst 1954. Uppalinn
í Reykjavík. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum við
Tjömina 1974, en lauk síðar prófi sem matvælafræðingur
frá Háskóla íslands, og starfar hjá Iðntæknistofnun.
Guðmundur hefur áhuga á tónlist og leikur á gítar sér til
ánægju. Einnig hefur hann yndi af silungsveiði.
Faðir Guðmundar er Guðmundur Helgason, raffræðingur,
sonur Helga Guðmundssonar bankastjóra Utvegsbankans,
en hann var bróðir Ásmundar biskups og þeirra systkina frá
Reykholti í Borgarfirði, sem áttu að föður séra Guðmund
Helgason frá Birtingaholti.
Móðir Guðmundar er Katrín Sverrisdóttir Thoroddsen,
en faðir hennar var sonur Skúla Thoroddsen og Theódóru,
konu hans, sem var þekkt skáldkona.
Kona Guðmundar matvælafræðings er Anna Friðriksdóttir.
Hún er fædd 10. apríl 1955 á Akureyri, dóttir Friðriks
Kristjánssonar, trésmiðs, á Hrafnagili, og Kolfinnu Gerðar
Pálsdóttur, húsmæðrakennara. Friðrik er bróðir hinna
kunnu klerka, Benjamíns og Bjartmars, frá Ytri-Tjömum
í Öngulsstaðahreppi. Móðir Önnu er ættuð úr Vestur-
Húnavatnssýslu, lengi húsmæðrakennari og starfandi við
félagsmál, er enn meðhjálpari í
Grundarkirkju.
Anna er með próf í matvæla-
og lyfjafræði, þótt lengst af hafi
hún starfað sem lyijafræðingur.
Hún hefur áhuga á ferðalögum og
lestri góðra bóka. Þau hjón eiga þrjá
syni, sem heita Sverrir, Snæbjöm
og Eyjólfur.
Ég lagði nokkrar spurningar fyrir
hjónin, og spurði þau fyrst hvers
vegna þau hefðu farið til Afríku til
dvalar og starfa þar. Þau svöruðu
mér þannig:
- Við vomm komin á miðjan
aldur og vildum gjarnan breyta
til og sjá, hvemig okkur líkaði að
búa erlendis. Við höfðum hugsað
okkur, að ef tækifæri gæfist, mund-
um við reyna að fara eitthvað
lengra en til næstu nágrannalanda,
þar sem við töldum, að lífíð væri
um flest svipað því, sem er hér
heima. Það má því segja, að þegar
Þróunarsamvinnustofnun Islands
auglýsti starf matvælafræðings
í Mósambík hafí andinn verið
reiðubúinn, og við slógum strax Ut á Tónni í Dyrhólaey.
uuumunuur meu veiuinu, vieinju
ur Hraimsfirði á Sncefellsnesi.
til. Guðmundur sótti um starfið og
fékk það.
Þetta var árið 2001, en þróunar-
aðstoð Islendinga við Mósambík
hafði þá staðið í nokkur ár.
Uppbygging eftirlitskerfís fyrir
mósambískan sjávarútveg var
veigamesti þátturinn í aðstoðinni, og
munaði þar mest um uppbyggingu
rannsóknastofu í höfuðborginni
Mapútó. Þegar við komum til
Mósambík um rnitt ár 2001, var
rannsóknastofan risin, en starf
Guðmundar fólst í því að koma
henni af stað, setja upp tækjabúnað
og þjálfa starfsfólkið.
í Mapútó vorum við búsett í
tvö og hálft ár, eða til loka ársins
2003.
Nú spyr ég, hvort þeim hafi
fundist ómaksins vert að fara til
Mósambík.
- Það var margfaldlega þess
430 Heimaerbezt