Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2006, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.09.2006, Blaðsíða 7
Mynd tekin 1959. Ingibjörg, Snæbjörn, Gerðnr, Baldur, Friðrik, Anna og Fanney. I kjól firá Mósambík. Sumarið 1977. virði. Við þurftum töluvert að leggja á okkur, því það tekur á að aðlagast framandi umhverfi, en við öðluðumst dýnnæta reynslu. Segja má, að við lítum veröldina öðrum augum eftir þessa dvöl. Fyrir utan það að kynnast merkilegum þjóðum og fallegri náttúru, náðum við að tileinka okkur nýtt tungumál. í Mósambík búa margar þjóðir og tala mismunandi bantúmál, en portúgalska er opinbert tungumál, og nauðsynlegt að ná einhverjum tökum á henni. Það verður að segjast eins og er, að við höfðum mikið íyrir portúgölskunáminu, en náðum því þó að gera okkkur sæmilega skiljanleg. Sjálfsagt hefði verið auðveldara að læra nýtt tungumál, hefðum við verið yngri, þegar við fórum utan, en á móti kemur, að aðrir hlutir eru erfíðari og yfírsýnin minni, þegar maður er ungur að árum. Hvað um lífshagi og lífskjör þarna í Mósambík? - Mósambík er eitt fátækasta land í heimi og ástandið bágborið á flestum sviðurn. Ævilíkur við fæðingu eru aðeins 40 ár og ungbamadauði mjög hár. Til samanburðar eru ævilíkur við fæðingu hér á landi tvöfalt hærri og ungbamadauði sá lægsti í heimi. Næringarskortur og alvarlegir sjúkdómar, eins og malaría og eyðni, herja í Mósambík. Fátæktin er gífurleg og víða er fólk við hungurmörkin, þannig að ckkert má út af bregða. Langvarandi þurrkar eru mjög alvarlegt vandamál í sunnanverðri Afríku og tengja margir það breytingum í veðurfari. Af þeim sökum hefur uppskeran ítrekað bmgðist að miklu eða öllu leyti. Tölur um efnahag þjóða eiga það til 1 Laxárdal í Arnessýslu. Katrin og Guðmundur, foreldrar Guðmundar, á einum af sínum uppáhalds tjaldstöðum. Friðrik.faðir Önnu, Guðmundur, Anna og Gerður móðir hennar, að Hrafnagili í Eyjafirði. Heima er bezt 431

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.