Heima er bezt - 01.09.2006, Side 8
að vera eins og hver önnur talnaruna, sem engan snertir, en
á bak við hagtölur í Afríku eru miklar hörmungar.
Sem betur fer heíur mikil uppbygging átt sér stað í Mósambík
síðasta áratuginn og efnahagur landsins hefur smám saman
mjakast upp á við. Hann var í rúst eftir harðvítugt borgarastríð,
en eftir að friður komst loks á 1992, hefiir leiðin legið upp á
við. Því miður virðist batinn oft vera einskorðaður við einstakar
atvinnugreinar og ákveðin svæði. Úti á landsbyggðinni, þar
sem þorri landsmanna býr, ganga allar breytingar óskaplega
hægt fyrir sig.
Mjög mikið vantar upp á, að menntun og skólakerfi í
Mósambík sé viðunandi. Olæsi
er mikið, en aðeins innan við
helmingur fullorðinna kann að
lesa. Konur bera þar skarðan hlut
frá borði, en menntun þeirra er
mun lakari en karlanna.
Hvað fannst ykkur um kynni
við fólkið?
-Við hjónin kynntumst mörg-
um Mósambíkum. Þeir eru glað-
legir og vingjamlegir, og þrátt
fyrir útlitsmun og gífurlegan
aðstöðumun, þá em þeir ósköp
svipaðir Islendingum. Þeir hafa
sömu væntingar til lífsins og vilja
mennta sig, stofna ljölskyldu og
eignast þak yfir höfuðið. Sumir
era duglegir og þrautseigir, aðrir
rólegir í tíðinni eins og gengur. Við
höfum gaman af fólki en það er
æskilegt, þegar farið er á framandi
slóðir. Til þess að njóta þess til fulls
að búa í Mósambík, verður að grípa
hvert tækifæri til þess að kynnast
samfélagi innfæddra.
Vilduð þið ráðleggja fólki að starfa
þarna um tíma?
- Þeir, sem era svo lánsamir að fá
tækifæri til þess að starfa í Mósambík,
ættu að íhuga það rækilega og drífa
sig, ef mögulegt er. Með því að starfa
og búa í ríkjum þriðja heimsins fá
menn lífsreynslu, sem þeir búa að
ævilangt. Þeir öðlast nýjan skilning
á veröldinni, sjálfum sér og sínum
heimahögum.
I sumarbustað sumarið 1990. Sverrir,
Guðmundur, Snœbjörn, Anna og Eyjólfur.
vökvað með yfirborðsvatni. Nauðsynlegt er að
gera ráðstafanir tii þess að verjast moskítóflugum.
Þær era ekki aðeins hvimleiðar, heldur bera
þær með sér lífshættulega sjúkdóma, eins og
malaríu. A hverju ári leggur malaría þúsundir
Mósambíka að velli.
Þótt okkur hafi ekki fundist Mapútó hættuleg,
Anna með föður sínum á
Þingvöllum, í júlí 2004.
Sverrir og Snæbjörn með
„Hljóðnemann“, verðlaunagrip
Rikisútvarpsins, en þeir kepptu
í þættinum „ Gettu betur“, fyrir
hönd Menntaskólans í Reykjavík.
Hvað vilduð þið ráðleggja fólki,
sem dveldi í Afríku?
- Skilyðislaust ber að fara að ráðum lækna og hjúkrunarfólks
um það, hvemig best sé að forðast hættulega sjúkdóma, sem
herja víða í Afríku. Einnig er rétt að vara sig á menguðu
drykkjarvatni og hrámeti, eins og hráu grænmeti, sem oft er
1 desember 2003. Snæbjörn, Ósk (eiginkona
Sverris), Eyjólfur og Sverrir.
era erlendir ferðamenn alltaf eftirsótt fómarlömb
glæpamanna af ýmsu tagi. Ofbeldisglæpir era sem
betur fer ekki mjög algengir í Mapútó, en sumar
borgir í Afríku era mjög hættlegar, eins og t. d.
Jóhannesarborg, og áður en lagt er af stað er því
rétt að kynna sér vel ástandið á þeim svæðum, þar
sem ætlunin er að dvelja.
Þeir, sem ætla að dvelja til langs tíma í Mósambík,
gerðu rétt í því að temja sér þolinmæði, kynna sér
venjur og siði innfæddra sem best og taka tillit
til þeirra. Þannig má forða mörgum árekstrinum,
sem stafar af menningarmun. Hroki og belgingur kemur
manni alltaf í koll.
Höfðuð þið tök á að ferðast um Afríku?
- Við ferðuðumst raunar ekki mikið um Afríku, heldur
432 Heimaerbezt