Heima er bezt - 01.09.2006, Page 9
Guðmundur ásamt samstarfsfólki sími í Mósambík.
aðeins til næstu nágrannalanda, til Svasilands og Suður-
Afríku, en þangað er stuttur vegur frá Mapútó. Svasiland er
mjög frábrugðið Mósambík. Þar búa ekki fjölmargar þjóðir
með mismunandi tungumál, heldur ein þjóð, sem talar eitt
tungumál. Saga Svasilands er líka mjög ólík sögu Mósambíks.
Landið er konungsríki og var undir stjóm Breta, en ekki
Portúgala. Suður-Afríka er svo gjörólík hinum löndunum
tveimur. Hún er mjög stórt land og efnahagurinn miklu
þróaðri en en í öðmm löndum um sunnanverða Afríku.
Engu að síður er gjáin milli hvítra og svartra augljós. Með
mikilli einföldun má segja, að í Suður-Afríku séu tvö aðskilin
þjóðfélög. Annars vegar ríkt velmegunarþjóðfélag, og hins
vegar bláfátækt þjóðfélag hinna svörtu.
Það er best að taka það fram, að útilokað er að alhæfa
um Afríku og íbúa hennar. Alfan er geysistór, og hvert ríki
hennar með sínu sniði. Breytileikinn milli þjóðfélaga og
landa er að okkar mati miklu meiri en t. d. innan Evrópu.
A ferð í Mósambík.
Eigið þið minjagripi frá Afríku?
- Við eigum margvíslega minjagripi frá Afríku, þótt
minningamar, sem við geymum í huga okkar, séu það sem
mestu máli skiptir. Mósambíkar em flinkir tréskurðarmenn,
og batíkmyndimar frá þeim era margar fallegar. Af öðrum
minjagripum má nefna vefnaðarvöru frá Simbabve og
grímur af ýmsu tagi. Grímumenning Afríku fmnst okkur
alveg sérstaklega skemmtileg. Það er líkast því, að hver
þjóð Afríku eigi sína sérstöku grímuhefð.
Við
höfnina í
Mapútó.
Finnst ykkur þið hafa haft gott af að dvelja í Afríku
/ Mósasmbík?
- Vissulega höfðum við gott af því að kynnast lífinu í
fátæku þriðja heims ríki, og um leið sáum við islenskt
Markaður í
Macia.
Heimaerbezt 433