Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2006, Side 12

Heima er bezt - 01.09.2006, Side 12
Kyrrslæðfrumdýr: klukkudýr, Vorticella, hægra megin. Dýrariki íslands. draga verulega úr þeim. Fremstur meðal jafningja trúi ég í þessu efni hafi verið Emst Abbe (1840-1905), prófessor í eðlisfræði við Háskólann í Jena í Þýskalandi. Undir faglegri stjórn hans varð fyrirtækið Carl Zeiss í Jena stórveldi í gerð smásjáa og hvers kyns optískra tækja á síðari hluta 19. aldar og heldur enn þeirri stöðu. Nú verður greint frá tveimur mönnum, sem öðmm frekar koma hér við sögu. Willard Fiske Daniel Willard Fiske (1831-1904) var bandarískur málvísindamaður sem lagði ungur stund á norræn fræði í Danmörku og Svíþjóð. Hann kynntist íslenskum fræðimönnum í Kaupmannahöfn og nam þar íslensku af Gísla Brynjúlfssyni. Hann fluttist svo til heimalands síns og varð árið 1868 prófessor í norðurlandamálum og þýsku við Comell-háskóla í Iþöku í New York-ríki og jafnframt yfirbókavörður háskólans. Undir stjóm hans varð háskólabókasafnið í Comell stærsta safn íslenskra bóka í Vesturheimi - og raunar annað stærsta íslenska bókasafnið erlendis; aðeins Konunglega bókasafnið í Kaupmannahöfn er stærra. Fiske var auðugur maður og gerði löngum vel við Islendinga. Hann gekkst meðal annars fyrir veglegri bókagjöf Bandaríkjamanna til Islendinga á þjóðhátíðarárinu 1874. Til íslands kom hann sumarið 1879 og ferðaðist víða um landið. Hann kom um haustið til Reykjavíkur og sigldi þaðan vestur um haf í október. Breskur efnamaður, Charles Kelsall, hafði gefíð Lærða skólanum í Reykjavík fé til að reisa bókhlöðu við skólann árið 1866. Eftir komu sína til Bandaríkjanna sendi Fiske skólanum veglega bókagjöf, og fljótlega festist nafnið íþaka við bókhlöðuna eftir heimaborg Cornell- háskóla. Fiske gerði vel við Lærða skólann á fleiri sviðum, eins og brátt verður vikið að. Hann studdi líka við skákiðkun á Islandi, gaf meðal annars manntafl á hvert heimili í Grímsey, auk þess sem hann styrkti eyjaskeggja með bókum og fjármunum, en hafði þó aldrei til Grímseyjar komið, aðeins séð hana álengdar af sjó. Daniel Willard Fiske. Ernst Abbe. Benedikt Cröndal Benedikt Sveinbjamarson Gröndal (1826-1905) var, eins og Jónas Hallgrímsson, skáld og náttúrufræðingur. Hann var kennari við Lærða skólann þegar Fiske sótti skólann heim, og safnaði meðal annars ýmsum dýmm sem hann svo teiknaði og gerði úr bók, Dýraríki Islands, sem löngu síðar var gefín út í vandaðri og fallegri útgáfú (sjá heimildaskrá). Gröndal saknaði þess að komast ekki að minnstu kvikindunum til að skoða þau og teikna: Fyrst framan af fann ég, að mig vantaði sjónauka („mikroskop“; „smásjá“ hafa smekklaus smámenni nefnt þetta), en í Kaupmannahöfn hafði ég ekkert fengizt við þess konar og hafði enga hugmynd um, hvað slíkt verkfæri mundi kosta, nema hvað ég vissi, að það mundi vera dýrt, ef duga ætti. (Dægradvöl, bls. 278.) Þegar Willard Fiske sótti skólann heim (1879) innti hann Benedikt eftir því, hvort hann vanhagaði ekki um einhver tæki. Benedikt eyddi því en sá síðar eftir hógværð sinni: Nú þegar prófessor Fiske var hér, þá var hann alltaf að segja mér að biðja sig um eitthvað, sem mig langaði til að fá - en sjónaukinn vakti alltaf fyrir mér, þorði samt aldrei að nefna hann - svo fór Fiske, að ekkert var orðið úr neinu, en konan mín var alltaf að hvetja mig til að nota mér af tilboði Fiskes. Loksins 436 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.