Heima er bezt - 01.09.2006, Side 14
Mjóeyri á Eskifirði. Leiksvœði barnanna.
Ég hófsem ungur maður störf á skrifstofu sýslumannsins á
Eskifirði hjá Magnúsi Gíslasyni sýslumanni árið 1936. Þá var
þar sýslufulltrúi Emii Björnsson, hinn besti drengur, mikill
félagsmálamaður, sérstakur maður bœði söngs og gleði.
Eftir að Magnús sýslumaður fór á þing og varð jafnframt
aðalmaður ífjármálaráðuneytinu leið ekki á löngu að hann
réði Emil sér til fulltingis í ráðuneytinu. Eftir að Emilflutti
suður var ég um tíma aðalmaður á sýsluskrifstofunni eða
þar til að Lúðvík Ingvarsson, lögfrœðingur tók við sem
sýslumaður.
Einn dag í ársbyrjun 1942 fæ ég
símskeyti frá Stykkishólmi sem
átti eftir að ráða örlögum mínum.
Davíð Jóhannesson, mikill vinur minn,
var símstjóri á Eskifírði. Hann hringir
til mín og segir: „Þá erum við að missa
þig héðan.“
„Af hverju heldur þú það?“ spyr ég
á móti.
„Komdu við hjá mér þegar þú ferð
heim“ segir hann.
Ég geri það og þegar vió hittumst þá
afhendir hann mér símskeyti. Skeytið
hljóðaði svo: „Viltu ráða þig sem
sýsluskrifara í Stykkishólmi í vetur
eða lengur? Grunnlaun minnst 350 kr.
á mánuði. Símsvar á morgun til mín í
Stykkishólm. Emil Bjömsson.“
Til samanburðar má geta þess að
grunnlaun mín á Eskifírði vom 220
kr.
Ég fer strax heim og sýni mömmu
skeytið en hún lá þá banaleguna.
„Taktu þessu tilboði“ segir hún. „Ég er
Arni Helgason,
Stykkishólmi:
á förum og það verður enginn til að halda
þér heimili hér. Sendu Emil svarskeyti
strax í fyrramálið. Annars verður farið
að hræra í þér að vera kyrr. Það verður
sjálfsagt erfitt fyrir þig að losa þig héðan
en þetta verður þér til blessunar.“
Þessum orðum mömmu gleymi
ég aldrei. Þegar ég sagði Lúðvík frá
þessari ákvörðun minni varð hann
svolítið þungbrýnn en skildi mig og
lagði blessun sína yfír þetta og óskaði
mér góðs gengis.
Ég bjó mig undir ferðina til
Stykkishólms. Lauk uppgjöri ársins
þann 19. janúar og daginn eftir kom
Esjan að norðan. Þá var ég tilbúinn
með farangurinn sem var einungis
skrifborðið hans afa og kista sem tók
alla búslóðina. Frásaga mín hér á eftir
af ferðinni í Hólminn lýsir vel hversu
samgöngur voru strjálar og erfiðar á
þessum árum.
Þegar ég steig um borð í Esjuna hitti
438 Heimaerbezt