Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2006, Page 16

Heima er bezt - 01.09.2006, Page 16
Frá Stykkishólmi. Miðbœr Stykkishólms um miðja 20. öld. EskiJJörður, tekið í Mjóeyrarvík. A myndinni má sjá Hlíðarendatorfuna, œskustöðvar Arna Helgasonar. ekki fram á að geta fylgt henni síðasta spölinn en deginum fyrir jarðarförina símsendi ég austur minningarljóð um mömmu sem presturinn las upp. Allt þetta umrót varð til þess að ég missti af Súðinni. Eg hringdi í sýslumann og sagði farir mínar ekki sléttar en bað hann að taka á móti farangrinum. Það voru tvær vikur í næstu ferð Súðarinnar svo að ekki leit vel út fyrir mér að komast á áfangastað. Þann 5. febrúar fékk ég fregnir um að ég gæti fengið far með línuveiðaranum Fróða sem átti að fara með vörur vestur á Snæfellsnes á vegum Ríkisskipa. Fróði hafði orðið hart úti skömmu áður í viðureign við kafbáta. Ég tók þessu fegins hendi og var lagt samdægurs af stað. Komið var við á öllum stöðum allt frá Amarstapa og í Hólminn. Allar vömr vora selfluttar í land á uppskipunarbátum sem var róið á milli skips og lands. Við komum á Hellissand snemma morguns 7. febrúar og þar var ég undrandi Séð yfir Eskifjörð. Esjan lagði úr höfn frá Reyðarfírði um hádegi þegar komið var gott veður. Komið var við í hverri höfn og í Vestmannaeyjum fóm margir frá borði og ætluðu að dvelja þar á vertíð. Eftir viku sjóferð frá Eskifirði var siglt inn á Reykjavíkurhöfn. Þar tók á móti mér skyldfólk mitt. Þar var mér sagt að sjóflugvél frá hemum hefði tveimur dögum fyrr komið með mömmu dauðvona á Landakot. Eftir að hafa komið farangri mínum til ættingja minna fór ég að hitta mömmu á Landakot. Það urðu fagnaðarfundir. Hún var orðin mjög veik og átti erfitt með mál, enda lést hún þar aðeins tveimur dögum síðar. Ferðir til Stykkishólms voru strjálar. Mikill snjór var á Kerlingaskarði á vetrum og rútuferðir lágu niðri allt til vors. Ekki var auðhlaupið að mokstri, aðeins skóflur til að moka með og þær dugðu skammt á skaflana. Eg varð því að bíða eftir Súðinni sem þá var í fömm á milli Reykjavíkur og Vestfjarða og fór á tveggja vikna fresti. Ég kom farangrinum um borð í Súðina og beið þess að hún færi vestur. Það var í mörgu að snúast í tengslum við andlát mömmu. Ég sá 440 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.