Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2006, Qupperneq 18

Heima er bezt - 01.09.2006, Qupperneq 18
Freyja Jónsdóttir: Kirkjuvogskirkja í Höfnum r IKirkjuhöfn er talið að hafí verið kirkja á 12. og 13. öld, en ekki er hennar getið hjá Vilken biskupi. í kringum 1397 er kirkjan lögð niður. Um það leyti var komin hálfkirkja eða kapella á Gálmatjöm, segir í skrifum Jóns Thorarensen. I bókinni Hafnir á Reykjanesi, eftir Jón Þ. Þór segir: „Þess er þá fyrst að geta, að alls engar miðaldaheimildir hafa varðveist, ergeti kirkju í Kirkjuhöfn. „ Heimildir “ um kirkju þar syðra eru eingöngu sagnir og þjóðsagnaminni, en hafa að áliti stöku 20. aldar fræðimanna stuðning af yngri sögnum um, að vegna uppblásturs á 15. og 16. öld hafi komið í Ijós mannabein í fornum grafreit í Kirkjuhöfn. “ Ekki er vitað hvort kirkjan í Kirkjuhöfn hafí verið hálfkirkja eða alkirkja. í heimildum er getið um að Finnur Jónsson biskup hafí vísiterað í Kirkjuvogi vorið 1758 og þá hafí verið þar nýleg timburkirkja, 6 1/2 stafgólf að lengd, sem Guðni Sigurðsson hafí látið reisa. I lýsingu segir að kirkjan hafí öll verið undir súð. Aftur vísiterar Finnur kirkjuna árið 1789, en þá var kirkjuhúsið farið að láta á sjá. Á næstu ámm var gert við kirkjuna. I frásögn Jóns Thorarensen segir frá því að árið 1805 hafí Hákon Vilhjálmsson byggt upp kirkju í Kirkjuvogi og verið fjárhaldsmaður hennar á meðan honum entist aldur. Bygging kirkjunnar kostaði 239 ríkisdali. Ekki er gott að átta sig á hvort Hákon byggði nýja kirkju eða gerði gömlu kirkjuna upp, sem er þó öllu líklegra. Hákon Vilhjálmsson var fæddur árið 1753 í Kotvogi. Kona hans hét Ingveldur og var dóttir Guðna sýslumanns í Kirkjuvogi, höfuðbóli Hafnarhrepps. Kirkjuvog fékk hann með konu sinni. Þar með var grunnurinn lagður að ríkidæmi hans. Hákon var mikill sjósóknari og um langt skeið var hann lögréttumaður, lögsagnari og aðstoðarmaður tengdaföður síns. Hann var einnig hafnsögumaður á Básendum. Jón Thorarensen segir að 442 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.