Heima er bezt - 01.09.2006, Qupperneq 19
hann hafí snemma sameinað atorku,
auð og höfðingsskap.
Hákon og Ingveldur eignuðust tvö
böm, sem bæði létust í frumbemsku. Ekki
verður annað séð en Hákon hafí lifað í
tvíkvæni, en árið 1809 í ágústmánuði,
þegar Jömndur Hundadagakonungur réði
hér ríkjum, segir sagan að Hákon hafi
farið á hans fund og fengið leyfí til að
kvænast Önnu Jónsdóttur, Sighvatssonar,
dannebroksmanns í Ytri-Njarðvík. Með
Önnu eignaðist Hákon sex böm, sem
öll vom hið mesta myndarfólk. Sonur
þeirra var Vilhjálmur K.ristinn, sem tók
við Kirkjuvognum. Hákon Vilhjálmsson
lést 1820.
Vilhjálmur Kristinn Hákonarson,
óðalsbóndi í Kirkjuvogi, sá um
byggingu kirkjunnar sem enn stendur
í Kirkjuvogi í Höfnum. Hann byrjaði
verkið á því að láta vinnumenn sína
liggja við suður í Krossvíkum, sem
eru á sunnanverðu Reykjanesi, en
þar var mikill reki. Vinnumenn hans
söguðu niður stór rekatré sem notuð
voru í kirkjubygginguna. Rekann hafði
Vilhjálmur á leigu frá prestinum á Stað
í Grindavík. Vilhjálmur kostaði sjálfur
kirkjubygginguna.
Það var byrjað á byggingunni um
haustið 1860 og fór vígsla kirkjunnar
fram 26. nóvember 1861.1 lýsingu segir:
„Þetta er ferhyrnd altimburkirkja með
turni.“
Byggingin mun hafa kostað 1044
ríkisdali. Einar hét yfírsmiður kirkjunnar
og því miður hefur greinarhöfundi ekki
tekist að fínna föðumafn hans.
Þann 25. ágúst 1861 vísiteraði
prófasturinn sr. Ólafur Pálsson kirkjuna
í fyrsta skipti. Hann lýsti kirkjunni
þannig:
„Hún er að allri gjörð hið vandaðasta
og veglegasta hús, á lengd 14 álnir
og 2 þumlungar og á breidd 10 álnir,
hvomtveggja utan þiljað. Húsið er alveg
byggt af timbri með tvöföldu vönduðu
timburþaki og beklæðningu, sett á háan
rambyggilegan grunnmúr af steini“.
Kirkjan er rík af merkilegum
munum. Ketill Jónsson í Kotvogi gaf
kaleikinn, Þorbjörn Benediktsson og
fjölskylda hans gáfu 7 kertastjaka, sr.
Jón Thorarensen gaf skírnarfontinn,
altarisdúkinn gaf Halldóra Ólafsdóttir
Grettisgötu 26, Reykjavík, prestskniðann
og koparhjálminn gaf málfundafélag sem
starfaði í Höfnum, Magnús Ketilsson
gaf báða ofnana, bæði þann sem núna
er í kirkjunni og hinn fyrri, Jón Jónsson
kennari gaf
5 sálmabækur, kertastjakana sem eru
á veggjum kirkjunnar gáfu bræðurnir
Eiríkur og Sigurður Jónssynir, og Helgi
Ólafsson gaf sálmabókartöflu.
Einnig mun kirkjan hafa fengið talsvet
af peningagjöfum.
Arið 1 867 var byggt við kirkjuna
þriggja álna löng forkirkja með hvelfdu
þaki. Þá var einnig byggður kór, rúmlega
sex álnir bæði lengd og breidd. Arið
1894 voru gagngerðar endurbætur gerðar
á kirkjunni. Þá var hún jámklædd,
grunnur og tröppur sementaðar. Gluggar
endumýjaðir á suðurhlið og bogi yfír
kór endurbættur. Endurbætur á kirkjunni
kostuðu 717 ríkisdali. Kirkjan varmáluð
að innan árið 1906 og þá var einnig
pappalagt þakið á forkirkjunni.
Umtalsverðar endurbætur vom gerðar
árið 1925. Þá varforkirkjanjárnklædd
og turninn líka. Skipt var um gólf í
forkirkjunni og uppgangur á loft var
færður í forkirkjuna. Þá fór fram talsverð
málningarvinna utan á byggingunni. A
tímabilinu frá 1925 til 1942 varkirkjan
mikið endurbætt og hún var múrhúðuð
að utan árið 1934. Suðurhliðin var að
mestu leyti tekin úr kirkjubyggingunni
og endurnýjuð árið 1942, og um leið
var ytri klæðning á austurgafli bætt og
skipt um alla glugga. Ekki er vitað hvað
verkið kostaði. Kirkjuvogskirkja var
síðan aflient söfnuðinum til umsjónar
og fjárhalds þann 6. september 1942.
Séra Hálfdán Helgason vísiteraði um
Suðumes haustið 1944. Hann kom í
Kirkjuvogskirkju 6. október og sagði
að ofninn í kirkjunni væri orðinn mjög
lélegur og það þyrfti að ráða bót á
því. Einnig var nauðsynlegt að hækka
reykháfinn, því að í norðaustanátt fylltist
kirkjan af reyk. Tveimur árum síðar
er getið um það í vísitasíu, að nýr og
vandaður ofn sé korninn í kirkjuna,
gefinn af Magnúsi Ketilsyni og Vilhjálmi
Magnússyni.
Arið 1955 var keypt pípuorgel fyrir
söfnunarfé. Það var notað orgel frá
Hafnarfjarðarkirkju. Safnaðarmeðlimir
söfnuðu fyrir orgelinu og stóðu Ríkarður
Asgeirsson meðhjálpari og Jón Mýrdal
organisti fyrir söfnuninni. Arið eftir var
Kirkjuvogskirkja raflýst og rafliituð.
Miklar umræður sköpuðust um það
árið 1957, hvort ætti að endurbyggja
kirkjuna eða rífa hana og byggja nýja.
Sem betur fer var ákveðið að endurbæta
kirkjuna, þó að hún væri illa farin enda
að verða hundrað ára.
Þessi fallega kirkja setur mikinn
svip á Hafnir. Frá fýrstu tíð hefur
hún verið sóknarkirkja Hafnarmanna
en af heimildum að dæma hefur þar
aldrei verið prestssetur. I garðinum era
legsteinar höfðingja Hafnarhrepps eins
og Vilhjálms Ketilssonar og margra
annarra mætra manna og kvenna. A
tumi kirkjunnar er jámstöng, efst á henni
er jámplata. A hana er letrað fangamark
Vilhjálms Chr. Hákonarsonar og ártalið
1861.
Heima er bezt 443