Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2006, Page 27

Heima er bezt - 01.09.2006, Page 27
Hjalti Pálsson frá Hofi Byggðarminjar á Kvarningsdal r í síðasta blaði jjölluðum við um Kvarningsdal á mótum Skagafjarðar og Austur-Húnavatnssýslu og þjóðsögur honum tengdar. Hér á eftir verða dregin saman nokkur atriði varðandi byggð og búsetuminjar á Kvarningsdal. Mannlifið er horfið af götuslóðum hans utan þeirra fáu sem þangað leggja leið sína við fjárleitir eða sér til gamans. Saga hans er týnd, aðeins eimurinn eftir og lítiljjörleg tóftarbrot hulin grasi og moldu sem tíminn leitast við að má út endanlega. Við getum einungis reynt að hugleiða. stund og staðir í Skagafirði 5. þáttur Oljósar sagnir eru um byggð á Kvamingsdal en munu hafa við nokkuð að styðjast. Hinn merki þjóðffæðamaður Jóhannes Guðmundsson á Gunnsteinsstöðum i Langadal ritaði vitneskju sína um dalinn í bréfí til Jóns Amasonar þjóðsagnasafnara árið 1860. Þar segir svo: „Kvamingsdalur hét fymim Vínberjadalur, og hygg ég hann hafi svo nefndur verið af gnægð beija þar, eður og að vaxið hafi á honum aðalbláber. Hann liggur fast vestan við hæsta ljallgarðinn framan Vatnsskarðfs], og af ókunnugleika Hjálmars [Bólu- Hjálmars] þar hefir hann sagt hann byggðan, því þar er nú engin byggð og hefur víst ekki verið síðan í Svartadauða, eða fyrr, en hann liggur út úr Valadalsdal á hverjum að em 2 bæir. Á Kvamingsdal hafa til foma verið 4 bæir, yst Kárafújar, nú kallað Kársstekkur, þar næst Álfgeirsvellir og þar fyrir framan tveir bæir, og er mjög óljóst að sjá merki til þeirra, en báðir munu þeir hafa verið í Bergstaðalandareign sem nú er.“ 1 Um miðja 19. öld virðast því enn lifa munnmæli um byggð á dalnum en greinilega eru þau orðin mjög óljós. Nafnið Álfgeirsvellir á Kvarningsdal hefur Jóhannes frá Bólu-Hjálmari úr uppskrift hans að Móðarsþætti þar sem aðrar uppskriftir hafa Ásgeirsvelli. Munnmæli geta um Þúfnavelli á Kvamingsdal en fleiri bæjanöfn em ekki kunn. Við eftirgrennslan hafa komið í ljós byggðaleifar á nokkmm stöðum á Kvamingsdal. Er Kársstekkur þeirra þekktastur og þar em langmestar mannvistarleifar. Skal nú gerð nokkur grein fyrir þeim: Kárafitjar/Kársstekkur (65°29'341/19037’284). “ Spölkom upp með Kvamingsdalsá er komið í graslendi . -v-" f V&tt Bœjarstœði Kárafitja á Kvarningsdal. Maður stendur á bajartóftunum. 1 baksýn Hádegishnjúkur Talnarunan hér og annars staðar eftir örnefnum er GPS-staðsetningarhnit í vörpun WGS 84 og gerir öðrum kleift að rata beint á greinda staði liafi þeir slíkt tæki undir höndum.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.