Heima er bezt - 01.09.2006, Qupperneq 30
Faxagil á Kvamingsdal. Bœjarstœói Þúfnavalla vinstra
megin Faxalækjar, beggja vegna lœkjarfarvegarins
sem er utan við Faxalæk. Meintar tóftir Faxasels eru á
grasflesjunni neðan við beygju gilsins.
Jón Gissurarson situr á Smalavörðu. Fládegishnjúkur í
baksýn.
Steinkusteinn. Móðólfsfell I baksýn.
Vallargarður sést enginn, en allar þessar tóftir gefa sterka
vísbendingu um býli, í það minnsta sel.
Ömefnaskrá Bergsstaða í Svartárdal eftir Guðmund Jósafatsson
frá Brandsstöðum getur Kvamingsdals. ffún er samin eftir
minni án þess að skrásetjari hafi landið fyrir sjónum og gætir
þar eðlilega ónákvæmni sums staðar. Þar segir m.a.: „Norðan
Faxalækjar í austanverðum Kvamixdal eru gamlar seltóftir
kenndar við Bergsst. Norður af þeim eru allmiklar grundir, sem
heita Selgmndir. Austurhlíð dalsins heitir Selhlíð. Takmarkast
hún að sunnan af Faxagili, en að norðan af Selhomi, sem er
allhvasst klapparhom á austanverðum dalnum og eru landamerki
Bergsstaða og Valadals ákveðin.“ 7
Hér er tvímælalaust átt við sama staðinn en ekki hefúr tekist
að hafa upp á nafni. Það er skoðun þáttarritara að hafi einhvers
staðar verið býlið Þúfiiavellir frammi á Kvamingsdal, geti það
ekki hafa verið annars staðar en hér.
Faxasel. Skammt frá Þúfnavöllum uppi í mynni gilsins, ofan
lækjarins, er dálítill þúfnamór er virðist geyma afgamlar tóftir
og óljósar (65°27'583/l 9°35'772) með litlu einu af grjóti í og
standa vitund hærra en móamir umhverfis frammi á barmi
lækjargilsins. Þetta gæti verið seltóft og litlu utar, svo sem
15-20 metrum, kunna að vera kvíar í löngum þúfnaskomingi
(65°27'594/l 9°35'804). Þetta mætti kalla Faxasel en ömefnið
þekkist reyndar ekki lengur.
Framan við Faxagil þrengist Kvamingsdalur vemlega og
verður nánast að djúpu gili sem fer smám saman grynnkandi
og eyðist með öllu þegar kemur fram á móts við Leifsstaðafell
þar sem við tekur flatur flói. Austan við norðurenda flóans er
dálítil tjöm. Á að giska 100-200 metra í suðvestur ffá tjöminni
eru tóftir beitarhúsa frá Leifsstöðum sem Sigurður bóndi á
Leifsstöðum ætlaði að reisa á fyrsta fjórðungi 20. aldar, en
lauk aldrei við, byggði aðeins undirstöður veggjanna. Nánast
beint í austur frá þessum tóftum, í suðaustur frá tjöminni, er
að finna fomar tóffir Leifsstaðasels. Munu þá upp taldar þær
mannvirkjaleifar sem skrásetjara em kunnar í og við Kvamingsdal,
en Bergsstaðasel er því sem næst 1,5 km vestan dalsins og
stendur utan áhrifasvæðis hans.
Ömefni em ekki mörg á Kvamingsdal og hafa flest þegar
verið nefnd. Tveggja er þó enn ógetið og em bæði út við
mynni dalsins, sitthvoru megin árinnar.
Smalavarða (65°28'951/19°36'903) er handan Kvamingsdalsár
móti Hádegislæk á allháum mel. Þar var dysjaður hundur sem
Gissur Jónsson í Valadal átti og hét Smali. Hann komst í hræ
sem dregið hafði verið út og eitrað fýrir tófu. Fann Gissur hann
dauðan skammt frá og urðaði á melnum. Þetta hefúr líklega
verið nálægt f940 og má enn sjá beinin inni í vörðunni. 8)
Steinkusteinn (65°28'889/f9°36'635) er suður og upp frá
ármótum Hádegislækjar og Kvamingsdalsár í 425 m hæð,
nokkum spöl sunnan við gilið uppi í brekkunni. Hann er um
1,5 metra hár, ekki stór um sig, og stendur á litlum melkolli
og tröð i kringum hann. Norðan undir steininum virðast leifar
af grjóthleðslu, kann að hafa verið lítið grjótbyrgi. Steinninn
á sér þá sögu, að hér varð úti Steinka vinnukona frá Valadal.
Hún var að fara í fjósið til mjalta í stórhríð að vetri til en villtist
og fannst loks sunnan undir þessum steini með skjólumar
sínar. 9
1) Ur fórum Jóns Ámasonar I, Rv., Hlaðbúð, 1950, bls. 190.2) Móðars rímur og Móöars
þáttur, bls. 21.3) Magnús Gíslason: Ég kem norðan Kjöl, Rv., ísafold, 1954, bls. 38.4) íslenzkt
fombréfasafn XIV, bls. 35. 5) Upplýsingar Jóns Gissurarsonar í Víðimýrarseli. 6) íslenzkt
fombréfasafn III, bls. 674. 7) Ömefnastofnun: Ömeffiaskrá Bergsstaða. 8) Upplýsingar Jóns
Gissurarsonar. 9) Sama heimild.
454 Heima er bezt