Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2006, Qupperneq 31

Heima er bezt - 01.09.2006, Qupperneq 31
Kviðlingar • Umsjón: Auðunn Bragi Sveinsson ■ Vísnaþáttur Góðir Ijóða- og vísnavinir. Oft verður okkur hugsað til framrásar tímans, þessarar þungu elfu, sem streymir án afláts og engan endi á. Gunnar Dal skáld segir, að efnið breytist í ljós á efsta degi, en það verði fyrst eftir milljón ljósár. Þannig orða ég það í ljóði: A efsta degi er efnið tœmt, allt er baðað Ijóss í flóði. Erþað kannski eitthvað slœmt? - Eftir milljón Ijósár, góði! Liðinn tími kemur ekki aftur, og ósköp væri gaman að geta hnikað honum citthvað til, ekki bara eitt ár okkur til yngingar, eins og eitt þekkt skáld gerði eitt sinn, heldur svona tíu ár eða meira. Eða hvað sagði ekki Bjarni Kristinsson, kunnur húnvetnskur hagyrðingur af ætt Bólu- Hjálmars: Lítill er I karli kraftur, kollurinn er rúinn hárum. Bara ég vœri orðinn aftur eins og Jyrir tuttugu árum. Lífið er stanslaus þeytingur eftir einhverju, sem okkur fínnst við þarfnast í þann og þann svipinn. Um það hef ég sett saman erindið: Yfirleitt er allt vort líf ákaflega skrýtið. Það er fullt með fár og kíf ogfremur tilgangslítið. Þegar aldurinn tekur að færast yfír okkur í ríkum mæli, hugleiðum við, hvað hafí eiginlega orðið af öllum liðnu árunum. Við sjáum eftir hverjum degi, sem líður. Mér datt einu sinni í hug erindi þessu viðvíkjandi: Aður fannst mér tíminn tosast tregt á vegi. Nú ég þetta sannast segi: sé ég eftir hverjum degi. Kona urn fertugt bað mig að yrkja um sig vísu. Þá vissi ég, að hún mundi síðar telja sig hafa verið unga á þeim aldri: Arin líða, auðveld, þung; ellin hampar geiri. Þú munt skilja, að þú ert ung, þegar þau verða fleiri. Við erum aldrei yngri en við erum í dag. Það er lóðið. Þá er komið að hagyrðingi mánaðarins. Hann var raunar þjóðkunnur fyrir fleira en ljóðmál. Hann var bæði hagyrðingur og skáld, ef þar er gerður einhver munur á. Maðurinn hét Sveinbjöm Beinteinsson og lifði frá 1924 til 1993, og er jarðsettur í Saurbæ á Hvalljarðarströnd. Fæddur var hann í Grafardal í Skorradalshreppi. Systkinin vom átta að tölu, og öll fengust þau við ljóðagerð og sendu flest frá sér ljóðasöfn. Sveinbjöm bjó sveitabúi á Draghálsi í Svínadal frá tvítugsaldri. Hann sendi frá sér nokkur ljóðasöfn, fyrst „Gömlu lögin“, er hann var 21 árs, 1945. Vakti sú bók mikla athygli á hinu unga skáldi. Sveinbjörn tók trú forfeðra okkar og blótaði goðin, ásamt söfnuði sínum, Asatrúarmönnum, sem hann var lengi foringi fyrir, og nefndist Allsherjargoði. Ekki meira um ævi þessa merka manns, enda má lesa um hann í ævisögu, sem Berglind Gunnarsdóttir ritaði og út kom 1992. Sveinbjöm var mikill rímsnillingur. Sem dæmi um það tek ég þetta erindi: Meðan kiljur þungar þylja þeysibylji loftsins hylja. hugir yljast innan þylja, ef menn viljans rúnir skilja. Mansöngur nefnist vísnaflokkur eftir Sveinbjöm. Tvær vísur birtast hér: Yfir haga fannafreðinn fornra laga tóninn ber, líkt sem bragur langt að kveðinn Ijós og fagur virtist mér Þögul nóttin öllu eyðir, eyðir dögun fyrir mér. Kemst ég ekki Ijóssins leiðir, Ijóss um veg í fylgd með þér. Heimaerbezt 455

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.