Heima er bezt - 01.09.2006, Qupperneq 36
A þessum stað áðum
við á leió okkar að
jökulröndinni.
Við vorum sjö í jökulgöngunni og er þessi mynd tekin
af höfundi uppi á jökulbungunni, um það leyti sem
verið var að hejja gönguna niður af jöklinum. Tveir
ferðafélaganna voru þegar lagðir af stað niður.
skoða sem mest af umhverfinu í einu hendingskasti. Bjöm
var þama nærri, en er ég leit við var sá fremsti kominn að
dýpri bryggjustólpanum og þá kallaði Bjöm:
„Vertu viðbúinn. Hann er að kasta línunni!“
Eg kipptist við og var nærri dottinn og hefði þá líklega
fallið niður í árabátinn. Bjöm fór að skamma manninn á
dönsku og hann náði að skilja nógu mikið til að komast að
því að sjálfsagt væri að biðjast afsökunar á að minnsta kosti
tveimur tungumálum. Nú kallaði ég til þeirra:
„Hafið mig afsakaðan í örfáar mínútur.“
Arósinn var þama um það bil fnnm hundmð metmm
innar í voginum og þangað vildi ég komast sem fyrst en
hafði gleymt því að þangað mátti ekki fara á þessum degi.
Ég áttaði mig þó nógu tímanlega, tók fram sjónaukann og
sá ekki betur en að laxaganga væri þama litlu utar. En mest
hissa varð ég á því að Brattahlíðarsvæðið, sem var þama
litlu vestar, var miklu stærra en ég hafði búist við.
Þegar ég kom til baka að bryggjunni, var báturinn bundinn
við áður nefndan bryggjustólpa og tveir veiðimannanna vom
þar í miklum ham, því einn þeirra hafði fengið stóran fisk.
Framundan vom sérkennileg atvik þar sem teflt var á tæpasta
vað í um það bil eina klukkustund. Hinir komu til mín og
báðu mig að gerast ræðari svo hægt væri að leita fyrir sér litlu
utar. Ég var hissa á því hversu fast þeir sóttu eftir þessu, en
Þama skammt undan, nær víkinni innan úr fírðinum, var
snoturt gistihús og þar var gott að hvílast eftir flugferðina.
Ég hafði verið í önnum síðustu daga og steinsofnaði en
vaknaði snögglega þegar Björn fór að banka og boða til
hádegisverðar.
Er þessi vaski ferðahópur hafði loksins lokið máltíðinni fór
Bjöm að kynna dagskrána. Gerði hann að gamni sínu með
slíkum tilþrifum að starfsfólki gistihússins féllust hendur
meðan það horfði agndofa á manninn. Hann notaði fimar
handahreyfíngar til að leggja áherslu á það sem hann hafði
að segja og með allsérkennilegum áherslum:
„Við þökkum fyrir matinn og kaffið og förum með
póstskipinu til Brattahlíðar klukkan 15 og þurfum að nota
tímann vel, því við dveljum þar varla miklu lengur en í 45
mínútur. Ég var að tala við hótelstjórann og hann segir að
allstór laxatorfa sé rétt fyrir utan árósinn. Ekki má styggja
laxinn, en þeir sem em með veiðistöng geta fengið að æfa
fluguköst frá bátabryggjunni sem þið sjáið hér framundan
þegar þið horfíð út um gluggann.“
Ég heyrði kurr og lágvær mótmæli á næsta borði. Greinilegt
var að einhverjum hafði verið lofað að þeir gætu komist
í veiði. En rétt í þessu kom hótelstjórinn og talaði góða
dönsku. Það vafðist svolítið fyrir Bimi að snara því sem
hann sagði yfír á önnur Evrópumál, auk þess að gera tilraun
til að minnka málskrúðið, en þegar það tókst sagði hann:
„Ef veiðimönnum tekst að útvega sér góðan ræðara mega
þeir reyna að veiða stutt frá landi á árabátnum.“
Þessi orð liðkuðu um málbeinið hjá mörgum, en eftir
að Bjöm hafði svarað nokkrum spurningum bað hann mig
að tala við sig. Þarna fór hann bónarveg að mér og bað
mig mjög góðfúslega að vera sér til trausts og halds. Eg
féllst á að fara með honum og stangveiðimönnunum niður
á bryggju til að skoða mig um og láta hann vita hvemig
mér litist á staðinn. Þaðan leit ég til baka og reyndi að
460 Heima er bezt