Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2006, Blaðsíða 38

Heima er bezt - 01.09.2006, Blaðsíða 38
var ógerlegt að átta sig á heildarstærðinni. Ég naut þessarar stundar en fékk þarna brennandi áhuga á því að skoða gróðursvæðin og hæðimar. Allt í einu sagði ég fararstjóranum að ég ætlaði að skoða meira af svæðinu og reyna að vera fljótur að því. Þaut ég því næst af stað því ég vildi vera einn og frjáls ferða minna í nokkrar mínútur. Ég á frekar auðvelt með að muna eftir þessu því ég reyndi að lifa mig inn í kringumstæður landnámsmanna. Ég vildi vita hvers vegna grasvöxturinn væri svona þéttur, fagurgrænn og mjúkur í þessum brakandi þurrki og tvö af svörunum voru að þama gætti Grœnlensk börn í þorpi náttfalls og að vestanrigningin ætti Narsaq við Eiríksfjörð. í vætutíð greiða leið inn þennan stóra ijörð og að þessum yfírgripsmikla gróðurtanga sem gekk fram í fjörðinn. Allt svæðið er einstök náttúmsmíð, þéttsetin breiðum, ávölum og kúptum hæðum, næstum alþakið þéttri grasrót eins og á bestu túnum, nema að það er smágerðara. Náttúran gaf ljúfan ilm og kætti sjónina. Þama var mikil fjölbreytni í stærðarhlutföllum og stærstur hluti svæðisins virtist vera einskonar ævintýraveröld með um eitt þúsund samvaxnar risaþúfur, tuttugu til þrjátíu metra háar. Ég varð að gæta þess að missa ekki tímaskynið, því svo heillaður varð ég að þegar ég hafði horft út á ijörðinn fór ég að reyna að ímynda mér að ég sæi víkingaskip og að ég væri staddur þar í heimsóknarferð til Eiríks rauða og fjölskyldu hans. Ég settist þama ofan á útbreytt landakort og ætlaði að hvíla mig áður en ég héldi til baka. Kyrrðin var svo innilega ljúf að þama var gott að láta sig dreyma sitthvað fallegt. En hvað var þetta? Allt í einu heyrði ég ákveðið kall. Ég varð gramur yfir því að búið var að rjúfa kyrrðina og hugsaði sem svo: Til hvers varstu að koma hingað fyrst þú getur ekki fengið að vera í friði hér á fyrstu landnámsjörð Islendings á Grænlandi? Ég hafði gengið spottakom þegar kallað var aftur og þá fór ég að hlaupa. Ekki man ég hvort kallað var í þriðja sinn, en mig minnir að um leið og ég sá hina hafi ég verið svo ákafur að ég myndaði eins konar Tarzankall, því ég vildi ekki missa af póstbátnum. Síðan hljóp ég niður allan lækjarhvamminn en hægði á ferðinni er ég sá að nokkrir þeirra voru á göngu á milli bátsins og búðarinnar. Þama veifaði ég til þeirra Siglt innan um ísjaka innarlega í Eiríksfirði. og er ég gekk með Bimi um borð í mótorbátinn sagði hann að þeir hefðu látið það duga að skoða sig vel um í hvamminum. Um leið og lagt var í hann sagði Bjöm að héraðið, sem þau væru u að kveðja, væri það búskaparsælasta á öllu Grænlandi. Þarna lék hann á als oddi og fór að spyrja um reynslu mína af ferðalögum og íjallgöngum. Nú langar mig að koma með svolítið stílbrot í þessa frásögn að vel athuguðu máli. Grasrótin og hinn þétti gróður á landnámsjörð Eiríks rauða myndi sóma sér vel hér. Hann kelur ekki og hann færi vel á golfvöllum og í húsagörðum af því hann sprettur hægt og styrkir grasrætumar. Um kvöldið fór fararstjórinn með okkur í gönguferð að stóru laxveiðiánni og við gengum fram með henni alla leið að árósnum. Laxinn var þá genginn, en hótelstjórinn bað okkur að halda okkur aðeins frá ánni og vera lágróma í samtölunum. Bjöm fararstjóri virtist ekki hafakomið þessum skilaboðum nógu vel til allra, því einn úr hópnum stikaði tvö skref út í árósinn og hafði á lofti fokdýra myndavél. Hann hrasaði, en Bjöm brá skjótt við og tók af honum fallið. Við heimkomuna reyndi hann að leyna því að hann hefði stigið út í ána og blotnað í fæturna. Nýr dagur rann upp, hlýr og fagur, en ef ég hefði séð fyrir mér alla atburðarás dagsins hefði mér orðið órótt. Svo skemmtilega vildi til að Bjöm bankaði á dymar skömmu áður en hringt var til morgunverðar. Hann var fölur í framan og ég kannaðist við litlu og snöggu kippina í andlitinu. Ég hafði einu sinni séð hann svona í gamla daga. Þetta var hættumerki! Hann hlaut að vera mjög taugaóstyrkur. Þarna leit hann áhyggjufullur í kringum sig og sagði að ferðaskrifstofan hefði látið sig fá öllu lakara herbergi en gestina. Hann gekk að glugganum og sneri við mér bakinu. En það er nú ekki það sem ég ætla að tala um. Loks þagnaði hann alveg og horfði á mig rannsakandi augnaráði. góðu skjóli gegn vestanáttinni. „Héma byggðu þau fyrsta bæinn að talið er,“ hélt Bjöm áfram, „og það sennilega í tímahraki, því lækur braut sér leið undir bæinn og landnámsmaðurinn hefur því talið sig knúinn til að reisa nýjan skála.“ Þama gripu menn til myndavélanna og margir kmpu til að geta greint hin minnstu smáatriði. Það var svo lítið eftir af rústunum að næstum 462 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.