Heima er bezt - 01.09.2006, Blaðsíða 40
/ /' / i í 0, 0 : ,r i f / / / I / ; r * S (/ / Jón R. Hjálmarsson:
- '
Þrællinn Spartacus
Iríkjum fornaldarinnar var
þrælahald mjög útbreitt
og má segja aö það væri
undirstaða velmegunar hinna
ríkjandi stétta og raunar alls
hagkerfisins. Menn gátu orðið
þrælar með ýmsum hætti, en
algengast var að herteknir
menn í styrjöldum væru seldir
í ánauð. Þrælar voru nánast
réttlausir og yfirleitt var illa
með þá farið. Þeir sem unnu
við þjónustustörf, jarðyrkju eða
hjarðmennsku áttu illa ævi.
Sýnu verri var þó meðferðin á
námuþrælum, sem barðir vom
áfram hlekkjaðir undir yfirborði
jarðar. En allt var þetta þó hátíð
í samanburði við örlög þeirra
ógæfusömu þræla serm hafðir
vom til að skemmta fólki í
hringleikahúsum og látnir
berjast þar við óargadýr eða
hverjir við aðra þar til yfír
lauk.
Lengi vel notuðu Rómverjar
stríðsfanga eða dæmda
glæpamenn til að skemmta
áhorfendum i hringleikahúsum
á þennan skelfilega hátt. En með tímanum fóm ýmsir
athafnamenn að kaupa sterka og vel byggða þræla, sem
þeir síðan þjálfúðu í vopnfími og fangbrögðum í sérstökum
skylmingaskólum. Síðan leigðu þeir þræla þessa út til þeirra
aðila sem halda vildu sýningar við einhver tiltekin tækifæri
eða til undirbúnings kosningum og fleira. Algengt var að
fram á leiksviðu kæmu nokkrir tugir bardagaþræla og
stundum jafnvel nokkur hundmð sem berðust þar upp á
líf og dauða til skemmtunar fyrir vandfýsna áhorfendur.
Börðust þrælamir þá ýmist maður á móti manni eða þá sem
herflokkar hver á móti öðmm. Þegar tveir áttust við lauk
viðureigninni oftast með því að annar var drepinn. En færi
svo að annar yrði örmagna og yfírbugaður, án þess að láta
lífið, var það venja hjá Rómverjum að láta áhorfendum eftir
að ákveða hvort viðkomandi
þræll skyldi lífi halda eða vera
drepinn. Ef fólkið vildi þyrma
honum veifaði það slæðum og
klútum, en annars benti það
ákaft niður með þumalfíngri
til merkis um að sá vesalingur
skyldi rekinn í gegn.
Þrælauppreisnir vom
talsvert tíðar í Róm og voru
þær oftast bældar niður
án mikillar fyrirhafnar. En
uppreisn sú sem kennd var við
skylmingaþrælinn Spartacus,
var þó svo umfangsmikil og
skipuleg að um skeið stóð
Rómarveldi af henni mikil
hætta. Spartacus þessi var
þrakverskur maður, vel
upplýstur og hefur trúlega
fengið gríska menntun. Sem
stríðsfangi lenti hann hjá
rómverskum auðmanni, sem
rak skylmingaskóla í Capúa,
sunnan við Rómarborg.
Þræll þessi var karlmenni að
burðum og hugrakkur í besta
lagi, en hafði engan áhuga á
að skemmta blóðþyrstum
Rómverjum á sviði hringleikahússins. Hann þráði það eitt
að losna úr varðhaldi því sem hann hafði lent í, svo að hann
gæti snúið aftur heim til ættlands síns í Þrakíu.
Og þrátt fyrir stranga gæslu harðsnúinna varðmanna
heppnaðist Spartacus að strjúka úr skylmingaskólanum ásamt
78 félögum sínum, er ýmist voru Þrakverjar eða Gallar.
Gerðist þetta árið 73 f. Kr. og vakti enga sérstaka athygli í
fyrstu. En þessir strokuþrælar reyndust furðu snjallir. Með
ránum öfluðu þeir sér vopna og vista og flýðu síðan upp í
íjallið Vesúvíus, þar sem þeir bjuggust um til vamar. Þá kom
það brátt í ljós að Spartacus var vel til foringja fallinn. Hann
var djarfur og áræðinn og hafði til að bera skipulagsgáfu í
ríkum mæli. Flokkur hans óx líka hröðum skrefum, því að
ánauðugir menn hvaðanæva að flykktust undir merki hans.
464 Heima er bezt