Heima er bezt


Heima er bezt - 01.09.2006, Page 46

Heima er bezt - 01.09.2006, Page 46
út til hafs, líklega dönsk fískiskip, hugsar Svanhvít. Frú Fjallström hefír setið þögul og hvílzt í hinum dúnmjúka hægindastóli sínum, en nú rís hún á fætur og færir sig að glugganum til Svanhvítar. Þar sezt hún og þær horfa báðar út um stund. Að lokum rýfur frú Fjallström þögnina og segir: „Líklega breytir um veður áður en langt um líður“. „Af hverju haldið þér það, frú Fjallström?“ „Eg sé það á hafinu okkar“. „Það sem einmitt er svo slétt og fagurt núna“. „Já, hér uppi við ströndina er það slétt, en sjáið þama lengra úti á grynningunum, þar er undiraldan byrjuð að brjóta á skerjunum, og það veit ævinlega á veðrabreytingu. Eg er farin að þekkja það. Blessuð skipin, þau era bara nokkuð mörg hér úti fyrir nú. Vonandi hlekkist þeim ekkert á“. „Hafa oft strandað skip hérna við ströndina?“ „Já, því miður, en oftast hefír þó tekizt giftusamlega með björgun á mönnum. Maðurinn minn sálugi bjargaði mörgum mannslífum úr heljargreipum hafsins, og vann margt afrekið á því sviði. Sonur okkar hefír tekið það í arf frá föður sínum, að takast giftusamlega með björgun skipbrotsmanna, enda hefir oft þurft á því að halda undanfarin ár. Það hafa mörg skip strandað á grynningunum hér úti fyrir, þó ekki beri mikið á þeim á svona kyrram dögum, eins og nú er. Eg gleymi aldrei fyrsta skipsstrandinu sem varð hér, eftir að ég fluttist hingað, þá ung og nýgift manninum mínum sáluga“. „Viljið þér segja mér þá sögu, frú Fjallström? Ég hefði gaman af að heyra hana, þó ég viti að hún býr ekki yfir neinu skemmtiefni“. „Já, góða mín, ég skal fúslega segja þá sögu, hún gefur yður ef til vill dálítið innsýn í líf og baráttu okkar héma á ströndinni hvað hafinu við kemur. Það var mildur haustdagur, mjög líkt og nú. Við Hans Fjallström voram gift fyrir rúmum mánuði, bæði ung og hamingjusöm. Ég var ættuð úr borginni, en hann einkasonur og óðalserfinginn hér. Já, víst vora það sæludagar, bamið mitt, sem ég lifði þá“. Gamla frúin þagnar og starir fram fyrir sig, augu hennar verða dreymandi og ijarræn um stund, eins og að þau sjái langt inn í heima fortíðarinnar, en svo áttar hún sig brátt á veraleika líðandi stundar og segir: „Já, svo kemur sagan um fyrsta skipsstrandið, sem ég kynntist hér. Mörg skip vora á siglingu hér fyrir framan ströndina þann haustdag, veður var kyrrt fyrri hluta dagsins, en undir kvöldið fór að brima úti við grynningamar, og hvessa jafnframt. Náttmyrkrið skall yfir, svo ekki sást lengur út á hafið, en skipin voru kyrr hér fyrir framan ströndina. Við eygðum ljós þeirra í gegnum sortann. A venjulegum tíma lögðust allir til hvíldar, og úti var hin ömurlega haustnótt. En klukkan um tvö vaknaði Hans skyndilega við ákaft neyðarkall. Hann var farinn að þekkja þau, og vissi strax hvað komið hafði fyrir. Skip var í háska statt, skammt undan landi. Ég vaknaði einnig, og hann sagði mér hvað um væri að vera, og að nú yrði hann að búast í skyndi til hjálpar hinum nauðstöddu sjómönnum, og freista þess að róa út í brimgarðinn. Eg varð gripin ógurlegri skelfingu, ætlaði maðurinn minn að fara út á sjó í þessu voðaveðri og náttmyrkri, það gæti eins orðið hans síðasta för. „Þú mátt ekki fara frá mér, Hans“, sagði ég í örvænt- ingu. Hann laut niður að mér og þrýsti kossi á enni mitt. „Jú, vina mín, ég verð að fara, hinum nauðstöddu sjómönnum verð ég að bjarga, ef þess er nokkur kostur. Við skulum bara vona að allt gangi vel“. Svo sagði hann ekki fleira, kvaddi mig í skyndi og hraðaði sér út í náttmyrkrið, ásamt heimamönnum sínum. Ég klæddi mig í flýti og gekk niður úr svefnherbergi mínu. Allir á heimilinu vora vaknaðir og komnir á fætur, og allir virtust í fullkomnu jafnvægi, nema ég. Það var auðséð á þjónustufólkinu, að það var slíkum atburðnm ekki með öllu óvant, rólegt en alvöraþrangið undirbjó það væntanlega komu hinna nauðstöddu skipbrotsmanna. En ég gat ekki fest hugann við neitt nema það, sem var að gerast úti í brimgarðinum, ég eirði hvergi, ég varð að sjá með eigin augum það, sem var að gerast niður við ströndina. I skyndi bjó ég mig í ferðaföt, án þess að segja nokkram frá fyrirætlan minni, og hélt svo af stað út í óveðrið. Ég vissi það naumast sjálf, hvemig ég komst niður að ströndinni, en þar stóð ég þó að lokum. Úti í brimgarðinum eygði ég óljóst björgunarbát mannsins míns og ég sá, að hann var á leið til lands. I fjömnni stóðu tveir af mönnum hans og biðu eftir honum. Þeir litu undrandi á mig, en sögðu ekkert, og ég yrti heldur ekki á þá. Augu okkar allra beindust nú eingöngu að bátnum úti í brimgarðinum, annað slagið hvarf hann með öllu niður í bylgjur hafsins, og ólýsanleg skelfing gagntók mig í hvert sinn er ég missti sjónar af honum. En honum skaut alltaf upp aftur, og vonin um að hann næði landi vaknaði á ný. Loks renndi hann upp í fjörana, og mennimir, sem biðu hans þar, tóku rösklega á móti honum. Hans hjálpaði sjö skipbrotsmönnum úr bátnum upp í íjörana, en ýtti svo strax frá landi aftur, án þess að ég næði tali af honum, og hélt út í brimgárðinn á ný. Ég stirðnaði af skelfingu. „Farinn aftur“, stundi ég upp. Þá sneri annar maðurinn, sem í íjöranni stóð, sér að mér og sagði rólega og hughreystandi: „Já, hann fór til þess að sækja hina sjö skipbrotsmennina, sem enn bíða björgunar úti í skipinu. Við skulum vona að það takist giftusamlega að ná þeim á land, eins og þessum, sem standa héma í fjöranni hjá okkur, ffú Fjallström“. „En veðrið er svo afskaplegt“. „Báturinn er traustur, og Hans öraggur stjómari, reynið þér að vera rólegar“. Svo sagði hann ekki fleira við mig, heldur sneri sér að hinum sjóhröktu skipbrotsmönnum, talaði eitthvað við þá sem ég ekki heyrði, og fylgdi þeim þar næst hingað heim. Framhald í næsta blaði. 470 Heimaerbezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.