Hljóðabunga - 01.11.1978, Side 4

Hljóðabunga - 01.11.1978, Side 4
SAMVINNUFÉLAGIÐ Jón Jónsson skraddari segir frá Fært hefur í letur Guöjón Friðriksson 3. og síöasti hluti ALÞÝÐUFLOKKURINN OG BOLSEVISMINN Ég kom frá Englandi eftir 5 ára dvöl árið 1919. Finnur Jónsson var þá kominn til ísa- fjarðar og hafði gert sig svolítið gildandi í að endurreisa verkalýðsfélag hér. Ekki held ég að það haFi verið búin að vera verkföll en félagið var að eflast og fólkið hafði trú á þessu. Vilmundur Jónsson læknir var þá kominn líka og varð félaginu mikill styrkur þó að hann gengi ekki í það. Svo var stofnaður Alþýðuflokkur einhvers konar. Hann var dálítið laus í reipunum fyrst og þar voru allir með. Þeir kenndu eiginlega bolsévisma og það að heita bolséviki var engin skömm. Ég fyrir mitt leyti vildi ekkert hafa að gera með þetta til að byrja með. Ég var nýuppalinn frá Englandi sko, einmitt á þeim árum sem Bretar voru sárastir út í Rússa fyrir að hafa ekki viljað halda áfram að hjálpa þeim í stríðinu gegn Þjóðverjum. Ég var ekki þjálfaðri í bolsévismanum en svo að ég var dauðhræddur við allt sem rússneskt var. Fyrir 1927 var bara að verða auðn hér á ísafirði. Atvinnurekendur voru eiginlega komnir út úr síldarbraski og þeir voru misk- unnarlaust gerðir fallítt. Bankarnir seldu bát- ana burtu úr bænum þangað sem þeir fengu einhver tilboð í þá. Og þá var myndað Samvinnufélagið. Það var mikið átak og mikill hugur í fólki að leggja sig fram. Kratarnir kölluðu ísafjörð Bolsabæ- inn eða Rauða bæinn. Bátar voru keyptir og kallaðir Rússarnir og allt gekk vel og allir virtust vera sammála. Það voru kappræður milli íhaldsmanna og þessara nýtískubolsévika og kveðjurnar ekki kærar á báða bóga, litlu hlíft. Það var töluvert persónulegt þá innan um og saman við. Félagið var mest með 7 báta og þetta var glæsilegt á þeirra tíma vísu. Þeir hrósuðu sér vel norður á Siglufirði í síld og Samvinnufélagið eignaðist þar plan sem var kallað Samvinnuplanið og allt gekk ljómandi vel. Vinstri mennirnir í Alþýðuflokknum vildu halda áfram að bæta Samvinnufélagið, koma t.d. á betri vinnustöðum fyrir fólkið. En svo var þetta Amsterdamsamband - eða hvað það var - stofnað. Það er sérstakt kratasamband fyrir alla Evrópu og þeir fóru þá að átta sig á að það þurfti að gera grein á kommúnisman- um að austan og svo einhverjum vestrænum sósíalisma sem þeir kölluðu jafnaðarstefnu. Þá umhverfðust þeir og fóru að ráðast á alla róttæka hjá sér. Fólkið var æst upp á móti þeim og það var meira að segja ekki hægt að tala á fundum því að kratarnir fengu æsinga- fólk til þess að gera hávaða svo að ekki var hægt að heyra hvað áhugavinstrimennirnir sögðu. Kerlingarnar voru sætar og urgandi. Aðferðin hjá krötunum var heimskuleg. Þeir beittu harðvítugri baráttu heldur en íhaldið hafði gert til þess að halda sjálfu verkafólkinu niðri. í upphafi var mikill hugur í fólki að leggja sig fram í Samvinnufélaginu en kratarnir hagnýttu það til alls annars. Forystumennirnir voru miðlungsmenn sem hugsuðu mest um að hafa völd. Það getur vel verið að það megi kalla þá hugsjónafífl, sem meina það sem þeir eru að gera, en hinir eru tækifærissinnar eftir 4 HLJÓÐABUNGA

x

Hljóðabunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.