Hljóðabunga - 01.11.1978, Side 6
„Karítas Skarphéöinsdóttir flytur ræðu 1. maí
(sennilega um 1930).
tilheyrðu sveit norður í Strandasýslu held ég.
Þau voru að reyna að koma sér áfram hér sem
frjálsar manneskjur en skulduðu eitthvað
sveitinni heima. Finnur hélt að þetta væri fólk
sem væri með sér undir öllum kringumstæð-
um og kysi með sér. Hann lánaði því húspláss
uppi á háalofti í Pósthúsinu. Svo reyndist
þetta fólk vera miklu róttækara heldur en að
það fylgdi honum í blindni. Ekki mátti gagn-
rýna neitt og hann fer að segja því upp.
Sæmundur lá veikur í liðagigt og það var
aðeins eitt klósett uppi, enginn vaskur og
ekkert vatn í eldhúsinu svo að þau notuðu
vatnið á klósettinu bæði til að sækja sérneyslu-
vatn og uppþvottavatn, notuðu klósetskálina
sem vask og helltu svo í klósetið.
Finnur vildi ekki — af snobbi sko sem
Alþýðuflokksmaður — láta bera þau út. Nei,
en lætur taka klósetskálina með því fororði að
það eigi að nota hana annars staðar. Nú, það
harðnar nú dálítið. Börnin mörg og ekkert til
að hella í. Jæja, konan var ekki alveg af baki
dottin. Bóndinn átti stútvíða smurolíutrekt og
setti hana í leiðsluna sem klósetið hafði staðið
í og hélt áfram að hella þar eftir sem áður. Nú
voru góð ráð dýr. Kemur ekki rörlagninga-
maður og borar gat á þilið, leiðir hálftommu-
stubba gegnum þilið gegnum það úr rörinu
fram í eldhúsið. Síðan var settur lás og hespa
fyrir klósetherbergið. Það var verið að pína
þau sko. En ekki var hægt að segja að hann
hefði tekið af þeim vatnið þó að svona væri nú
hert að þeim.
Svo ég fór beina leið til Vilmundar og segi
honum frá þessu og var þá að hugsa um að
þetta yrði lagfært í laumi, þetta væri svo mikil
forsmán ef þetta spyrðist. Ég var mjög kunn-
ugur Vilmundi og þekkti hann af góðu. Hann
sagði nú ekki mikið strax en tók heldur taum
Finns.
,Já“, segir hann, „hann fær skammir fyrir
að veita þessu fólki húsráðin en ég fékk engar
skammir fyrir að neita Bjarna Kristjánssyni
um kjallaraherbergið hjá mér.“
Jæja, í því kemur Finnur og svo kemur
einhver annar á læknastofuna hjá Vilmundi
svo hann hleypur fram og segir:
„Hann er kominn hingað að klaga þig hann
Jón. Já, já.“
Og hreytir svona í hann í fljótu hvert efnið
væri og Finnur tekur þessu svo ljómandi vel,
svona eins og köttur, en þegar Vilmundur er
horfinn þá umhverfist hann og andlitið verður
þannig á svipinn að hefði ég verið listamaður
hefði ég málað Djöfulinn svona og engan
veginn öðru vísi, með dálítinn spíss undir
eyrunum. Þá hefði myndin verið alveg hár-
rétt. Jaeja, nema það er ekki komið að tómum
kofunum hjá mér því að ég tútnaði líka og lét
hann hafa það alveg óþvegið. Svo verður
náttúrulega ekkert útgert þarna. Þetta lenti >
bara í skömmum.
BROTTREKSTUR
Árið 1934 var eitt sinn auglýstur fundur í
verkalýðsfélaginu og ekkert sagt hvað ætti að
vera til umræðu, en mjög agiterað bak við
tjöldin hjá krötunum. Við fengum einhverja
nasasjón af því að það ætti að reka okkur
Halldór Ólafsson flytur ræðu 1. maí.
6
HLJÓÐABUNGA