Hljóðabunga - 01.11.1978, Blaðsíða 11
samsett af óháðum fyrirtækjum sem keppa hvert
við annað. Öll séu þau háð markaðslögmálum,
og að endingu háð óskum neytenda. Galbraith
fullyrðir að þessi mynd sé algerlega röng, en
hagfræðingar séu þó eins og fastlímdir við
hana. Þetta er ein af ástæðunum til þess að þeir
skilja ekki ástandið í dag. Vegna þess að hag-
fræðingar nota úrelt líkan skilja þeir ekki breyt-
ingarnar sem nú eiga sér stað í þjóðfélaginu.
Tillaga Galbraiths er að skipta hagfræðinni í
tvennt. í Bandaríkjunum eru 60% atvinnulífsins í
höndum 200 fyrirtækja, en bandarísk fyrirtæki
eru í allt um 200.000. Þessi stærstu mynda alveg
sérstakan þátt í efnahagsiífinu, en þau smáu
starfa í samræmi við gamlar kenningar. Það eru
þau stóru sem eru f vexti og stuðningur ríkisins
beinist að þeim. Það er ekki hægt að láta þau
verða gjaldþrota, ríkið strengir öryggisnet sitt ef
þeim mistekst."
(Þýtt úr „DAGBLADET" Oslo 11.2.1978).
Með öðrum orðum: hagfræðingum sést af
einhverjum ástæðum yfir þá staðreynd að
auðhringar eru til, og hafa í skjóli stærðar
sinnar, fjölþjóðaskipulags og valdaaðstöðu
mikla yfirburði yfir smærri keppinauta sína.
Yfirburðirnir felast ekki bara í stórum eining-
um og greiðum aðgangi að ríkisstuðningi,
heldur gerir fjölþjóðaskipulagið þeim kleift að
forðast skatta með því að flytja gróða sinn til
landa þar sem skattar eru lágir (t.d. Sviss) og
mannfreka framleiðslu geta þeir staðsett í
þeim löndum þar sem kaupgjald er hvað
lægst. Malta, Spánn, S-Kórea o fl. o. fl. Síðast
en ekki síst eru auðhringarnir óháðir lánsfjár-
magni, þeir fjármagna sig sjálfir. Fjármagnið
gerir þeim kleift að vinna markaði með því að
undirbjóða keppinauta sína um tíma og koma
þeim þannig út af markaðnum, - og það sem
ekki er síður mikilvægt: standa undir um-
fangsmikilli auglýsingastarfssemi. í framhaldi
af þessu hljótum við að spyrja: Hvað kemur til
að hagfræðingum sést yfir slíkt og þvílíkt,
hvernig stendur á því að þeir halda sig enn við
hagfræðikenningar átjándu og nítjándu aldar?
Kristján Friðriksson iðnrekandi hefur sínar
skýringar á þessu í bók sinni „Farsældarríkið
og manngildisstefnan“ (bls. 25-26):
„Þessi hagfræöikenning hefur verið kennd í
flestum skólum (háskólum og víðar) um gjörvöll
Bandaríkin og Vestur -Evrópu. Og lítið hefur
kveðið að mótmælum. Hvort tveggja er að kenn-
ingin lítur vel út á yfirborðinu, hefur í sér
ákveðið sannleikskorn og hefur verið studd
óhemju fjármagni, sem komið hefur beint frá
þessum sömu auðhringum sem mestra hags-
muna hafa að gæta í þvf að kenningin verði sem
föstust í sessi. Fjármagnsausturinn til út-
breiðslu þessara kenninga verður best skilinn ef
haft er í huga, að flestir háskólar Bandaríkjanna
eru reknir fyrir fé auðhringa. Sama er og um
háskóla í Vestur Evrópu að verulegu leyti. í
Sviss eru svo stöðvar, sem annast útbreiðslu
kenninganna með leynilegum aðferðum. Ein af
aðferðum er sú, að bækur og greinar sem styðja
auðhringakenningarnar verði sem útbreiddast-
ar. Höfundar þeirra fá heiðurslaun og nafn-
bætur, prófessorsstöður o.s.frv. En þeir sem
kynnu að andæfa verða ekki hátt skrifaðir. —Eg
er ekki í minnsta vafa um að sköpun bæði EFTA
og EBE eru verk auðhringa að verulegu leyti.
—Með sköpun þessara stóru markaðsheilda
hafa auðhringarnir skapað sér leikvöll, at-
hafnasvæði. Og með þessu tekst þeim að brjóta
niður verulegan hluta af smærri iðnaði hinna
einstöku þjóða. Auðhringar drepa svo til allan
sjálfstæðan þjóðlegan framleiðsluiðnað allra
þjóða, ef þeim tekst að halda fram sem nú horfir.
Aðeins allra smæsti handverksiðnaður og þjón-
ustuiðnaður verður skilinn eftir fyrir þegna
hinna einstöku þjóða, ef auðhringunum verður
látið haldast uppi að koma fram fyrirætlunum
sínum.“
Þótt ýmsum kunni að þykja þessar skýring-
ar Kristjáns nokkuð reyfarakenndar, ætti eng-
um að dyljast hve mikið hagræði auðhringun-
um er af því að kenningin um hinn frjálsa
markað sé sem útbreiddust. Meðan hagfræðin
heldur áfram að predíka ágæti hins ímyndaða
frjálsa markaðskerfis, halda auðhringarnir ó-
truflað áfram að ryðja hinum smærri keppi-
nautum sínum úr vegi og tryggja yfirburði
sína á markaðnum.
Afleiðingar
Eins og kemur fram í upphafi þessarar
greinar hafa innflutningshömlur jafnt og þétt
verið afnumdar hérlendis frá 1960 til dagsins i
dag. Auk þess hafa tollar að mestu verið felldir
burt í viðskiptum við bæði EFTA og EBE, og
eiga að hverfa að fullu 1. janúar 1980.
Allt er þetta gert í trú á blessun hins frjálsa
markaðar, og virðist svo sjálfsagt að ekki þurfi
um að ræða. En hverjar eru afleiðingarnar,
beinar og óbeinar? Þær eru reyndar velþekkt-
ar:
HLJÓÐABUNGA