Hljóðabunga - 01.11.1978, Side 13

Hljóðabunga - 01.11.1978, Side 13
það vegi upp kostnaðinn við að flytja hráefnið til landsins og vöruna út aftur og ríflega það. Stórfelld stækkun álversins í Straumsvík er einnig framundan, og mun það væntanlega fá til sinna nota bróðurpartinn af orkunni frá Hrauneyjarfossvirkjun. Fleiri stóriðjuáform í samvinnu við auðhringa eru og í deiglu. s.s. á Austurlandi i tengslum við Bessastaðaárvirkj- un, Norðanlands í tengslum við Blöndu (og Kröflu?) svo og á Suðurlandi, þar sem deilt var um hvort Þykkvibærinn eða Vík í Mýrdal ætti að verða þeirrar gæfu aðnjótandi að fá til sín fyrirhugað álver á vegum Norsk Hydro. Innflutningur takmarkaður óbeint: Tvær leiðir Þegar útflutningurinn nægir ekki til að standa straum af frjálsum innflutningi er gripið til aðgerða sem takmarka innflutning- inn óbeint (þar sem ekki er lengur hægt að takmarka hann beint.) Verður þá fyrst að fella gengið. Gengisfell- ingin hækkar verð á innfluttri vöru og dregur þannig úr eftirspurn eftir henni. Hún styrkir og stöðu útflutningsatvinnuveganna þar sem tekjur þeirra hækka í innlendri mynt. (Gjald- eyristekjurnar hækka þó ekki nema hægt sé að auka útflutninginn.) Þetta er skammgóður vermir, því erlendar rekstrarvörur allra at- vinnuvega hækka um leið og verðhækkun verður á öllum vörum áður en langt um líður. Launafólk unir því að sjálfsögðu ekki og krefst hærra launa. Þegar launin hækka verð- ur eftirspurn eftir erlendri vöru jafnmikil og fyrir gengisfellinguna, og staða útflutningsat- vinnuveganna sækir í sama farið. Eina lausnin er því önnur gengisfelling, eða þá samfellt gengissig. Af þessu leiðir svo óðaverðbólgu eins og íslendingar munu kannast við. Onnur leið til að draga óbeint úr innflutningi, sem ekki keyrir verðbólgu uppúr öllu valdi, er svokölluð samdráttarpólitík. Hún felst í því að draga úr almennri eftirspurn innanlands, einkum með eftirfarandi aðgerðum: — Dregið úr útlánum banka, vextir hækkaðir. — Kaupgjaldi haldið niðri eins og mögulegt er. — Niðurskurður á opinberum útgjöldum, hækkun á verði opinberrar þjónustu. — Dregið úr eða hætt niðurgreiðslum á neysluvör- um. — Hætt opinberum verðlagsákvörðunum og verð- lagseftirliti. Meiningin með þessu er í stórum dráttum að minnka fjárráð fólks, þannig að eftirspurn eftir innfluttri vöru minnki. Af skiljanlegum ástæðum eru þessar aðgerðir lítt vinsælar meðal kjósenda og því erfiðar í framkvæmd í lýðræðisríkjum. Auk þess hafa þær þann galla að skaða þann sem sist skyldi, nefnilega inn- lendan atvinnurekstur. Vaxtahækkanir og út- lánahömlur gera innlendum fyrirtækjum erf- itt fyrir og koma fram í verðlagningu. Minnk- uð fjárráð almennings minnka svo auðvitað eftirspurn eftir innlendri vöru svo samdráttur verður í framleiðslu og fyrirtæki verða að segja upp starfsfólki. Niðurstaða samdráttaraðgerð- anna, sé þeim beitt að einhverju marki, verður því kjaraskerðing og atvinnuleysi, - fyrir utan bættan greiðslujöfnuð. Lántökur Þessar tvær leiðir eru eins og við höfum séð báðar meingallaðar og leysa ekki vandann. Þá er þriðja leiðin eftir, þrautalendingin: að fá iánaðan gjaldeyri erlendis til að ná endum saman. Þessi leið hefur þann kost fyrir ríkis- stjórnir að hún styggir ekki kjósendur í sama mæli og hinar tvær fyrrnefndu. Vandanum er frestað, velt yfir í framtíðina. Lánin verður auðvitað að borga á sínum tíma með fullum vöxtum (-en þá má auðvitað reyna að fá ný lán.) Oft fylgja lánunum fleiri kvaðir en bara að endurgreiða þau. Alþjóðagjaldeyrissjóður- inn og Alþjóðabankinn (sem eru systur- stofnanir) eru stærstu lánadrottnar heimsins, og undir nafni alþjóðastofnana ganga þeir hvarvetna erinda vestrænna iðnríkja og auð- hringa. Bandaríkin og Vestur-Evrópulöndin hafa til samans meirihluta í stjórn þeirra beggja og fjármagnið kemur að stærstum hluta frá þeim. Mörg svokölluð þróunarlönd hafa á síðustu tveimur áratugum gerst mjög háð þessum stofnunum um lánsfé. Stofnreglur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins krefjast þess af með- limum að þeir ástundi dyggð frjálsrar gjald- eyrisverslunar, þ.e. afnemi allar innflutnings- HLJÓÐABUNGA 13

x

Hljóðabunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hljóðabunga
https://timarit.is/publication/1867

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.